Fótbolti

Kallað eftir höfði Arnars á Twitter: „Gerðu öllum greiða og segðu af þér“

Sindri Sverrisson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon í einvígi gegn Hrvoje Milicevic í leiknum í Zenica í kvöld.
Hörður Björgvin Magnússon í einvígi gegn Hrvoje Milicevic í leiknum í Zenica í kvöld. Getty/Armin Durgut

Skoðanir Íslendinga á Twitter voru á einn veg eftir og á meðan á leik Íslands og Bosníu stóð í undankeppni EM karla í fótbolta í kvöld. Kallað var ákaft eftir því að Arnar Þór Viðarsson hætti sem þjálfari íslenska liðsins.

Íslenska liðið virtist aldrei eiga möguleika gegn Bosníu í kvöld í leik sem fyrir fram var talið að gæti reynst ansi mikilvægur varðandi von Íslands um að komast á EM. Þetta var fyrstu leikur Íslands í undankeppninni og niðurstaðan var afar sannfærandi 3-0 sigur Bosníumanna.

Spjótin beindust nær eingöngu að Arnari á Twitter eftir leik og ljóst að þolinmæði margra gagnvart landsliðsþjálfaranum er á þrotum og rúmlega það.

Vörn íslenska liðsins leit afskaplega illa út framan af leik og Bosnía var ekki lengi að komast yfir.

Eftir annað mark Bosníu jókst jákvæðni manna ekki beinlínis.

Tilraunin með Arnór Ingva Traustason sem aftasta miðjumann þótti afar misheppnuð og menn voru almennt hundóánægðir eftir fyrri hálfleikinn.

Eftir því sem leið á seinni hálfleikinn, og eftir leik, kölluðu svo sífellt fleiri eftir því að Arnar viki úr sæti landsliðsþjálfara, eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×