Líklegt að Ísland endi í umspili með þessum þjóðum Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2023 07:35 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson missir af leik Íslands gegn Bosníu á morgun vegna leikbanns en verður með gegn Liechtenstein á sunnudag. Getty/Robbie Jay Barratt Á morgun hefst keppnin um að komast inn á Evrópumót karla í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári. Íþróttatölfræðiveitan Gracenote hefur spáð fyrir um gengi þjóðanna og telur að Ísland fari í umspilið. Ísland hefur leik gegn Bosníu ytra annað kvöld og mætir svo Liechtenstein á sunnudaginn. Í riðlinum eru einnig Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg. Tvö efstu liðin í þessum riðli, þegar undankeppninni lýkur í nóvember, komast beint á EM. Gracenote telur að Portúgal sé líklegust allra þjóða Evrópu til að komast inn á EM og að líkurnar á því séu 96%. Sviss, Króatía og Spánn koma svo næstar með 90% líkur á að komast á mótið. Talið er hins vegar að Ísland endi í umspili en liðin sem ekki fara beint á EM komast í umspil út frá árangri sínum í Þjóðadeildinni á síðasta ári. Ísland á ekki öruggt sæti í umspilinu en eftir að hafa endað í 2. sæti í sínum riðli í B-deildinni eru líkurnar góðar á að komast í eitt af þremur fjögurra liða umspilum. Eitt umspilanna er fyrir A-deild en búast má við að langflest eða öll liðin úr A-deild komist beint á EM, og þá verður fyllt í það umspil með liðum úr B-deild eða C-deild ef þarf. Gracenote telur líklegast að þessar 20 þjóðir komist beint á EM í gegnum undankeppnina, og þurfi þar af leiðandi ekki að fara í umspil: Portúgal, Sviss, Króatía, Spánn, Belgía, Danmörk, Holland, Pólland, Serbía, Frakkland, Tékkland, Ítalía, England, Ungverjaland, Svíþjóð, Wales, Slóvenía, Noregur, Rúmenía og Bosnía. Þjóðirnar 20 sem Gracenote telur líklegast að komist beint á EM.Gracenote Þýskaland á öruggt sæti sem gestgjafi EM og þá eru því eftir þrjú laus sæti í gegnum umspil. Gracenote telur líklegast að umspilið raðist svona: A-umspil: Austurríki, Eistland og tvö af Finnlandi, Úkraínu, Íslandi og Írlandi. B-umspil: Ísrael, Skotland og tvö af Finnlandi, Úkraínu, Íslandi og Írlandi. C-umspil: Georgía, Grikkland, Tyrkland, Kasakstan. Ef þetta yrði raunin yrði dregið um það hvort að Ísland færi í A- eða B-umspilið. Eitt lið fer áfram úr hverju umspili en það verður spilað 21. og 26. mars á næsta ári. Íslenska landsliðið getur hins vegar forðað sér frá umspili með því að komast beint á EM en til þess þarf liðið á góðri byrjun að halda í leikjunum tveimur sem framundan eru. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira
Ísland hefur leik gegn Bosníu ytra annað kvöld og mætir svo Liechtenstein á sunnudaginn. Í riðlinum eru einnig Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg. Tvö efstu liðin í þessum riðli, þegar undankeppninni lýkur í nóvember, komast beint á EM. Gracenote telur að Portúgal sé líklegust allra þjóða Evrópu til að komast inn á EM og að líkurnar á því séu 96%. Sviss, Króatía og Spánn koma svo næstar með 90% líkur á að komast á mótið. Talið er hins vegar að Ísland endi í umspili en liðin sem ekki fara beint á EM komast í umspil út frá árangri sínum í Þjóðadeildinni á síðasta ári. Ísland á ekki öruggt sæti í umspilinu en eftir að hafa endað í 2. sæti í sínum riðli í B-deildinni eru líkurnar góðar á að komast í eitt af þremur fjögurra liða umspilum. Eitt umspilanna er fyrir A-deild en búast má við að langflest eða öll liðin úr A-deild komist beint á EM, og þá verður fyllt í það umspil með liðum úr B-deild eða C-deild ef þarf. Gracenote telur líklegast að þessar 20 þjóðir komist beint á EM í gegnum undankeppnina, og þurfi þar af leiðandi ekki að fara í umspil: Portúgal, Sviss, Króatía, Spánn, Belgía, Danmörk, Holland, Pólland, Serbía, Frakkland, Tékkland, Ítalía, England, Ungverjaland, Svíþjóð, Wales, Slóvenía, Noregur, Rúmenía og Bosnía. Þjóðirnar 20 sem Gracenote telur líklegast að komist beint á EM.Gracenote Þýskaland á öruggt sæti sem gestgjafi EM og þá eru því eftir þrjú laus sæti í gegnum umspil. Gracenote telur líklegast að umspilið raðist svona: A-umspil: Austurríki, Eistland og tvö af Finnlandi, Úkraínu, Íslandi og Írlandi. B-umspil: Ísrael, Skotland og tvö af Finnlandi, Úkraínu, Íslandi og Írlandi. C-umspil: Georgía, Grikkland, Tyrkland, Kasakstan. Ef þetta yrði raunin yrði dregið um það hvort að Ísland færi í A- eða B-umspilið. Eitt lið fer áfram úr hverju umspili en það verður spilað 21. og 26. mars á næsta ári. Íslenska landsliðið getur hins vegar forðað sér frá umspili með því að komast beint á EM en til þess þarf liðið á góðri byrjun að halda í leikjunum tveimur sem framundan eru.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira