Tveir samningar undirritaðir en enn eru nokkrir eftir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. mars 2023 15:44 Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður Rafiðnaðarsambandsins. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir það ánægjulegt að kjarasamningsviðræður virðast komnar á skrið. Fyrir helgi var talið að viðræður við Orkuveituna hefðu siglt í strand en samningur við þau var undirritaður í gær. Í dag voru samningar við HS Orku og HS Veitur undirritaðir en nokkrir samningar standa eftir. Kjarasamningur Rafiðnaðarsambandsins og VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna við HS Orku var undirritaður fyrir hádegi í dag og samningur við HS Veitur var undirritaður eftir hádegi. Samningarnir fela í sér sambærilegar launahækkanir og finna má í þeim samningum sem gerðir voru á almenna markaðinum og munu félagsmenn greiða atkvæði um samningana eftir að þeir verða kynntir. Í gær var þá greint frá því að félögin hafi náð samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur en samninganefnd RSÍ og VM sagði í síðustu viku viðræðurnar hafa siglt í strand. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, sagði þá í samtali við fréttastofu um helgina að engin lausn virtist í sjónmáli með Orkuveitunni og að viðræður við önnur orkufyrirtæki gengu hægt. Úr því virðist hafa ræst eftir helgina en Kristján Þórður segir þau hafa fengið aukinn skilning á því að koma þyrfti kjarasamningsviðræðum áfram. Mikilvægt væri að gera nýja samninga til að taka við af þeim sem runnu út í nóvember. „Það er bara mjög ánægjulegt að ná að skrifa undir kjarasamninga og reyna að komast áfram í þessu,“ segir Kristján. „Nú er það þannig að við eigum eftir að klára fleiri kjarasamninga í orkugeiranum og síðan við ríki og sveitarfélög, mér telst til að það séu einhverjir sjö átta kjarasamningar eftir hjá Rafiðnaðarsambandinu eins og staðan er núna,“ segir hann enn fremur. Félagsmenn eiga eftir að greiða atkvæði um samningana en hann bindur vonir við að þeir verði samþykktir. Þá er hann vongóður um aðra samninga en þó einhverjar viðræður séu komnar skemmra á veg en aðrar séu þær alla vega komnar á skrið og bráðum verði hægt að hefja viðræður um langtímasamninga. „Þá er það næsta verkefni þegar það er búið að klára þessa kjarasamninga sem að út af standa, það er að hefja viðræður um næstu samninga, sem verða vonandi lengri samningar,“ segir Kristján. Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52 „Það þarf eitthvað til að höggva á hnútinn“ Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambandsins og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur, að sögn formanns Rafiðnaðarsambandsins. Viðræður við önnur orkufyrirtæki gangi einnig hægt sem hægi á allri vinnu við langtímasamninga. Eitthvað þurfi til að höggva hnútinn og eru verkfallsaðgerðir ekki úr myndinni. 18. mars 2023 19:34 Segir kjaraviðræður við OR hafa siglt í strand Samninganefnd VM og RSÍ segir að kjaraviðræður við Orkuveitu Reykjavíkur hafi siglt í strand. Lýst er yfir vonbrigðum með það sem samninganefndin lýsir sem óbilgjarnri og einstrengingslegri afstöðu OR í viðræðunum. 16. mars 2023 14:58 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Kjarasamningur Rafiðnaðarsambandsins og VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna við HS Orku var undirritaður fyrir hádegi í dag og samningur við HS Veitur var undirritaður eftir hádegi. Samningarnir fela í sér sambærilegar launahækkanir og finna má í þeim samningum sem gerðir voru á almenna markaðinum og munu félagsmenn greiða atkvæði um samningana eftir að þeir verða kynntir. Í gær var þá greint frá því að félögin hafi náð samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur en samninganefnd RSÍ og VM sagði í síðustu viku viðræðurnar hafa siglt í strand. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, sagði þá í samtali við fréttastofu um helgina að engin lausn virtist í sjónmáli með Orkuveitunni og að viðræður við önnur orkufyrirtæki gengu hægt. Úr því virðist hafa ræst eftir helgina en Kristján Þórður segir þau hafa fengið aukinn skilning á því að koma þyrfti kjarasamningsviðræðum áfram. Mikilvægt væri að gera nýja samninga til að taka við af þeim sem runnu út í nóvember. „Það er bara mjög ánægjulegt að ná að skrifa undir kjarasamninga og reyna að komast áfram í þessu,“ segir Kristján. „Nú er það þannig að við eigum eftir að klára fleiri kjarasamninga í orkugeiranum og síðan við ríki og sveitarfélög, mér telst til að það séu einhverjir sjö átta kjarasamningar eftir hjá Rafiðnaðarsambandinu eins og staðan er núna,“ segir hann enn fremur. Félagsmenn eiga eftir að greiða atkvæði um samningana en hann bindur vonir við að þeir verði samþykktir. Þá er hann vongóður um aðra samninga en þó einhverjar viðræður séu komnar skemmra á veg en aðrar séu þær alla vega komnar á skrið og bráðum verði hægt að hefja viðræður um langtímasamninga. „Þá er það næsta verkefni þegar það er búið að klára þessa kjarasamninga sem að út af standa, það er að hefja viðræður um næstu samninga, sem verða vonandi lengri samningar,“ segir Kristján.
Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52 „Það þarf eitthvað til að höggva á hnútinn“ Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambandsins og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur, að sögn formanns Rafiðnaðarsambandsins. Viðræður við önnur orkufyrirtæki gangi einnig hægt sem hægi á allri vinnu við langtímasamninga. Eitthvað þurfi til að höggva hnútinn og eru verkfallsaðgerðir ekki úr myndinni. 18. mars 2023 19:34 Segir kjaraviðræður við OR hafa siglt í strand Samninganefnd VM og RSÍ segir að kjaraviðræður við Orkuveitu Reykjavíkur hafi siglt í strand. Lýst er yfir vonbrigðum með það sem samninganefndin lýsir sem óbilgjarnri og einstrengingslegri afstöðu OR í viðræðunum. 16. mars 2023 14:58 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52
„Það þarf eitthvað til að höggva á hnútinn“ Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambandsins og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur, að sögn formanns Rafiðnaðarsambandsins. Viðræður við önnur orkufyrirtæki gangi einnig hægt sem hægi á allri vinnu við langtímasamninga. Eitthvað þurfi til að höggva hnútinn og eru verkfallsaðgerðir ekki úr myndinni. 18. mars 2023 19:34
Segir kjaraviðræður við OR hafa siglt í strand Samninganefnd VM og RSÍ segir að kjaraviðræður við Orkuveitu Reykjavíkur hafi siglt í strand. Lýst er yfir vonbrigðum með það sem samninganefndin lýsir sem óbilgjarnri og einstrengingslegri afstöðu OR í viðræðunum. 16. mars 2023 14:58