Ísland er án stiga í riðlinum eftir 3-0 tap fyrir Bosníu ytra á fimmtudagskvöld. Liechtenstein er sömuleiðis stigalaust eftir 4-0 tap fyrir Portúgal.
Líkt og búist var við kemur Aron Einar Gunnarsson inn í lið í dag og ber fyrirliðabandið eftir að hafa verið í banni gegn Bosníu á fimmtudaginn var. Daníel Leó Grétarsson víkur.
Stefán Teitur Þórðarson kemur þá einnig inn í byrjunarliðið í stað Arnórs Ingva Traustasonar og verður djúpur á miðjunni.
Byrjunarlið Íslands
Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson
Hægri bakvörður: Guðlaugur Victor Pálsson
Miðvörður: Aron Einar Gunnarsson
Miðvörður: Hörður Björgvin Magnússon
Vinstri bakvörður: Davíð Kristján Ólafsson
Miðjumaður: Stefán Teitur Þórðarson
Miðjumaður: Jóhann Berg Guðmundsson
Miðjumaður: Hákon Arnar Haraldsson
Hægri kantmaður: Arnór Sigurðsson
Vinstri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson
Framherji: Alfreð Finnbogason