Hætta við eina stærstu leikjasýningu ársins Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2023 11:19 E3 fór síðast fram í raunheimum árið 2019. Undanfarin ár var ráðstefna að mestu á netinu en nú virðist sem dagar E3 séu taldir. Getty/Christian Petersen Ekkert verður af tölvuleikjasýningunni E3 2023. Þetta var tilkynnt í gær eftir að ljóst var að stærstu leikjaframleiðendur heimsins myndu ekki mæta á ráðstefnuna. Sýningin, sem halda átti í júní, hefði verið sú fyrsta frá 2019 þar sem gestur hefðu fengið að mæta. E3 var um árabil eins stærsta leikjasýning heims. Þangað fóru forsvarsmenn leikjafyrirtækja til að sýna almenningi stiklur úr leikjum sínum og ræða hvað fyrirtæki þeirra væru að vinna að. Stærstu leikjaframleiðendurnir hafa þó á undanförnum árum í auknu mæli haldið eigin sýningar. Í grein Kotaku, sem ber titilinn: „E3 var ekki slaufað, hún var drepin“ segir að leikjaframleiðendur hafi vonast eftir því að E3 myndi gefa upp andann. News on #E32023 from the source. pic.twitter.com/BK7TUlb8mZ— E3 (@E3) March 30, 2023 Þetta ferli hófst fyrir nokkrum árum þegar Nintendo og Sony hættu að mæta á E3. Þeim fyrirtækjum sem taka ekki þátt hefur svo fjölgað jafnt og þétt. Í stað þess að koma fram á E3 og keppa við aðra leikjaframleiðendur um flottustu kynningarnar, flottustu stiklurnar og fleira, vilja forsvarsmenn þessara fyrirtækja frekar skapa sér eigið rými þar sem kynningar þeirra fá að njóta sín. Til marks um það liggur þegar fyrir Microsoft og Ubisoft ætli að halda eigin sýningar í júní. Mánuðurinn mun þó byrja á Summer Game Fest sem er árlegur viðburður þar sem smærri fyrirtæki hafa sýnt stiklur fyrir leiki sína. Það verður þann 8. júní, samkvæmt Eurogamer. Sunnudaginn ellefta júní munu forsvarsmenn Microsoft fara yfir leiki sem væntanlegir eru á Xbox og sömuleiðis birta frekari upplýsingar og myndbönd um leikinn Starfield, sem framleiddur er af Bethesda. Hann á að koma út í september. Degi seinna, eða þann 12. júní, heldur Ubisoft svo sína kynningu þar sem búist er við því að birtar verði stiklur og upplýsingar um leiki eins og Skull and Bones, Beyond Good and Evil 2 og Princ of Persia: Sands of time endurgerðina. Fastlega er búist við því að fleiri leikjaframleiðendur eins og Sony, Nintendo og EA muni tilkynna eigin sýningar á næstunni. Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
E3 var um árabil eins stærsta leikjasýning heims. Þangað fóru forsvarsmenn leikjafyrirtækja til að sýna almenningi stiklur úr leikjum sínum og ræða hvað fyrirtæki þeirra væru að vinna að. Stærstu leikjaframleiðendurnir hafa þó á undanförnum árum í auknu mæli haldið eigin sýningar. Í grein Kotaku, sem ber titilinn: „E3 var ekki slaufað, hún var drepin“ segir að leikjaframleiðendur hafi vonast eftir því að E3 myndi gefa upp andann. News on #E32023 from the source. pic.twitter.com/BK7TUlb8mZ— E3 (@E3) March 30, 2023 Þetta ferli hófst fyrir nokkrum árum þegar Nintendo og Sony hættu að mæta á E3. Þeim fyrirtækjum sem taka ekki þátt hefur svo fjölgað jafnt og þétt. Í stað þess að koma fram á E3 og keppa við aðra leikjaframleiðendur um flottustu kynningarnar, flottustu stiklurnar og fleira, vilja forsvarsmenn þessara fyrirtækja frekar skapa sér eigið rými þar sem kynningar þeirra fá að njóta sín. Til marks um það liggur þegar fyrir Microsoft og Ubisoft ætli að halda eigin sýningar í júní. Mánuðurinn mun þó byrja á Summer Game Fest sem er árlegur viðburður þar sem smærri fyrirtæki hafa sýnt stiklur fyrir leiki sína. Það verður þann 8. júní, samkvæmt Eurogamer. Sunnudaginn ellefta júní munu forsvarsmenn Microsoft fara yfir leiki sem væntanlegir eru á Xbox og sömuleiðis birta frekari upplýsingar og myndbönd um leikinn Starfield, sem framleiddur er af Bethesda. Hann á að koma út í september. Degi seinna, eða þann 12. júní, heldur Ubisoft svo sína kynningu þar sem búist er við því að birtar verði stiklur og upplýsingar um leiki eins og Skull and Bones, Beyond Good and Evil 2 og Princ of Persia: Sands of time endurgerðina. Fastlega er búist við því að fleiri leikjaframleiðendur eins og Sony, Nintendo og EA muni tilkynna eigin sýningar á næstunni.
Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira