Erfitt að vinna Þjóðverja í þýskum leik Bjarki Sigurðsson skrifar 28. mars 2023 07:01 James Einar Becker er Tork gaur. Vísir/James Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í þriðja þætti annarrar þáttaraðar er Mazda CX60 tekinn fyrir. James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Mazda er japanskur bílaframleiðandi en með CX60 bílnum er reynt að keppa á markaði sem samanstendur af bílum frá BMW, Mercedes Benz og Audi en allt eru það þýskir bílaframleiðendur. James segir það vera erfitt fyrir Mazda að reyna að taka fram úr þeim. Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan, en sjá má fyrri þætti hér. Klippa: Tork gaur - Mazda CX60 „Þið sjáið þetta ljósa fína leður á sætunum, svo er efni á mælaborðinu sem minnir mig helst á einhverjar steinþvegnar gallabuxur. Mér finnst Mazda vera búið að standa sig óaðfinnanlega vel þegar kemur að því að negla smáatriðin í innréttingunni,“ segir James um bílinn. Bíllinn er með 323 hestöfl, fjögurra sílendra bensínvél og rafhlöður en bíllinn er hybrid. Hann er 5,4 sekúndur frá núll upp í hundrað kílómetra hraða, sem að sögn James er ekki eitthvað sem endilega margir munu prófa í bíl sem er einna helst fjölskyldubíll. Tork gaur Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent
James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Mazda er japanskur bílaframleiðandi en með CX60 bílnum er reynt að keppa á markaði sem samanstendur af bílum frá BMW, Mercedes Benz og Audi en allt eru það þýskir bílaframleiðendur. James segir það vera erfitt fyrir Mazda að reyna að taka fram úr þeim. Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan, en sjá má fyrri þætti hér. Klippa: Tork gaur - Mazda CX60 „Þið sjáið þetta ljósa fína leður á sætunum, svo er efni á mælaborðinu sem minnir mig helst á einhverjar steinþvegnar gallabuxur. Mér finnst Mazda vera búið að standa sig óaðfinnanlega vel þegar kemur að því að negla smáatriðin í innréttingunni,“ segir James um bílinn. Bíllinn er með 323 hestöfl, fjögurra sílendra bensínvél og rafhlöður en bíllinn er hybrid. Hann er 5,4 sekúndur frá núll upp í hundrað kílómetra hraða, sem að sögn James er ekki eitthvað sem endilega margir munu prófa í bíl sem er einna helst fjölskyldubíll.
Tork gaur Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent