Sárt að bera sig saman við sífellt dýrari fermingar Máni Snær Þorláksson skrifar 29. mars 2023 21:36 Birna Kristín Sigurjónsdóttir, varaformaður Pepp Ísland, var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Bylgjan Varaformaður Pepp Ísland, samtaka fólks í fátækt, segir slæmt hversu mikið fermingarveislur kosta í dag. Hún segir að dæmi séu um að veislurnar kosti hálfa milljón þrátt fyrir að fólk reyni að halda kostnaðinum í lágmarki. Birna Kristín Sigurjónsdóttir, varaformaður Pepp Ísland, segir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag frá syni konu í samtökunum sem er að ferma barnið sitt. Þar fór kostnaðurinn við veisluna upp í næstum hálfa milljón króna þrátt fyrir að reynt hafi verið að halda kostnaðinum í lágmarki. „Það var reynt að gera þetta sem ódýrast með alls konar samböndum, með sal og slíkt, kaupa mat í Bónus og svoleiðis. Þetta er samt komið hátt upp í hálfa milljón,“ segir Birna. Aðspurð um ástæðuna fyrir þessu segir Birna að bæði sé allt orðið virkilega dýrt en einnig séu viðmiðin um fermingarveislur orðin meiri. „Foreldrar vilja ekki vera eitthvað minni en aðrir foreldrar. Þannig það er kominn rosalega hár „standard“ á þessar veislur sem er náttúrulega bara hræðilegt fyrir fólk sem hefur engan veginn efni á þessu.“ Birna segir að þróunin virðist vera á þann veg að fermingar séu að verða sífellt kostnaðarsamari: „Þetta virðist vera að versna. Maður er að heyra um að það séu skemmtikraftar, einhverjir myndakassar og alls konar. Þetta er liggur við orðið eins og brúðkaup, jafnvel meira.“ Sárt að bera sig saman Ljóst er þó að það geta ekki allir foreldrar borgað himinháar fjárhæðir fyrir fermingarveislur barnanna sinna. Birna segir það vera erfitt fyrir foreldra sem hafa lítið á milli handanna að heyra samanburðinn við aðra. „Við viljum náttúrulega gefa börnunum okkar allt það besta. Þegar við síðan heyrum börnin okkar koma og segja: „Af hverju fékk þessi svona mikið meira en ég í fermingargjöf?“ Það er rosalega erfitt fyrir foreldra.“ Til að mynda sé það erfitt fyrir foreldra í fátækt að heyra af stórum fermingargjöfum sem foreldrar eru að gefa börnum sínum: „Það er rosalega sárt að bera sig saman við það.“ Reykjavík síðdegis Fermingar Fjármál heimilisins Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Birna Kristín Sigurjónsdóttir, varaformaður Pepp Ísland, segir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag frá syni konu í samtökunum sem er að ferma barnið sitt. Þar fór kostnaðurinn við veisluna upp í næstum hálfa milljón króna þrátt fyrir að reynt hafi verið að halda kostnaðinum í lágmarki. „Það var reynt að gera þetta sem ódýrast með alls konar samböndum, með sal og slíkt, kaupa mat í Bónus og svoleiðis. Þetta er samt komið hátt upp í hálfa milljón,“ segir Birna. Aðspurð um ástæðuna fyrir þessu segir Birna að bæði sé allt orðið virkilega dýrt en einnig séu viðmiðin um fermingarveislur orðin meiri. „Foreldrar vilja ekki vera eitthvað minni en aðrir foreldrar. Þannig það er kominn rosalega hár „standard“ á þessar veislur sem er náttúrulega bara hræðilegt fyrir fólk sem hefur engan veginn efni á þessu.“ Birna segir að þróunin virðist vera á þann veg að fermingar séu að verða sífellt kostnaðarsamari: „Þetta virðist vera að versna. Maður er að heyra um að það séu skemmtikraftar, einhverjir myndakassar og alls konar. Þetta er liggur við orðið eins og brúðkaup, jafnvel meira.“ Sárt að bera sig saman Ljóst er þó að það geta ekki allir foreldrar borgað himinháar fjárhæðir fyrir fermingarveislur barnanna sinna. Birna segir það vera erfitt fyrir foreldra sem hafa lítið á milli handanna að heyra samanburðinn við aðra. „Við viljum náttúrulega gefa börnunum okkar allt það besta. Þegar við síðan heyrum börnin okkar koma og segja: „Af hverju fékk þessi svona mikið meira en ég í fermingargjöf?“ Það er rosalega erfitt fyrir foreldra.“ Til að mynda sé það erfitt fyrir foreldra í fátækt að heyra af stórum fermingargjöfum sem foreldrar eru að gefa börnum sínum: „Það er rosalega sárt að bera sig saman við það.“
Reykjavík síðdegis Fermingar Fjármál heimilisins Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira