KA verði að losa sig við Jónatan ef liðið ætlar ekki að falla Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. mars 2023 07:00 Gengi KA í Olís-deild karla hefur vægast sagt ekki verið upp á marga fiska eftir að Jónatan Magnússon tilkynnti að hann muni hætta með liðið að tímabilinu loknu. Vísir/Hulda Margrét Eftir afar slæmt gengi á árinu eru KA-ingar í bullandi fallbaráttu fyrir lokasprettinn í Olís-deild karla í handbolta. KA og fráfarandi þjálfari liðsins, Jónatan Magnússon, voru til umræðu í seinasta hlaðvarpsþætti Handkastsins. Síðan nýja árið gekk í garð hefur KA unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað sjö leikjum. Liðið situr nú í tíunda sæti Olís-deildarinnar með ellefu stig þegar þrjár umferðir eru eftir, aðeins einu stigi fyrir ofan ÍR sem situr í fallsæti. Jónatan Magnússon, núverandi þjálfari KA, er á leið frá félaginu og mun taka við Skövde í sænsku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil. „Þeir eru bara í tómri þvælu“ „Ég talaði um það bæði snemma á tímabilinu og svo endurtók ég þessa ræðu fyrir ekkert allt of mörgum vikum síðan að ég hafði séð þetta tímabil þannig hjá KA að þeir hafi ákveðið að - þó þeir séu með stóra prófíla sem halda sinni stöðu - þá hafi þeir ákveðið að blóðga unga stráka,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, Teddi Ponza, í þættinum. „Þeir hafi þá bara hugsað það þannig að þeir hafi ætlað að reyna að vera í þessari baráttu um að komast í úrslitakeppnina, ef ekki þá er það bara þannig, en þessir ungu strákar eru allavega að fá bullandi séns.“ „Ég var auðvitað svolítið að giska í eyðurnar með þessari ræðu minni á sínum tíma en ég hugsa að þetta hafi verið nokkurn veginn svona. En djöfull hafa þeir mislesið stöðuna.“ „Þeir eru bara í tómri þvælu og eru að vakna upp við svo vondan draum núna. Þeir eru búnir að vera gjörsamlega fljóta sofandi að feigðarósi smátt og smátt á þessu tímabili. Og verandi með þennan hóp og vera í þeirri stöðu að þegar það eru þrjár umferðir eftir að vera bara í bullandi fallbaráttu gegn þessu ÍR liði. Þetta er bara skandall.“ Stjórn KA eigi að rífa í gikkinn Þeir Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, og Teddi færðu sig svo yfir í umræðu um þjálfara liðsins, Jónatan Magnússon. Arnar rifjaði upp viðtal sem hann tók við Jónatan fyrr í vetur og spurði kollega sinn svo að því hvort stjórn KA væri að sofa á verðinum með það að segja þjálfaranum upp. „Það bara liggur í augum uppi,“ sagði Teddi. „Ég meina, þú varst að fara yfir þetta núna áðan og þetta er einn sigur á móti Herði í síðustu níu leikjum.“ Arnar benti svo á að KA mætir FH, Fram og Gróttu í síðustu þrem umferðum deildarkeppninnar og spurði að því hversu mörg stig Teddi sæi fyrir sér að liðið myndi taka úr þessum þremur leikjum með Jónatan í brúnni. „Núll,“ sagði Teddi einfaldlega. „Ég myndi segja það að örlög KA eru bara í höndum ÍR eins og staðan er núna. Þeir fá ekki fleiri stig.“ „Ef að það er þeim hjartansmál að halda sér í deildinni þá myndi ég líklega gera það,“ sagði Teddi svo þegar hann var aftur spurður út í það hvort KA ætti að láta Jónatan fara. Nýjasta þátt Handkastsins má heyra í spilaranum hér fyrir ofan, en umræðan um KA og Jónatan hefst eftir um það bil 28 mínútur. Olís-deild karla KA Handkastið Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Síðan nýja árið gekk í garð hefur KA unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað sjö leikjum. Liðið situr nú í tíunda sæti Olís-deildarinnar með ellefu stig þegar þrjár umferðir eru eftir, aðeins einu stigi fyrir ofan ÍR sem situr í fallsæti. Jónatan Magnússon, núverandi þjálfari KA, er á leið frá félaginu og mun taka við Skövde í sænsku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil. „Þeir eru bara í tómri þvælu“ „Ég talaði um það bæði snemma á tímabilinu og svo endurtók ég þessa ræðu fyrir ekkert allt of mörgum vikum síðan að ég hafði séð þetta tímabil þannig hjá KA að þeir hafi ákveðið að - þó þeir séu með stóra prófíla sem halda sinni stöðu - þá hafi þeir ákveðið að blóðga unga stráka,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, Teddi Ponza, í þættinum. „Þeir hafi þá bara hugsað það þannig að þeir hafi ætlað að reyna að vera í þessari baráttu um að komast í úrslitakeppnina, ef ekki þá er það bara þannig, en þessir ungu strákar eru allavega að fá bullandi séns.“ „Ég var auðvitað svolítið að giska í eyðurnar með þessari ræðu minni á sínum tíma en ég hugsa að þetta hafi verið nokkurn veginn svona. En djöfull hafa þeir mislesið stöðuna.“ „Þeir eru bara í tómri þvælu og eru að vakna upp við svo vondan draum núna. Þeir eru búnir að vera gjörsamlega fljóta sofandi að feigðarósi smátt og smátt á þessu tímabili. Og verandi með þennan hóp og vera í þeirri stöðu að þegar það eru þrjár umferðir eftir að vera bara í bullandi fallbaráttu gegn þessu ÍR liði. Þetta er bara skandall.“ Stjórn KA eigi að rífa í gikkinn Þeir Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, og Teddi færðu sig svo yfir í umræðu um þjálfara liðsins, Jónatan Magnússon. Arnar rifjaði upp viðtal sem hann tók við Jónatan fyrr í vetur og spurði kollega sinn svo að því hvort stjórn KA væri að sofa á verðinum með það að segja þjálfaranum upp. „Það bara liggur í augum uppi,“ sagði Teddi. „Ég meina, þú varst að fara yfir þetta núna áðan og þetta er einn sigur á móti Herði í síðustu níu leikjum.“ Arnar benti svo á að KA mætir FH, Fram og Gróttu í síðustu þrem umferðum deildarkeppninnar og spurði að því hversu mörg stig Teddi sæi fyrir sér að liðið myndi taka úr þessum þremur leikjum með Jónatan í brúnni. „Núll,“ sagði Teddi einfaldlega. „Ég myndi segja það að örlög KA eru bara í höndum ÍR eins og staðan er núna. Þeir fá ekki fleiri stig.“ „Ef að það er þeim hjartansmál að halda sér í deildinni þá myndi ég líklega gera það,“ sagði Teddi svo þegar hann var aftur spurður út í það hvort KA ætti að láta Jónatan fara. Nýjasta þátt Handkastsins má heyra í spilaranum hér fyrir ofan, en umræðan um KA og Jónatan hefst eftir um það bil 28 mínútur.
Olís-deild karla KA Handkastið Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti