Farin að trúa því að hér sé hópur sem hafi hag af veikum fjölmiðlum Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2023 15:10 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Arnar Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir það mikil sorgartíðindi að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt. Það væri mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn stærsta fjölmiðil landsins. Blaðamönnum og öðrum starfsmönnum Torgs, sem rekur Fréttablaðið, frettabladid.is, Hringbraut og DV.is var sagt í morgun að útgáfu blaðsins, rekstri á vefsíðu blaðsins og sjónvarpsstöð Hringbrautar yrði hætt. Eftir standa DV og vefsíða Hringbrautar. „Þetta er annað af tveimur prentuðum dagblöðum sem okkur er boðið upp á í dag. Það er ömurlegt að vita til þess að það sé ekki lengur að koma út,“ segir Sigríður. „Hugur minn er fyrst og fremst hjá félögum í Blaðamannafélaginu og öllu fólkinu sem var að missa vinnuna. Ég er bara slegin yfir þessum tíðindum og áhyggjufull yfir stöðunni hjá fjölmiðlum á Íslandi.“ Markaðurinn sífellt erfiðari Hún sagði að á undanförnum árum hefði þessi markaður orðið sífellt erfiðari fyrir rekstur. Önnur hver auglýsingakróna færi úr landi til tæknirisa á borð við Facebook og Google. Lítið hefði borið á áhuga hjá stjórnvöldum að fara í alvöru aðgerðir til að efla fjölmiðlun á Íslandi. „Þrátt fyrir að ráðamenn séu sammála um mikilvægi öflugra, sjálfstæðra og einkarekinna miðla, þá einhvern veginn virðist það eina sem fólk hefur áhuga á að rífast um vera staða RÚV á auglýsingamarkaði. Í staðinn fyrir að komast að niðurstöðu um hvað eigi að gera við RÚV á auglýsingamarkaði og ráðast svo í aðgerðir í framhaldinu, þá erum við bara að horfa upp á þetta.“ Sigríður sagðist ekki geta sagt að þetta kæmi sér alfarið á óvart. Tíðindin væru samt ömurleg. Almenningur geti haft áhrif Aðspurð hvort hún teldi stjórnvöld bera mikla ábyrgð á ástandinu, sagði Sigríður svo vera en að almenningur á Íslandi gerði það einnig. „Við verðum líka að horfa á að við getum sjálf haft áhrif á að hér séu fjölmiðlar sem þrífast. Við getum valið hvar við auglýsum, sérstaklega stór fyrirtæki og stofnanir í opinberri eigu. Við getum gerst áskrifendur að fjölmiðlum til þess að tryggja það að við fáum aðgang að fréttum og umræðunni í samfélaginu. Við getum lagt okkar að mörkum með því að tala upp fjölmiðla og ræða það okkar á milli hversu mikilvægt það er fyrir lýðræðislega umræðu og lýðræðið í landinu að hér séu öflugir fjölmiðlar. Það er ekki bara nóg að tala um þetta heldur er þetta eitthvað sem verður að sýna í verki.“ Endalaust rifist um RÚV Sigríður sagði að öflugustu, sjálfstæðustu og sterkustu fjölmiðlar heimsins væru í nágrannalöndum Íslands og þar væru kerfi sem haldi utan um fjölmiðla. Þeir væru meðal annars studdir með öflugum fjárhagslegum stuðningi og það hefði aldrei þótt neitt tiltökumál. „En hér á landi er endalaust verið að rífast um það hvort RÚV eigi að vera á auglýsingarmarkaði eða ekki. Ég er bara komin með nóg af þessari umræðu. Það er ekki hægt að taka umræðuna um stöðu fjölmiðla alltaf í gíslingu með því að tala um RÚV á auglýsingamarkaði.“ Hún sagði að ef það væri stór hópur stjórnmálamanna sem krefðist þess að ekkert væri gert í að styðja fjölmiðla nema RÚV væri tekið af auglýsingamarkaði, þyrfti bara að afgreiða þá umræðu. „Ég er í alvörunni farin að trúa því að það sé bara hópur af fólki hér sem hefur hag af því að hafa hér veika fjölmiðla og það sé raunveruleg ástæða fyrir því að það sé alltaf farið með umræðuna út í það að það þurfi að taka RÚV af auglýsingamarkaði, annars verði ekki gert neitt.“ „Af hverju taka þeir þá ekki bara RÚV af auglýsingamarkaði, þannig að við getum haldið áfram?“ Stórir og öflugir miðlar í nágrannalöndum okkar Sigríður sagði að vandamálið væri að stór hópur stjórnmálamanna talaði um fjölmiðlarekstur eins og annan atvinnurekstur. Það væri grundvallarmisskilningur eða rangfærsla, eftir því hvernig á það væri litið. „Í löndum í kringum okkur er talað um fjölmiðla sem mikilvægt tæki í lýðræðissamfélagi og við búum í landi þar sem þrjú hundruð og fimmtíu þúsund manns tala málið. Við erum í samkeppnisumhverfi við fjölmiðla sem eru með milljarðatungumál. Þegar heimurinn er eins og hann er og fjölmiðlaheimurinn eins og hann er, þá erum við í samkeppni sem er skökk.“ Það sé ekki hægt að halda út öflugum fjölmiðlum á íslensku þegar þeir séu í samkeppni um auglýsingar við risastór fyrirtæki með miðla á tungumálum sem milljarðar skilja. Eðlilegt væri að hluti auglýsingatekna færi þangað en ef lýðræðislegir hagsmunir séu í húfi, þá finnst Sigríður að þar sé enginn vafi á því að ríkið eigi að stíga inn í með öflugri hætti. Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, beindi spjótum sínum fyrr í dag að miklu leyti að RÚV og sagði Ríkisútvarpið hafa allt forskotið. Aldrei hefði verið gert ráð fyrir því að einkareknir fjölmiðlar væru reknir við hliðina á Ríkisútvarpinu. Sigríður segir það að vissu leyti verið ósanngjarna framsetningu. Samkeppnin væri fyrst og fremst hjá samfélagsmiðlum. Önnur hver auglýsingakróna færi til Facebook eða Google. „Ég velti því fyrir mér hve mikið af auglýsingum sem voru hjá RÚV, ef það yrði tekið af markaði, færi til prentmiðla. Ég hef ekki forsendur til að meta það og ég ætla ekki að setja mig í þær stellingar að mæla með einni leið eða annarri,“ sagði Sigríður. Ekkert vit í að veikja RÚV til að styrkja aðra Hún sagðist vilja benda á að umræðan væri alltaf tekin í gíslingu. Ef taka ætti RÚV að auglýsingamarkaði yrði bara að gera það og að Blaðamannafélagið hefði lagt það til. Þó með þeim formerkjum að RÚV yrði bætt upp það tekjutap. „Okkur finnst ekkert vit í því að veikja RÚV til að styrkja aðra miðla. Við eigum alveg að geta haldið út öflugu Ríkisútvarpi og jafnframt veitt almennilegum styrkjum til einkarekinna miðla. Við höfum komið með margar tillögur í gegnum árin um hvernig hægt er að styrkja einkarekna miðla og ég veit að núverandi ráðherra fjölmiðlamála hefur sýnt áhuga á því að fara í aðgerðir en mætir alltaf mótstöðu meðal samstarfsflokka í ríkisstjórn. Sem er ömurlegt til að vita þegar að ástandið er orðið eins og það er og staðan er eins og hún er.“ Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gjaldþrots Torgs. Hana má lesa hér að neðan: Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir þungum áhyggjum af því að stjórnvöld hafi brugðist þegar kemur að því að standa vörð um lýðræðið með aðgerðum til stuðnings einkarekinna miðla. Yfirvofandi gjaldþrot útgáfufélags Fréttablaðsins er ekki einungis áfall fyrir öll þau sem misstu vinnuna í dag, heldur fyrir fjölmiðlamarkaðinn í heild sinni og tjón fyrir samfélagið allt. Stjórnvöld hafa brugðist þrátt fyrir að félagið hafi árum saman bent á alvarlega stöðu fjölmiðla á Íslandi. Gjaldþrot Torgs er staðfesting á þeim algjöra markaðsbresti sem orðið hefur með tilkomu tæknirisa á borð við Google og Facebook sem hirða nú helming alls fjármagns úr íslenskum auglýsingamarkaði sem gerir það að verkum að 12 milljarðar leka úr landi án þess að stjórnvöld spyrni við fótum. Stjórn Blaðamannafélagsins lýsir vonbrigðum yfir því að stjórnarflokkarnir hafi ekki dug til þess að takast á við þetta alvarlega vandamál með frekari aðgerðum til stuðnings einkareknum miðlum – heldur afvegaleiði sífellt umræðuna þess í stað, með því að gera það að skilyrði að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði, án þess að því fylgi raunverulegur ásetningur. Stjórn Blaðamannafélagsins krefst þess að stjórnvöld hætti að nota RÚV sem afsökun fyrir því að styðja ekki betur við einkarekna miðla og varar við því að ef ekkert verður að gert er raunveruleg hætta á því að fleiri miðlar fari á sama veg og Fréttablaðið, með tilheyrandi tjóni fyrir samfélagið. Því það er óumdeilt að frjálsir fjölmiðlar eru forsenda lýðræðis. Um þá þurfum við sem samfélag að standa vörð – sama hvað það kostar. F.h. stjórnar Blaðamannafélags ÍslandsSigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Fjölmiðlar Vinnumarkaður Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir „Þetta er sorgardagur fyrir íslenska fjölmiðlun“ Í morgun var tilkynnt að dagblaðið Fréttablaðið væri hætt útgáfu. Þá væri rekstri á vefsíðu þeirra einnig hætt. Fjöldi fjölmiðlamanna og annarra Íslendinga hefur tjáð sig um fall blaðsins á samfélagsmiðlum í dag. 31. mars 2023 13:29 Harmar þróunina á fjölmiðlamarkaði Það er mikið áhyggjuefni að verið sé að hætta útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og segist hún harma þessa þróun. 31. mars 2023 12:19 Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. 31. mars 2023 11:37 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira
Blaðamönnum og öðrum starfsmönnum Torgs, sem rekur Fréttablaðið, frettabladid.is, Hringbraut og DV.is var sagt í morgun að útgáfu blaðsins, rekstri á vefsíðu blaðsins og sjónvarpsstöð Hringbrautar yrði hætt. Eftir standa DV og vefsíða Hringbrautar. „Þetta er annað af tveimur prentuðum dagblöðum sem okkur er boðið upp á í dag. Það er ömurlegt að vita til þess að það sé ekki lengur að koma út,“ segir Sigríður. „Hugur minn er fyrst og fremst hjá félögum í Blaðamannafélaginu og öllu fólkinu sem var að missa vinnuna. Ég er bara slegin yfir þessum tíðindum og áhyggjufull yfir stöðunni hjá fjölmiðlum á Íslandi.“ Markaðurinn sífellt erfiðari Hún sagði að á undanförnum árum hefði þessi markaður orðið sífellt erfiðari fyrir rekstur. Önnur hver auglýsingakróna færi úr landi til tæknirisa á borð við Facebook og Google. Lítið hefði borið á áhuga hjá stjórnvöldum að fara í alvöru aðgerðir til að efla fjölmiðlun á Íslandi. „Þrátt fyrir að ráðamenn séu sammála um mikilvægi öflugra, sjálfstæðra og einkarekinna miðla, þá einhvern veginn virðist það eina sem fólk hefur áhuga á að rífast um vera staða RÚV á auglýsingamarkaði. Í staðinn fyrir að komast að niðurstöðu um hvað eigi að gera við RÚV á auglýsingamarkaði og ráðast svo í aðgerðir í framhaldinu, þá erum við bara að horfa upp á þetta.“ Sigríður sagðist ekki geta sagt að þetta kæmi sér alfarið á óvart. Tíðindin væru samt ömurleg. Almenningur geti haft áhrif Aðspurð hvort hún teldi stjórnvöld bera mikla ábyrgð á ástandinu, sagði Sigríður svo vera en að almenningur á Íslandi gerði það einnig. „Við verðum líka að horfa á að við getum sjálf haft áhrif á að hér séu fjölmiðlar sem þrífast. Við getum valið hvar við auglýsum, sérstaklega stór fyrirtæki og stofnanir í opinberri eigu. Við getum gerst áskrifendur að fjölmiðlum til þess að tryggja það að við fáum aðgang að fréttum og umræðunni í samfélaginu. Við getum lagt okkar að mörkum með því að tala upp fjölmiðla og ræða það okkar á milli hversu mikilvægt það er fyrir lýðræðislega umræðu og lýðræðið í landinu að hér séu öflugir fjölmiðlar. Það er ekki bara nóg að tala um þetta heldur er þetta eitthvað sem verður að sýna í verki.“ Endalaust rifist um RÚV Sigríður sagði að öflugustu, sjálfstæðustu og sterkustu fjölmiðlar heimsins væru í nágrannalöndum Íslands og þar væru kerfi sem haldi utan um fjölmiðla. Þeir væru meðal annars studdir með öflugum fjárhagslegum stuðningi og það hefði aldrei þótt neitt tiltökumál. „En hér á landi er endalaust verið að rífast um það hvort RÚV eigi að vera á auglýsingarmarkaði eða ekki. Ég er bara komin með nóg af þessari umræðu. Það er ekki hægt að taka umræðuna um stöðu fjölmiðla alltaf í gíslingu með því að tala um RÚV á auglýsingamarkaði.“ Hún sagði að ef það væri stór hópur stjórnmálamanna sem krefðist þess að ekkert væri gert í að styðja fjölmiðla nema RÚV væri tekið af auglýsingamarkaði, þyrfti bara að afgreiða þá umræðu. „Ég er í alvörunni farin að trúa því að það sé bara hópur af fólki hér sem hefur hag af því að hafa hér veika fjölmiðla og það sé raunveruleg ástæða fyrir því að það sé alltaf farið með umræðuna út í það að það þurfi að taka RÚV af auglýsingamarkaði, annars verði ekki gert neitt.“ „Af hverju taka þeir þá ekki bara RÚV af auglýsingamarkaði, þannig að við getum haldið áfram?“ Stórir og öflugir miðlar í nágrannalöndum okkar Sigríður sagði að vandamálið væri að stór hópur stjórnmálamanna talaði um fjölmiðlarekstur eins og annan atvinnurekstur. Það væri grundvallarmisskilningur eða rangfærsla, eftir því hvernig á það væri litið. „Í löndum í kringum okkur er talað um fjölmiðla sem mikilvægt tæki í lýðræðissamfélagi og við búum í landi þar sem þrjú hundruð og fimmtíu þúsund manns tala málið. Við erum í samkeppnisumhverfi við fjölmiðla sem eru með milljarðatungumál. Þegar heimurinn er eins og hann er og fjölmiðlaheimurinn eins og hann er, þá erum við í samkeppni sem er skökk.“ Það sé ekki hægt að halda út öflugum fjölmiðlum á íslensku þegar þeir séu í samkeppni um auglýsingar við risastór fyrirtæki með miðla á tungumálum sem milljarðar skilja. Eðlilegt væri að hluti auglýsingatekna færi þangað en ef lýðræðislegir hagsmunir séu í húfi, þá finnst Sigríður að þar sé enginn vafi á því að ríkið eigi að stíga inn í með öflugri hætti. Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, beindi spjótum sínum fyrr í dag að miklu leyti að RÚV og sagði Ríkisútvarpið hafa allt forskotið. Aldrei hefði verið gert ráð fyrir því að einkareknir fjölmiðlar væru reknir við hliðina á Ríkisútvarpinu. Sigríður segir það að vissu leyti verið ósanngjarna framsetningu. Samkeppnin væri fyrst og fremst hjá samfélagsmiðlum. Önnur hver auglýsingakróna færi til Facebook eða Google. „Ég velti því fyrir mér hve mikið af auglýsingum sem voru hjá RÚV, ef það yrði tekið af markaði, færi til prentmiðla. Ég hef ekki forsendur til að meta það og ég ætla ekki að setja mig í þær stellingar að mæla með einni leið eða annarri,“ sagði Sigríður. Ekkert vit í að veikja RÚV til að styrkja aðra Hún sagðist vilja benda á að umræðan væri alltaf tekin í gíslingu. Ef taka ætti RÚV að auglýsingamarkaði yrði bara að gera það og að Blaðamannafélagið hefði lagt það til. Þó með þeim formerkjum að RÚV yrði bætt upp það tekjutap. „Okkur finnst ekkert vit í því að veikja RÚV til að styrkja aðra miðla. Við eigum alveg að geta haldið út öflugu Ríkisútvarpi og jafnframt veitt almennilegum styrkjum til einkarekinna miðla. Við höfum komið með margar tillögur í gegnum árin um hvernig hægt er að styrkja einkarekna miðla og ég veit að núverandi ráðherra fjölmiðlamála hefur sýnt áhuga á því að fara í aðgerðir en mætir alltaf mótstöðu meðal samstarfsflokka í ríkisstjórn. Sem er ömurlegt til að vita þegar að ástandið er orðið eins og það er og staðan er eins og hún er.“ Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gjaldþrots Torgs. Hana má lesa hér að neðan: Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir þungum áhyggjum af því að stjórnvöld hafi brugðist þegar kemur að því að standa vörð um lýðræðið með aðgerðum til stuðnings einkarekinna miðla. Yfirvofandi gjaldþrot útgáfufélags Fréttablaðsins er ekki einungis áfall fyrir öll þau sem misstu vinnuna í dag, heldur fyrir fjölmiðlamarkaðinn í heild sinni og tjón fyrir samfélagið allt. Stjórnvöld hafa brugðist þrátt fyrir að félagið hafi árum saman bent á alvarlega stöðu fjölmiðla á Íslandi. Gjaldþrot Torgs er staðfesting á þeim algjöra markaðsbresti sem orðið hefur með tilkomu tæknirisa á borð við Google og Facebook sem hirða nú helming alls fjármagns úr íslenskum auglýsingamarkaði sem gerir það að verkum að 12 milljarðar leka úr landi án þess að stjórnvöld spyrni við fótum. Stjórn Blaðamannafélagsins lýsir vonbrigðum yfir því að stjórnarflokkarnir hafi ekki dug til þess að takast á við þetta alvarlega vandamál með frekari aðgerðum til stuðnings einkareknum miðlum – heldur afvegaleiði sífellt umræðuna þess í stað, með því að gera það að skilyrði að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði, án þess að því fylgi raunverulegur ásetningur. Stjórn Blaðamannafélagsins krefst þess að stjórnvöld hætti að nota RÚV sem afsökun fyrir því að styðja ekki betur við einkarekna miðla og varar við því að ef ekkert verður að gert er raunveruleg hætta á því að fleiri miðlar fari á sama veg og Fréttablaðið, með tilheyrandi tjóni fyrir samfélagið. Því það er óumdeilt að frjálsir fjölmiðlar eru forsenda lýðræðis. Um þá þurfum við sem samfélag að standa vörð – sama hvað það kostar. F.h. stjórnar Blaðamannafélags ÍslandsSigríður Dögg Auðunsdóttir formaður
Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir þungum áhyggjum af því að stjórnvöld hafi brugðist þegar kemur að því að standa vörð um lýðræðið með aðgerðum til stuðnings einkarekinna miðla. Yfirvofandi gjaldþrot útgáfufélags Fréttablaðsins er ekki einungis áfall fyrir öll þau sem misstu vinnuna í dag, heldur fyrir fjölmiðlamarkaðinn í heild sinni og tjón fyrir samfélagið allt. Stjórnvöld hafa brugðist þrátt fyrir að félagið hafi árum saman bent á alvarlega stöðu fjölmiðla á Íslandi. Gjaldþrot Torgs er staðfesting á þeim algjöra markaðsbresti sem orðið hefur með tilkomu tæknirisa á borð við Google og Facebook sem hirða nú helming alls fjármagns úr íslenskum auglýsingamarkaði sem gerir það að verkum að 12 milljarðar leka úr landi án þess að stjórnvöld spyrni við fótum. Stjórn Blaðamannafélagsins lýsir vonbrigðum yfir því að stjórnarflokkarnir hafi ekki dug til þess að takast á við þetta alvarlega vandamál með frekari aðgerðum til stuðnings einkareknum miðlum – heldur afvegaleiði sífellt umræðuna þess í stað, með því að gera það að skilyrði að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði, án þess að því fylgi raunverulegur ásetningur. Stjórn Blaðamannafélagsins krefst þess að stjórnvöld hætti að nota RÚV sem afsökun fyrir því að styðja ekki betur við einkarekna miðla og varar við því að ef ekkert verður að gert er raunveruleg hætta á því að fleiri miðlar fari á sama veg og Fréttablaðið, með tilheyrandi tjóni fyrir samfélagið. Því það er óumdeilt að frjálsir fjölmiðlar eru forsenda lýðræðis. Um þá þurfum við sem samfélag að standa vörð – sama hvað það kostar. F.h. stjórnar Blaðamannafélags ÍslandsSigríður Dögg Auðunsdóttir formaður
Fjölmiðlar Vinnumarkaður Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir „Þetta er sorgardagur fyrir íslenska fjölmiðlun“ Í morgun var tilkynnt að dagblaðið Fréttablaðið væri hætt útgáfu. Þá væri rekstri á vefsíðu þeirra einnig hætt. Fjöldi fjölmiðlamanna og annarra Íslendinga hefur tjáð sig um fall blaðsins á samfélagsmiðlum í dag. 31. mars 2023 13:29 Harmar þróunina á fjölmiðlamarkaði Það er mikið áhyggjuefni að verið sé að hætta útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og segist hún harma þessa þróun. 31. mars 2023 12:19 Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. 31. mars 2023 11:37 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira
„Þetta er sorgardagur fyrir íslenska fjölmiðlun“ Í morgun var tilkynnt að dagblaðið Fréttablaðið væri hætt útgáfu. Þá væri rekstri á vefsíðu þeirra einnig hætt. Fjöldi fjölmiðlamanna og annarra Íslendinga hefur tjáð sig um fall blaðsins á samfélagsmiðlum í dag. 31. mars 2023 13:29
Harmar þróunina á fjölmiðlamarkaði Það er mikið áhyggjuefni að verið sé að hætta útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og segist hún harma þessa þróun. 31. mars 2023 12:19
Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. 31. mars 2023 11:37
Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42