Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. mars 2023 11:54 Leiðir Watson og Sea Shepherd skildu í fyrra en Watson þóttu samtökin vera farin að vinna of náið með opinberum aðilum. epa/Albert Olive Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. Frá þessu greinir BBC í nokkuð athyglisverðri frétt, þar sem talað er um að unnið sé að undirbúningi leiðangurs til að stöðva veiðiþjófnað við Ísland. Þá er haft eftir Watson, 72 ára, að um sé að ræða fjögurra mánaða aðgerð þar sem þess verður freistað að koma í veg fyrir glæpsamlegar veiðar en ekki standa í vegi lögmætra fyrirtækja. Ekki liggur fyrir um hvað Watson er að tala þar sem einu hvalveiðarnar sem stundaðar eru við Ísland fara fram í samræmi við íslenska löggjöf. Unnið er að viðgerðum á John Paul Dejoria í hafnarborginni Hull. Til stendur að leggja úr höfn og sigla hingað til lands snemma í apríl, þar sem Watson segir áhöfnina munu gera „allt mögulegt“ til að koma í veg fyrir ólöglegar veiðar. Segir hann meðal annars standa til að þvælast fyrir hvalveiðiskipum og þá er haft eftir leiðangursstjóranum Locky Maclean að áhöfn skipsins muni ganga svo langt að leggja sig í hættu til að koma í veg fyrir að skotið sé á hvalina. Markmiðið sé að binda enda á hvalveiðar Íslendinga. Haft er eftir Maclean að Ísland hafi sagt sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu árið 1992 en ekki minnst á það að Ísland gekk aftur í ráðið árið 2002. Hvalveiðar Bretland Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Frá þessu greinir BBC í nokkuð athyglisverðri frétt, þar sem talað er um að unnið sé að undirbúningi leiðangurs til að stöðva veiðiþjófnað við Ísland. Þá er haft eftir Watson, 72 ára, að um sé að ræða fjögurra mánaða aðgerð þar sem þess verður freistað að koma í veg fyrir glæpsamlegar veiðar en ekki standa í vegi lögmætra fyrirtækja. Ekki liggur fyrir um hvað Watson er að tala þar sem einu hvalveiðarnar sem stundaðar eru við Ísland fara fram í samræmi við íslenska löggjöf. Unnið er að viðgerðum á John Paul Dejoria í hafnarborginni Hull. Til stendur að leggja úr höfn og sigla hingað til lands snemma í apríl, þar sem Watson segir áhöfnina munu gera „allt mögulegt“ til að koma í veg fyrir ólöglegar veiðar. Segir hann meðal annars standa til að þvælast fyrir hvalveiðiskipum og þá er haft eftir leiðangursstjóranum Locky Maclean að áhöfn skipsins muni ganga svo langt að leggja sig í hættu til að koma í veg fyrir að skotið sé á hvalina. Markmiðið sé að binda enda á hvalveiðar Íslendinga. Haft er eftir Maclean að Ísland hafi sagt sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu árið 1992 en ekki minnst á það að Ísland gekk aftur í ráðið árið 2002.
Hvalveiðar Bretland Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira