Taldi ráðgjafa KSÍ vilja slá ryki í augu fólks: „Alls ekki góð hugmynd að fara í Kastljós“ Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2023 11:16 Ómar Smárason hefur lengi starfað sem fjölmiðlafulltrúi hjá KSÍ og var afar ósáttur með hvernig tekist var á við krísuna haustið 2021. VÍSIR/VILHELM Samskiptastjóri KSÍ ákvað að víkja sæti úr krísustjórnunarteymi sambandsins vegna óánægju sinnar með það hvernig tekist var á við það þegar upp komst um ásakanir á hendur landsliðsmönnum um kynferðislegt ofbeldi. Framkvæmdastjóri KSÍ segir sambandið hafa markvisst reynt að forðast fréttir í kjölfar málsins. Þetta kemur fram í BA-ritgerð blaðamannsins Jóhanns Inga Hafþórssonar sem fjallar um verkferla KSÍ þegar kemur að tilkynningum um kynferðisbrot. Ómar Smárason hefur sem samskiptastjóri KSÍ verið í krísustjórnunarteymi sambandsins ásamt formanni og framkvæmdastjóra. Hann var hins vegar ósáttur við það hvernig tekist var á við krísuna sem myndaðist haustið 2021, sem leiddi til afsagnar þáverandi formanns Guðna Bergssonar og í kjölfarið stjórnar KSÍ. Guðni hafði í viðtali á RÚV haldið því fram að KSÍ hefði ekki borist nein tilkynning um kynferðisbrot landsliðsmanna en í ljós kom að það var alls ekki rétt. Ómar var ekki ánægður með ráðgjafafyrirtækið sem hann segir Guðna hafa treyst á - segir að í krísustjórnun sé reglan að segja sannleikann eða ekki neitt - og Ómar dró sig út úr krísustjórnunarteyminu. „Á einu bretti sem allir fóru að sparka í okkur“ „Þau voru að reyna að eyða einhverri umræðu sem var ekkert að fara að hverfa,“ segir Ómar í ritgerðinni. „Aftur vildi ég stíga fram og segja nákvæmlega þetta, hvaða reglur gilda. Það voru mín ráð allan tímann. Þegar ráðgjafarnir koma inn, er önnur ákvörðun tekin. Það var alls ekki góð hugmynd að fara í Kastljósviðtal, því við vorum alveg meðvituð um hver afstaða RÚV gagnvart KSÍ væri, hún var mjög neikvæð. Við fundum það í öllum samtölum okkar við fréttamenn RÚV. Við vissum hvaða agenda RÚV var að keyra og því var ekki skynsamlegt að fara í þetta viðtal,“ segir Ómar og bætir við að KSÍ hafi hvergi fengið neinn stuðning þegar stormurinn gekk yfir haustið 2021. Öfgar ásamt Bleika fílnum stóðu meðal annars fyrir mótmælum fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ á Laugardalsvelli haustið 2021, þegar ásakanir um kynferðisbrot landsliðsmanna komust í hámæli.VÍSIR/VILHELM „Það var á einu bretti sem allir fóru að sparka í okkur. Enginn stóð með okkur, ekki einn einasti maður. Það sem var svo sárt við það, var hversu einhliða fréttaflutningur þetta var. Það var enginn að spyrja hvort það væri einhver önnur hlið á þessu. Það stukku bara allir á vagninn. Meira að segja þekktir fjölmiðlamenn á Twitter. Gísli Marteinn til dæmis og Þórður á Kjarnanum. Þeir fullyrtu alls konar hluti. Af hverju spyrja þeir ekki? Þetta eru fjölmiðlamenn. Spyrjið þið, ekki bara vaða í einhliða umfjöllun.“ Búa til þoku í stað þess að segja hlutina eins og þeir eru Alla jafna er krísustjórnunarteymi KSÍ skipað formanni, framkvæmdastjóra og samskiptastjóra, að viðbættum öðrum starfsmönnum ef við á. Haustið 2021 segir Ómar að leitað hafi verið til sérhæfðs fyrirtækis með misheppnuðum árangri. Honum hafi þótt fyrirtækið reyna að slá ryki í augu fólks: „Það sem við gerðum, vegna þess að við höfum aldrei þurft að díla við krísu af þessari stærðargráðu né um þetta umfangsefni, fengum við til okkar fyrirtæki sem hefur reynslu af krísustjórnun og öðrum verkefnum. Við fengum til okkar sérfræðinga til að hjálpa okkur. Þeir gáfu okkur sín ráð. Ég var áfram í þessu teymi og gaf mín ráð. Ég fékk það á tilfinninguna í þessari ráðgjöf frá þessu fyrirtæki að þau væru að reyna að búa til einhverja þoku og slá ryk í augun á fólki í staðinn fyrir að segja hlutina eins og þeir eru og leyfa fólki að hafa skoðun á því. Sem er að mínu mati miklu betra að gera, alltaf. Þannig upplifði ég þetta og á endanum varð þetta til þess að ég sagði mér frá þessu teymi, steig út úr því. Eftir sátu þá ráðgjafarnir og þáverandi formaður. Mín ráð og ráðgjafateymisins voru allt önnur og þeirra ráð komu mér verulega á óvart, ef ég er alveg hreinskilinn. En þarna fengum við sérfræðinga inn, sem auðvitað vita betur og þegar maður ræður sérfræðinga inn á maður að hlusta á þá og fylgja ráðum þeirra eftir bestu getu. Eftir á að hyggja voru það mistök. Við hefðum ekki átt að gera það. Ég hafði gefið mín ráð, það var ekki hlustað á þau eða farið eftir þeim í neinum tilfellum. Ég ákvað því að mínum tíma væri betur varið fyrir utan teymið.“ Í ritgerðinni segir Ómar það af og frá að kynferðisbrot sé stærra vandamál í knattspyrnuheiminum en annars staðar. „Hversu stórt vandamál var þetta? Ég er ekki viss. Ég held knattspyrnuhreyfingin sé ekkert öðruvísi en skólakerfið eða tónlistarheimurinn. Það er sama hlutfall af fávitum alls staðar. Ofbeldi er ekkert sérstakt vandamál í fótbolta, það er ekki þannig.“ Klara Bjartmarz fór í leyfi vegna þess em á gekk haustið 2021 en sneri svo aftur til starfa sem framkvæmdastjóri KSÍ.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Reyndu markvisst að fækka fréttum um KSÍ Framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz fór í leyfi á meðan á krísuástandinu stóð en sneri svo aftur til starfa og er enn framkvæmdastjóri KSÍ. Í ritgerðinni greinir hún frá því að KSÍ hafi markvisst unnið í því að hafa færri fréttir um sambandið í fjölmiðlum. Stjórn KSÍ samþykkti í maí á síðasta ári viðbragðsáætlun vegna meintra alvarlegra brota leikmanna og annars starfsfólks sambandsins. Í henni felst að mál leikmanns eða starfsmanns á borði ákæruvalds eða samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, þá stígi hann til hliðar á meðan. „Í dag myndum við vísa þessu í okkar verklag og vísa þessu til samskiptaráðgjafa. Málin stoppa ekkert hér, þau fara lóðbeint niður í Skipholtið til hennar,“ segir Klara. Klara segir í ritgerðinni að orðspor KSÍ hafi lagast frá árinu 2021 og að unnið sé í því að halda jákvæðum dæmum á lofti um starfsemi KSÍ. Þau dæmi séu þó ekki endilega jákvæð í augum íþróttafréttamanna. Klara segir einnig að unnið hafi verið í því að hafa færri fréttir um sambandið í fjölmiðlum eftir að stormurinn geysaði haustið 2021. „Markvisst síðasta haust [viðtalið var tekið haustið 2022] vorum við að reyna að fækka fréttum um okkur. Reynum að vera ekki í fréttum, sögðum við. Við reynum að gefa færri færi á fyrirsögnum.“ Segja alla horfa til KSÍ en ÍSÍ taki ekki forystu Þá gagnrýna Ómar og Klara Íþrótta- og ólympíusamband Íslands fyrir forystuleysi: „Við erum ein í þessu. Allir fylgja okkur og elta okkur. Við erum að átta okkur á því að við erum leiðtogar í íslenskri íþróttahreyfingu, það er ekki ÍSÍ. Það eru allir að horfa á KSÍ. Það eru hlutir sem við erum að takast á við, en við þurfum kannski aðeins meira af fólki til að ráða við það,“ segir Ómar. Ritgerðina má lesa í heild sinni hér. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Sjá meira
Þetta kemur fram í BA-ritgerð blaðamannsins Jóhanns Inga Hafþórssonar sem fjallar um verkferla KSÍ þegar kemur að tilkynningum um kynferðisbrot. Ómar Smárason hefur sem samskiptastjóri KSÍ verið í krísustjórnunarteymi sambandsins ásamt formanni og framkvæmdastjóra. Hann var hins vegar ósáttur við það hvernig tekist var á við krísuna sem myndaðist haustið 2021, sem leiddi til afsagnar þáverandi formanns Guðna Bergssonar og í kjölfarið stjórnar KSÍ. Guðni hafði í viðtali á RÚV haldið því fram að KSÍ hefði ekki borist nein tilkynning um kynferðisbrot landsliðsmanna en í ljós kom að það var alls ekki rétt. Ómar var ekki ánægður með ráðgjafafyrirtækið sem hann segir Guðna hafa treyst á - segir að í krísustjórnun sé reglan að segja sannleikann eða ekki neitt - og Ómar dró sig út úr krísustjórnunarteyminu. „Á einu bretti sem allir fóru að sparka í okkur“ „Þau voru að reyna að eyða einhverri umræðu sem var ekkert að fara að hverfa,“ segir Ómar í ritgerðinni. „Aftur vildi ég stíga fram og segja nákvæmlega þetta, hvaða reglur gilda. Það voru mín ráð allan tímann. Þegar ráðgjafarnir koma inn, er önnur ákvörðun tekin. Það var alls ekki góð hugmynd að fara í Kastljósviðtal, því við vorum alveg meðvituð um hver afstaða RÚV gagnvart KSÍ væri, hún var mjög neikvæð. Við fundum það í öllum samtölum okkar við fréttamenn RÚV. Við vissum hvaða agenda RÚV var að keyra og því var ekki skynsamlegt að fara í þetta viðtal,“ segir Ómar og bætir við að KSÍ hafi hvergi fengið neinn stuðning þegar stormurinn gekk yfir haustið 2021. Öfgar ásamt Bleika fílnum stóðu meðal annars fyrir mótmælum fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ á Laugardalsvelli haustið 2021, þegar ásakanir um kynferðisbrot landsliðsmanna komust í hámæli.VÍSIR/VILHELM „Það var á einu bretti sem allir fóru að sparka í okkur. Enginn stóð með okkur, ekki einn einasti maður. Það sem var svo sárt við það, var hversu einhliða fréttaflutningur þetta var. Það var enginn að spyrja hvort það væri einhver önnur hlið á þessu. Það stukku bara allir á vagninn. Meira að segja þekktir fjölmiðlamenn á Twitter. Gísli Marteinn til dæmis og Þórður á Kjarnanum. Þeir fullyrtu alls konar hluti. Af hverju spyrja þeir ekki? Þetta eru fjölmiðlamenn. Spyrjið þið, ekki bara vaða í einhliða umfjöllun.“ Búa til þoku í stað þess að segja hlutina eins og þeir eru Alla jafna er krísustjórnunarteymi KSÍ skipað formanni, framkvæmdastjóra og samskiptastjóra, að viðbættum öðrum starfsmönnum ef við á. Haustið 2021 segir Ómar að leitað hafi verið til sérhæfðs fyrirtækis með misheppnuðum árangri. Honum hafi þótt fyrirtækið reyna að slá ryki í augu fólks: „Það sem við gerðum, vegna þess að við höfum aldrei þurft að díla við krísu af þessari stærðargráðu né um þetta umfangsefni, fengum við til okkar fyrirtæki sem hefur reynslu af krísustjórnun og öðrum verkefnum. Við fengum til okkar sérfræðinga til að hjálpa okkur. Þeir gáfu okkur sín ráð. Ég var áfram í þessu teymi og gaf mín ráð. Ég fékk það á tilfinninguna í þessari ráðgjöf frá þessu fyrirtæki að þau væru að reyna að búa til einhverja þoku og slá ryk í augun á fólki í staðinn fyrir að segja hlutina eins og þeir eru og leyfa fólki að hafa skoðun á því. Sem er að mínu mati miklu betra að gera, alltaf. Þannig upplifði ég þetta og á endanum varð þetta til þess að ég sagði mér frá þessu teymi, steig út úr því. Eftir sátu þá ráðgjafarnir og þáverandi formaður. Mín ráð og ráðgjafateymisins voru allt önnur og þeirra ráð komu mér verulega á óvart, ef ég er alveg hreinskilinn. En þarna fengum við sérfræðinga inn, sem auðvitað vita betur og þegar maður ræður sérfræðinga inn á maður að hlusta á þá og fylgja ráðum þeirra eftir bestu getu. Eftir á að hyggja voru það mistök. Við hefðum ekki átt að gera það. Ég hafði gefið mín ráð, það var ekki hlustað á þau eða farið eftir þeim í neinum tilfellum. Ég ákvað því að mínum tíma væri betur varið fyrir utan teymið.“ Í ritgerðinni segir Ómar það af og frá að kynferðisbrot sé stærra vandamál í knattspyrnuheiminum en annars staðar. „Hversu stórt vandamál var þetta? Ég er ekki viss. Ég held knattspyrnuhreyfingin sé ekkert öðruvísi en skólakerfið eða tónlistarheimurinn. Það er sama hlutfall af fávitum alls staðar. Ofbeldi er ekkert sérstakt vandamál í fótbolta, það er ekki þannig.“ Klara Bjartmarz fór í leyfi vegna þess em á gekk haustið 2021 en sneri svo aftur til starfa sem framkvæmdastjóri KSÍ.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Reyndu markvisst að fækka fréttum um KSÍ Framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz fór í leyfi á meðan á krísuástandinu stóð en sneri svo aftur til starfa og er enn framkvæmdastjóri KSÍ. Í ritgerðinni greinir hún frá því að KSÍ hafi markvisst unnið í því að hafa færri fréttir um sambandið í fjölmiðlum. Stjórn KSÍ samþykkti í maí á síðasta ári viðbragðsáætlun vegna meintra alvarlegra brota leikmanna og annars starfsfólks sambandsins. Í henni felst að mál leikmanns eða starfsmanns á borði ákæruvalds eða samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, þá stígi hann til hliðar á meðan. „Í dag myndum við vísa þessu í okkar verklag og vísa þessu til samskiptaráðgjafa. Málin stoppa ekkert hér, þau fara lóðbeint niður í Skipholtið til hennar,“ segir Klara. Klara segir í ritgerðinni að orðspor KSÍ hafi lagast frá árinu 2021 og að unnið sé í því að halda jákvæðum dæmum á lofti um starfsemi KSÍ. Þau dæmi séu þó ekki endilega jákvæð í augum íþróttafréttamanna. Klara segir einnig að unnið hafi verið í því að hafa færri fréttir um sambandið í fjölmiðlum eftir að stormurinn geysaði haustið 2021. „Markvisst síðasta haust [viðtalið var tekið haustið 2022] vorum við að reyna að fækka fréttum um okkur. Reynum að vera ekki í fréttum, sögðum við. Við reynum að gefa færri færi á fyrirsögnum.“ Segja alla horfa til KSÍ en ÍSÍ taki ekki forystu Þá gagnrýna Ómar og Klara Íþrótta- og ólympíusamband Íslands fyrir forystuleysi: „Við erum ein í þessu. Allir fylgja okkur og elta okkur. Við erum að átta okkur á því að við erum leiðtogar í íslenskri íþróttahreyfingu, það er ekki ÍSÍ. Það eru allir að horfa á KSÍ. Það eru hlutir sem við erum að takast á við, en við þurfum kannski aðeins meira af fólki til að ráða við það,“ segir Ómar. Ritgerðina má lesa í heild sinni hér.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn