„Gömlu hundarnir ættu að geta smitað ýmsu út frá sér“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2023 10:30 Hannes Þ. Sigurðsson lék á sínum tíma þrettán A-landsleiki fyrir Ísland og spilaði meðal annars með núverandi þjálfarateymi liðsins. Stöð 2 og Getty/Ian Walton Hannes Þ. Sigurðsson heilsaði upp á gamla vini á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í aðdraganda leiksins við Bosníu í kvöld. Hann segir Ísland klárlega eiga tækifæri á að komast á EM og fagnar endurkomu reynslubolta í liðið. Eftir langan feril sem atvinnumaður í hinum ýmsu löndum er Hannes nú búsettur í Þýskalandi þar sem hann þjálfar lið Wacker Burghausen í D-deild. Hannes nýtti því tækifærið þegar Ísland æfði í München í vikunni til að kíkja á æfingu en hann lék á sínum tíma með landsliðsþjálfurunum Arnari Þór Viðarssyni og Jóhannesi Karli Guðjónssyni í íslenska landsliðinu. Raunar náði Hannes einnig að spila með fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni þegar Aron var að hefja sinn hundrað leikja landsliðsferil árið 2008. Hannes ræddi við Vísi eftir landsliðsæfingu og má sjá viðtalið hér að neðan, en liðið flaug svo til Bosníu í gær og mætir þar heimamönnum í kvöld klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Klippa: Hannes vill sjá gamla félaga komast á EM „Eins og allir þá reyni ég að halda eins miklu sambandi við Ísland og mögulegt er. Oftar en ekki, ef maður hefur ekki tíma til að tala við fólk, þá er það í gegnum podcöst og almennt umræðuna. Þess vegna er líka mjög gott að koma og sjá hvað er í gangi, því oft er umræðan kannski á villugötum. Fókusinn ekki á það verkefni sem er í gangi. En það er gaman að sjá þann léttleika sem ríkir hér og almenna trú á verkefnið,“ sagði Hannes eftir æfingu landsliðsins. Honum líst vel á samsetningu íslenska hópsins nú þegar ný undankeppni stórmóts er að hefjast, og fagnar því að þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Aron Einar Gunnarsson séu nú allir til taks, þó að Aron missi reyndar af leiknum í kvöld vegna leikbanns. „Mjög mikilvægt að gömlu strákarnir séu komnir aftur“ „Ég held að það sé mjög mikilvægt að gömlu strákarnir séu komnir aftur. Þeir hafa gert þetta allt áður og koma með ákveðinn kúltur, vilja og trú inn í liðið. Það mun hjálpa þessum ungu strákum sem eru gríðarlega efnilegir, að átta sig á því að þrátt fyrir að við séum Ísland þá er það yfirleitt í hausnum sem það ræðst hvort að menn hafi trú á því sem er í gangi. Ef þér tekst að fjarlægja þau takmörk sem þykja eðlileg og vinna sem ein liðsheild í að ná ákveðnum markmiðum… Við höfum sýnt áður að við getum gert það og þessi nýja kynslóð þarf líka að læra það. Þess vegna er frábært að sjá að menn eins og Jói, Alfreð og Aron séu komnir aftur inn,“ segir Hannes. Hann tekur undir að riðill Íslands gefi tækifæri á að komast aftur á stórmót: „Alveg klárlega. Helstu andstæðingar okkar, Bosnía og Slóvakía, hafa hvorugt verið að skila frábærum úrslitum undanfarið. Það er enginn að segja að þetta verði létt verkefni en það er klárlega möguleiki fyrir okkur að komast aftur á stórmót. Ég er viss um að liðið muni sýna það að bæði andlega og líkamlega séu menn klárir í það. Aðalatriðið er að hafa trú á þessu. Gömlu hundarnir ættu að geta smitað ýmsu út frá sér og ég er viss um að við munum ná þeim markmiðum,“ segir Hannes sem einnig ræddi um starf sitt í Þýskalandi og fleira í viðtalinu hér að ofan. Ísland mætir Bosníu klukkan 19:45 í kvöld í Zenica í Bosníu. Vísir fylgir liðinu eftir og mun lýsa leiknum beint á vefnum auk þess að gera allt saman upp í leikslok. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Eftir langan feril sem atvinnumaður í hinum ýmsu löndum er Hannes nú búsettur í Þýskalandi þar sem hann þjálfar lið Wacker Burghausen í D-deild. Hannes nýtti því tækifærið þegar Ísland æfði í München í vikunni til að kíkja á æfingu en hann lék á sínum tíma með landsliðsþjálfurunum Arnari Þór Viðarssyni og Jóhannesi Karli Guðjónssyni í íslenska landsliðinu. Raunar náði Hannes einnig að spila með fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni þegar Aron var að hefja sinn hundrað leikja landsliðsferil árið 2008. Hannes ræddi við Vísi eftir landsliðsæfingu og má sjá viðtalið hér að neðan, en liðið flaug svo til Bosníu í gær og mætir þar heimamönnum í kvöld klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Klippa: Hannes vill sjá gamla félaga komast á EM „Eins og allir þá reyni ég að halda eins miklu sambandi við Ísland og mögulegt er. Oftar en ekki, ef maður hefur ekki tíma til að tala við fólk, þá er það í gegnum podcöst og almennt umræðuna. Þess vegna er líka mjög gott að koma og sjá hvað er í gangi, því oft er umræðan kannski á villugötum. Fókusinn ekki á það verkefni sem er í gangi. En það er gaman að sjá þann léttleika sem ríkir hér og almenna trú á verkefnið,“ sagði Hannes eftir æfingu landsliðsins. Honum líst vel á samsetningu íslenska hópsins nú þegar ný undankeppni stórmóts er að hefjast, og fagnar því að þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Aron Einar Gunnarsson séu nú allir til taks, þó að Aron missi reyndar af leiknum í kvöld vegna leikbanns. „Mjög mikilvægt að gömlu strákarnir séu komnir aftur“ „Ég held að það sé mjög mikilvægt að gömlu strákarnir séu komnir aftur. Þeir hafa gert þetta allt áður og koma með ákveðinn kúltur, vilja og trú inn í liðið. Það mun hjálpa þessum ungu strákum sem eru gríðarlega efnilegir, að átta sig á því að þrátt fyrir að við séum Ísland þá er það yfirleitt í hausnum sem það ræðst hvort að menn hafi trú á því sem er í gangi. Ef þér tekst að fjarlægja þau takmörk sem þykja eðlileg og vinna sem ein liðsheild í að ná ákveðnum markmiðum… Við höfum sýnt áður að við getum gert það og þessi nýja kynslóð þarf líka að læra það. Þess vegna er frábært að sjá að menn eins og Jói, Alfreð og Aron séu komnir aftur inn,“ segir Hannes. Hann tekur undir að riðill Íslands gefi tækifæri á að komast aftur á stórmót: „Alveg klárlega. Helstu andstæðingar okkar, Bosnía og Slóvakía, hafa hvorugt verið að skila frábærum úrslitum undanfarið. Það er enginn að segja að þetta verði létt verkefni en það er klárlega möguleiki fyrir okkur að komast aftur á stórmót. Ég er viss um að liðið muni sýna það að bæði andlega og líkamlega séu menn klárir í það. Aðalatriðið er að hafa trú á þessu. Gömlu hundarnir ættu að geta smitað ýmsu út frá sér og ég er viss um að við munum ná þeim markmiðum,“ segir Hannes sem einnig ræddi um starf sitt í Þýskalandi og fleira í viðtalinu hér að ofan. Ísland mætir Bosníu klukkan 19:45 í kvöld í Zenica í Bosníu. Vísir fylgir liðinu eftir og mun lýsa leiknum beint á vefnum auk þess að gera allt saman upp í leikslok.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti