Fótbolti

Chelsea í undanúrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Chelsea er á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.
Chelsea er á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Mike Hewitt/Getty Images

Chelsea er á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur gegn ríkjandi meisturum Lyon í vítaspynrukeppni í kvöld.

Heimakonur í Chelsea unnu fyrri leikinn í Frakklandi með einu marki gegn engu og Evrópumeistararnir þurftu því á viðsnúningi á útivelli að halda.

Lengi vel leit út fyrir að þær ensku myndu halda út, en Vanessa Gilles kom Lyon loks í forystu á 77. mínútu og jafnaði um leið metin í einvíginu.

Þetta reyndist eina mark venjulegs leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara.

Þar var það Sara Dabritz sem virtist ætla að verða hetja Lyon þegar hún kom liðinu í 2-0 á 110. mínútu, en Lauren James fiskaði vítaspyrnu fyrir heimakonur í uppbótartíma framlengingarinnar áður en Maren Mjelde kom Chelsea í framlengingu þegar hún skoraði af miklu öryggi af punktinum.

Bæði lið höfðu skorað úr þremur af fjórum spyrnum sínum þegar kom að lokaumferð vítaspyrnukeppninnar. Jessica Carter skoraði af miklu öryggi úr fimmtu spyrnu Chelsea áður en Ann-Katrin Berger varði spyrnu Lindsey Horan og tryggði Chelsea um leið sæti í undanúrslitum þar sem Barcelona bíður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×