Ásgeir Örn: Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 23. mars 2023 23:03 Ásgeir Örn Hallgrímsson ræddi við liðið sitt í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ásgeir Örn Hallgrímsson var virkilega ósáttur þegar liðið tapaði með einu marki á móti Gróttu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar áttu erfitt uppdráttar allan leikinn en vafasamur dómur á loka mínútunni gerði útslagið. „Þetta var lélegur leikur hjá okkur. Við mætum ekki til leiks og erum ofboðslega lengi í gang. Við náum samt upp mjög góðum seinni hálfleik sem er okkar getu stig. Ef við hefðum mætt til leiks þá hefðum við unnið þetta.“ Haukar mættu ekki í fyrri hálfleikinn. Þeir spiluðu ragan sóknarleik og óagaðan varnarleik og voru fimm mörkum undir í hálfleik „Þetta var skelfilegt. Menn voru að hugsa um eitthvað annað og ætluðu að gera eitthvað annað, því fór sem fór.“ Það var allt annað að sjá Hauka í seinni hálfleik þar sem þeir þéttu varnarleikinn og skoraði Grótta ekki fyrstu tíu mínúturnar, einnig komst taktur á varnarleikinn. „Við breytum um varnarleik, við förum aðeins framar og erum miklu þéttar. Við mættum til leiks og vorum klárir þá. Við náðum þessu þá upp tiltölulega fljótt.“ Í lokasókn Hauka skoraði Stefán Rafn Sigurmannsson mark og kom Haukum yfir. Dómararnir voru ekki sammála og annar dæmdi línu á meðan hinn dæmdi miðju. Grótta skoraði og eftir fund við dómaraborðið var komist að þeirri niðurstöðu að mark Gróttu skyldi standa en mark Hauka dæmt af. Ásgeir var virkilega ósáttur með niðurstöðuna. „Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá. Þeir voru búnir að dæma leikinn fínt í 58 mínútur svo dæmir hann línu sem ég sé ekki. Ég skil ekki afhverju það er verið að dæma miðju þegar að það er búið að vera dæma línu hérna megin. Auðvitað fipast okkar leikmenn við það og þeir koma hérna upp og skora. Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá.“ Olís-deild karla Haukar Grótta Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjá meira
„Þetta var lélegur leikur hjá okkur. Við mætum ekki til leiks og erum ofboðslega lengi í gang. Við náum samt upp mjög góðum seinni hálfleik sem er okkar getu stig. Ef við hefðum mætt til leiks þá hefðum við unnið þetta.“ Haukar mættu ekki í fyrri hálfleikinn. Þeir spiluðu ragan sóknarleik og óagaðan varnarleik og voru fimm mörkum undir í hálfleik „Þetta var skelfilegt. Menn voru að hugsa um eitthvað annað og ætluðu að gera eitthvað annað, því fór sem fór.“ Það var allt annað að sjá Hauka í seinni hálfleik þar sem þeir þéttu varnarleikinn og skoraði Grótta ekki fyrstu tíu mínúturnar, einnig komst taktur á varnarleikinn. „Við breytum um varnarleik, við förum aðeins framar og erum miklu þéttar. Við mættum til leiks og vorum klárir þá. Við náðum þessu þá upp tiltölulega fljótt.“ Í lokasókn Hauka skoraði Stefán Rafn Sigurmannsson mark og kom Haukum yfir. Dómararnir voru ekki sammála og annar dæmdi línu á meðan hinn dæmdi miðju. Grótta skoraði og eftir fund við dómaraborðið var komist að þeirri niðurstöðu að mark Gróttu skyldi standa en mark Hauka dæmt af. Ásgeir var virkilega ósáttur með niðurstöðuna. „Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá. Þeir voru búnir að dæma leikinn fínt í 58 mínútur svo dæmir hann línu sem ég sé ekki. Ég skil ekki afhverju það er verið að dæma miðju þegar að það er búið að vera dæma línu hérna megin. Auðvitað fipast okkar leikmenn við það og þeir koma hérna upp og skora. Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá.“
Olís-deild karla Haukar Grótta Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjá meira