Fótbolti

María missir af HM: „Þetta kramdi í mér hjartað“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
María Þórisdóttir er komin á meiðslalistann og verður þar næstu mánuðina.
María Þórisdóttir er komin á meiðslalistann og verður þar næstu mánuðina. getty/Marcio Machado

Norska landsliðskonan María Þórisdóttir missir af heimsmeistaramótinu í sumar vegna meiðsla.

María staðfesti þetta í skilaboðum til Jærbladet. „Þetta kramdi í mér hjartað en ég hef verið slegin svo oft niður að ég mun rísa upp og berjast einu sinni enn,“ skrifaði María.

Þetta þýðir líka að María leikur ekki meira með Manchester United á tímabilinu. Liðið er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn.

María, sem verður þrítug í sumar, hefur leikið 66 leiki fyrir norska landsliðið og skorað þrjú mörk.

Hún lék með Noregi á HM 2015 og 2019 og EM 2017 og 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×