Logi leggur skóna á hilluna eftir tímabilið: Ekki leiðinlegt að enda deildarkeppnina svona Andri Már Eggertsson skrifar 30. mars 2023 21:35 Allt er fertugum fært? Vísir/Hulda Margrét Njarðvík vann ótrúlegan þriggja stiga sigur á Keflavík 79-82. Logi Gunnarsson var ánægður með sigurinn og tilkynnti að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. „Þetta var rosalega gaman og það var mikilvægt fyrir okkur að ná sigri fyrir úrslitakeppnina þar sem við vorum slakir í síðasta leik. Mér fannst þetta flatt og mögulega var það sérstakt að við þurftum ekki að vinna en við ætluðum alltaf að mæta hingað og vinna,“ sagði Logi Gunnarsson eftir sigur á Keflavík. Njarðvík tapaði fyrir Val í síðustu umferð og Logi sagði að það væri mikilvægt fyrir framhaldið að vinna Keflavík sem var síðasti leikur í deildarkeppninni. „Það var ljúft að vinna leik sem við vorum ekki góðir í og það var styrkleikamerki. Við munum halda áfram að vinna í ákveðnum hlutum og það var gott að enda deildarkeppnina á alvöru naglbít gegn Keflavík.“ Logi var spenntur fyrir úrslitakeppninni þar sem Njarðvík fær Grindavík í átta liða úrslitum. „Að mæta Grindavík er annar nágrannaslagur og okkur líður best í miklum látum og stemmningu.“ Logi Gunnarsson tilkynnti að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. „Ég er búinn að vera að hugsa þetta í vetur og það er svolítið síðan í tók þessa ákvörðun. Ég mun njóta þess í botn og ætla segja þetta gott eftir tuttugu og sex tímabil. Það var ekki leiðinlegt að enda deildarkeppnina á sigri hér í Keflavík og síðan verður bara partý það sem eftir er tímabilsins.“ Dóttir Loga Gunnarssonar spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki Njarðvíkur á dögunum og Loga fannst gaman að sjá hana taka sín fyrstu skref. „Það var ljúft að vera í stúkunni og fylgjast með henni vitandi að við værum í efstu deild saman. Það hafði þó ekki áhrif á það að ég sé að hætta en þetta var gaman. Núna tekur annað við eftir tímabilið og það verður gaman að fylgjast með krökkunum í þessu,“ sagði Logi Gunnarsson að lokum sem ætlaði að njóta þess að spila síðustu leiki sína á ferlinum. UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Erna Sóley sextánda á EM Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Dagskráin: NBA, enska b-deildin, þýskt Íslendingalið og Lengjubikar kvenna Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sjá meira
„Þetta var rosalega gaman og það var mikilvægt fyrir okkur að ná sigri fyrir úrslitakeppnina þar sem við vorum slakir í síðasta leik. Mér fannst þetta flatt og mögulega var það sérstakt að við þurftum ekki að vinna en við ætluðum alltaf að mæta hingað og vinna,“ sagði Logi Gunnarsson eftir sigur á Keflavík. Njarðvík tapaði fyrir Val í síðustu umferð og Logi sagði að það væri mikilvægt fyrir framhaldið að vinna Keflavík sem var síðasti leikur í deildarkeppninni. „Það var ljúft að vinna leik sem við vorum ekki góðir í og það var styrkleikamerki. Við munum halda áfram að vinna í ákveðnum hlutum og það var gott að enda deildarkeppnina á alvöru naglbít gegn Keflavík.“ Logi var spenntur fyrir úrslitakeppninni þar sem Njarðvík fær Grindavík í átta liða úrslitum. „Að mæta Grindavík er annar nágrannaslagur og okkur líður best í miklum látum og stemmningu.“ Logi Gunnarsson tilkynnti að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. „Ég er búinn að vera að hugsa þetta í vetur og það er svolítið síðan í tók þessa ákvörðun. Ég mun njóta þess í botn og ætla segja þetta gott eftir tuttugu og sex tímabil. Það var ekki leiðinlegt að enda deildarkeppnina á sigri hér í Keflavík og síðan verður bara partý það sem eftir er tímabilsins.“ Dóttir Loga Gunnarssonar spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki Njarðvíkur á dögunum og Loga fannst gaman að sjá hana taka sín fyrstu skref. „Það var ljúft að vera í stúkunni og fylgjast með henni vitandi að við værum í efstu deild saman. Það hafði þó ekki áhrif á það að ég sé að hætta en þetta var gaman. Núna tekur annað við eftir tímabilið og það verður gaman að fylgjast með krökkunum í þessu,“ sagði Logi Gunnarsson að lokum sem ætlaði að njóta þess að spila síðustu leiki sína á ferlinum.
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Erna Sóley sextánda á EM Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Dagskráin: NBA, enska b-deildin, þýskt Íslendingalið og Lengjubikar kvenna Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sjá meira