Líklegt byrjunarlið Íslands: Hver á að takast á við Dzeko? Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2023 10:31 Guðlaugur Victor Pálsson getur brugðið sér í ýmis hlutverk. Getty/Alex Grimm Íslenska karlalandsliðið hefur leik í undankeppni EM 2024 annað kvöld í borginni Zenica í Bosníu þar sem heimamenn bíða. Einhver spurningamerki vakna þegar kemur að mögulegu byrjunarliði Íslands, þá sérstaklega í öftustu línu. Aron Einar Gunnarsson verður í banni í leiknum og þá þurfti Sverrir Ingi Ingason að segja sig úr landsliðshópnum en báðir voru líklegir til að leysa miðvarðarstöðuna. Guðmundur Þórarinsson var kallaður inn í hópinn í stað Sverris en sá leikur ekki sem miðvörður. Daníel Leó Grétarsson og Hörður Björgvin Magnússon eru hreinræktuðu miðverðirnir í hópnum en eru báðir örvfættir. Guðlaugur Victor Pálsson er að upplagi miðjumaður en hefur spilað í miðverði með liði sínu DC United í Bandaríkjunum. Ljóst er að hverjir þeir sem manna miðvarðastöðurnar eiga snúið verk fyrir höndum að eiga við skærustu stjörnu Bosníu, framherjann Edin Dzeko, sem leikur með Inter Milan á Ítalíu. Spurningin er síður hvort Guðlaugur Victor byrji og frekar í hvaða stöðu - hvort hann verði djúpur miðjumaður eða miðvörður, eða jafnvel hægri bakvörður. Jóhann Berg Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson verða líklega á miðjunni fyrir framan djúpan miðjumann, sem líklegast verður annað hvort Guðlaugur eða Aron Elís Þrándarsson. Þórir Jóhann Helgason gæti þá einnig spilað á miðjunni. Líklegast er þá að Jón Dagur Þorsteinsson, Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson leiði línuna hjá íslenska liðinu í Zenica. Líklegt byrjunarlið Íslands Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri bakvörður: Alfons Sampsted Miðvörður: Daníel Leó Grétarsson Miðvörður: Hörður Björgvin Magnússon Vinstri bakvörður: Davíð Kristján Ólafsson Miðjumaður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðjumaður: Jóhann Berg Guðmundsson Miðjumaður: Hákon Arnar Haraldsson Hægri kantmaður: Arnór Sigurðsson Vinstri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Framherji: Alfreð Finnbogason Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson verður í banni í leiknum og þá þurfti Sverrir Ingi Ingason að segja sig úr landsliðshópnum en báðir voru líklegir til að leysa miðvarðarstöðuna. Guðmundur Þórarinsson var kallaður inn í hópinn í stað Sverris en sá leikur ekki sem miðvörður. Daníel Leó Grétarsson og Hörður Björgvin Magnússon eru hreinræktuðu miðverðirnir í hópnum en eru báðir örvfættir. Guðlaugur Victor Pálsson er að upplagi miðjumaður en hefur spilað í miðverði með liði sínu DC United í Bandaríkjunum. Ljóst er að hverjir þeir sem manna miðvarðastöðurnar eiga snúið verk fyrir höndum að eiga við skærustu stjörnu Bosníu, framherjann Edin Dzeko, sem leikur með Inter Milan á Ítalíu. Spurningin er síður hvort Guðlaugur Victor byrji og frekar í hvaða stöðu - hvort hann verði djúpur miðjumaður eða miðvörður, eða jafnvel hægri bakvörður. Jóhann Berg Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson verða líklega á miðjunni fyrir framan djúpan miðjumann, sem líklegast verður annað hvort Guðlaugur eða Aron Elís Þrándarsson. Þórir Jóhann Helgason gæti þá einnig spilað á miðjunni. Líklegast er þá að Jón Dagur Þorsteinsson, Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson leiði línuna hjá íslenska liðinu í Zenica. Líklegt byrjunarlið Íslands Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri bakvörður: Alfons Sampsted Miðvörður: Daníel Leó Grétarsson Miðvörður: Hörður Björgvin Magnússon Vinstri bakvörður: Davíð Kristján Ólafsson Miðjumaður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðjumaður: Jóhann Berg Guðmundsson Miðjumaður: Hákon Arnar Haraldsson Hægri kantmaður: Arnór Sigurðsson Vinstri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Framherji: Alfreð Finnbogason
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira