„Ekkert nýtt og engin geimvísindi“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2023 22:37 Arnór Ingvi Traustason í baráttunni í Bosníu í kvöld þar sem Ísland varð að sætta sig við 3-0 tap. EPA-EFE/FEHIM DEMIR Arnór Ingvi Traustason sagði engin geimvísindi fólgin í því fyrir sig að spila í nýju hlutverki í landsliðinu sem aftasti miðjumaður, í 3-0 tapinu gegn Bosníu í kvöld. Hann segir enga taugaveiklun í liðinu vegna úrslitanna. „Við vorum bara ekki nægilega góðir. Ekki nægilega þéttir. Það gekk nánast ekkert upp. Þeir leyfðu okkur að hafa boltann og biðu eftir að við gerðum okkar mistök. Við áttum að loka á skotið í þriðja markinu en þeir nýttu færin sín tvö í fyrri hálfleik vel,“ sagði Arnór Ingvi í viðtali við Vísi strax eftir leik. „Við byrjuðum þetta ekki nægilega vel. En það er ekkert panik. Þetta er rétt að byrja og þetta er fyrsti leikur. Það er nóg eftir. Þar liggur okkar fókus,“ sagði Arnór. Aðspurður hvort eitthvað óöryggi hefði verið í vörninni, án sterkra manna á borð við Aron Einar Gunnarsson og Sverri Inga Ingason, svaraði Arnór: „Nei, alls ekki. Við vorum bara ekki nægilega þéttir. Það fór einhvern veginn allt í gegnum okkur, sem við viljum alls ekki. Þeir bara refsuðu okkur.“ Spurður út í stöðu sína sem aftasti miðjumaður svaraði Arnór, sem nær alltaf hefur leikið framar á vellinum í íslenska liðinu: „Ég var alveg klár. Það er bara undir mér komið að taka þessa stöðu. Ég hef spilað hana aðeins með Norrköping, þar sem við spilum með tvær sexur en ekki eina sexu. Þetta er ekkert nýtt og engin geimvísindi.“ Arnór sagði að nú færi íslenska liðið upp á hótel, jafnaði sig og færi yfir leikinn, og myndi svo vinna Liechtenstein á sunnudaginn. Hann vildi ekki gera of mikið úr þýðingu leiksins í kvöld þó að ljóst sé að baráttan um að komast upp úr riðlinum verði sennilega við Bosníu. „Það er hægt að hugsa þetta sem úrslitaleik og eitthvað en þetta er bara einn leikur, fyrsti leikur í riðlinum, og það er nóg eftir. Ekkert panik.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Kallað eftir höfði Arnars á Twitter: „Gerðu öllum greiða og segðu af þér“ Skoðanir Íslendinga á Twitter voru á einn veg eftir og á meðan á leik Íslands og Bosníu stóð í undankeppni EM karla í fótbolta í kvöld. Kallað var ákaft eftir því að Arnar Þór Viðarsson hætti sem þjálfari íslenska liðsins. 23. mars 2023 22:15 Umfjöllun: Bosnía - Ísland 3-0 | Ný undankeppni en sömu vandamálin Ísland byrjaði undankeppni EM 2024 á 3-0 tapi gegn Bosníu á Bilino Polje-vellinum. Varnarleikur Íslands var hreinasta hörmung sem skilaði Bosníu þremur mörkum. 23. mars 2023 21:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
„Við vorum bara ekki nægilega góðir. Ekki nægilega þéttir. Það gekk nánast ekkert upp. Þeir leyfðu okkur að hafa boltann og biðu eftir að við gerðum okkar mistök. Við áttum að loka á skotið í þriðja markinu en þeir nýttu færin sín tvö í fyrri hálfleik vel,“ sagði Arnór Ingvi í viðtali við Vísi strax eftir leik. „Við byrjuðum þetta ekki nægilega vel. En það er ekkert panik. Þetta er rétt að byrja og þetta er fyrsti leikur. Það er nóg eftir. Þar liggur okkar fókus,“ sagði Arnór. Aðspurður hvort eitthvað óöryggi hefði verið í vörninni, án sterkra manna á borð við Aron Einar Gunnarsson og Sverri Inga Ingason, svaraði Arnór: „Nei, alls ekki. Við vorum bara ekki nægilega þéttir. Það fór einhvern veginn allt í gegnum okkur, sem við viljum alls ekki. Þeir bara refsuðu okkur.“ Spurður út í stöðu sína sem aftasti miðjumaður svaraði Arnór, sem nær alltaf hefur leikið framar á vellinum í íslenska liðinu: „Ég var alveg klár. Það er bara undir mér komið að taka þessa stöðu. Ég hef spilað hana aðeins með Norrköping, þar sem við spilum með tvær sexur en ekki eina sexu. Þetta er ekkert nýtt og engin geimvísindi.“ Arnór sagði að nú færi íslenska liðið upp á hótel, jafnaði sig og færi yfir leikinn, og myndi svo vinna Liechtenstein á sunnudaginn. Hann vildi ekki gera of mikið úr þýðingu leiksins í kvöld þó að ljóst sé að baráttan um að komast upp úr riðlinum verði sennilega við Bosníu. „Það er hægt að hugsa þetta sem úrslitaleik og eitthvað en þetta er bara einn leikur, fyrsti leikur í riðlinum, og það er nóg eftir. Ekkert panik.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Kallað eftir höfði Arnars á Twitter: „Gerðu öllum greiða og segðu af þér“ Skoðanir Íslendinga á Twitter voru á einn veg eftir og á meðan á leik Íslands og Bosníu stóð í undankeppni EM karla í fótbolta í kvöld. Kallað var ákaft eftir því að Arnar Þór Viðarsson hætti sem þjálfari íslenska liðsins. 23. mars 2023 22:15 Umfjöllun: Bosnía - Ísland 3-0 | Ný undankeppni en sömu vandamálin Ísland byrjaði undankeppni EM 2024 á 3-0 tapi gegn Bosníu á Bilino Polje-vellinum. Varnarleikur Íslands var hreinasta hörmung sem skilaði Bosníu þremur mörkum. 23. mars 2023 21:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Kallað eftir höfði Arnars á Twitter: „Gerðu öllum greiða og segðu af þér“ Skoðanir Íslendinga á Twitter voru á einn veg eftir og á meðan á leik Íslands og Bosníu stóð í undankeppni EM karla í fótbolta í kvöld. Kallað var ákaft eftir því að Arnar Þór Viðarsson hætti sem þjálfari íslenska liðsins. 23. mars 2023 22:15
Umfjöllun: Bosnía - Ísland 3-0 | Ný undankeppni en sömu vandamálin Ísland byrjaði undankeppni EM 2024 á 3-0 tapi gegn Bosníu á Bilino Polje-vellinum. Varnarleikur Íslands var hreinasta hörmung sem skilaði Bosníu þremur mörkum. 23. mars 2023 21:45
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu