CCP tryggir sér 5,6 milljarða fyrir bálkakeðjuleik Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2023 14:34 Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP. Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins CCP hafa tryggt félaginu 5,6 milljarða króna í fjármögnun vegna þróunar nýs tölvuleiks sem byggir á bálkakeðjutækni (e. Blockchain). Þróun leiksins er þegar hafinn í höfuðstöðvum CCP í Reykjavík. Í tilkynningu frá CCP segir að leikurinn marki tímamót í 25 ára sögu fyrirtækisins, sem hafi verið í fararbroddi í þróun stafrænna sýndarheima. Fyrirtækið er hvað þekktast fyrir EVE Online. „Með framförum í bálkakeðjutækni myndast spennandi tækifæri til að skapa enn meiri dýpt og frelsi fyrir spilarana okkar. Við höfum alltaf lagt okkur fram um að vera á mörkum hins mögulega og ganga skrefinu lengra. Með því að nota bálkakeðjur færum við enn á ný til mörkin í leikjahönnun, sköpum ný spennandi tækifæri fyrir spilara og frelsi til að skapa eigin upplifanir“ segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP í áðurnefndri´tilkynningu, en EVE Online leikjaheimur fyrirtækisins stendur nú á sínu tuttugasta starfsári. „Við erum afar þakklát fyrir traust samstarfsaðila okkar við gerð þessa nýja leiks." Fjármögnunin var samkvæmt tilkynningunni leidd af Andreessen Horowitz sem hefur verið umfangamikill fjárfestir í nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum frá árinu 2009 og meðal annars verið í fararbroddi fjárfestinga í Airbnb, Skype, Twitter og Facebook. Auk Andreessen Horowitz taka Makers Fund, Bitcraft og fleiri aðilar þátt í fjármögnuninni. „CCP er brautryðjandi á sviði tækni og sýndarveruleika, með 25 ára reynslu af vöruþróun og að viðhalda stafrænum hagkerfum í gegnum EVE Online. Starfsfólk þeirra býr yfir hafsjó af reynslu og við höfum mikla trú á framtíðarsýn fyrirtækisins um að skapa magnaða upplifun á mótum framúrskarandi leikjahönnunar og bálkakeðjutækni,“ segir Jon Lai, meðeigandi hjá Andreessen Horowitz, en samhliða sjálfstæðri fjármögnun er framleiðsla hins nýja leiks aðskilin frá öðrum verkefnum CCP. Aðalsteinn Rúnar Óttarsson, fjárfestingastjóri hjá Makers Fund, segir gæði EVE Online og margslungið hagkerfi leiksins hafa sett háan stall innan iðnaðarins og gjarnan sé litið til EVE sem fordæmis við gerð bálkakeðjuleikja. „Sem fyrrverandi starfsmaður CCP finnst mér sérstaklega ánægjulegt að eiga aftur samleið með fyrirtækinu og sjá að þar hefur ástríðan fyrir nýsköpun á sviði leikjaþróunar síður en svo dvínað. Við erum spennt að styðja við sýn CCP við að víkka enn frekar út EVE heiminn með nýrri tækni." CPP heldur upp á tuttugu ára afmæli EVE á þessu ári. Leikjavísir Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Sjá meira
Í tilkynningu frá CCP segir að leikurinn marki tímamót í 25 ára sögu fyrirtækisins, sem hafi verið í fararbroddi í þróun stafrænna sýndarheima. Fyrirtækið er hvað þekktast fyrir EVE Online. „Með framförum í bálkakeðjutækni myndast spennandi tækifæri til að skapa enn meiri dýpt og frelsi fyrir spilarana okkar. Við höfum alltaf lagt okkur fram um að vera á mörkum hins mögulega og ganga skrefinu lengra. Með því að nota bálkakeðjur færum við enn á ný til mörkin í leikjahönnun, sköpum ný spennandi tækifæri fyrir spilara og frelsi til að skapa eigin upplifanir“ segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP í áðurnefndri´tilkynningu, en EVE Online leikjaheimur fyrirtækisins stendur nú á sínu tuttugasta starfsári. „Við erum afar þakklát fyrir traust samstarfsaðila okkar við gerð þessa nýja leiks." Fjármögnunin var samkvæmt tilkynningunni leidd af Andreessen Horowitz sem hefur verið umfangamikill fjárfestir í nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum frá árinu 2009 og meðal annars verið í fararbroddi fjárfestinga í Airbnb, Skype, Twitter og Facebook. Auk Andreessen Horowitz taka Makers Fund, Bitcraft og fleiri aðilar þátt í fjármögnuninni. „CCP er brautryðjandi á sviði tækni og sýndarveruleika, með 25 ára reynslu af vöruþróun og að viðhalda stafrænum hagkerfum í gegnum EVE Online. Starfsfólk þeirra býr yfir hafsjó af reynslu og við höfum mikla trú á framtíðarsýn fyrirtækisins um að skapa magnaða upplifun á mótum framúrskarandi leikjahönnunar og bálkakeðjutækni,“ segir Jon Lai, meðeigandi hjá Andreessen Horowitz, en samhliða sjálfstæðri fjármögnun er framleiðsla hins nýja leiks aðskilin frá öðrum verkefnum CCP. Aðalsteinn Rúnar Óttarsson, fjárfestingastjóri hjá Makers Fund, segir gæði EVE Online og margslungið hagkerfi leiksins hafa sett háan stall innan iðnaðarins og gjarnan sé litið til EVE sem fordæmis við gerð bálkakeðjuleikja. „Sem fyrrverandi starfsmaður CCP finnst mér sérstaklega ánægjulegt að eiga aftur samleið með fyrirtækinu og sjá að þar hefur ástríðan fyrir nýsköpun á sviði leikjaþróunar síður en svo dvínað. Við erum spennt að styðja við sýn CCP við að víkka enn frekar út EVE heiminn með nýrri tækni." CPP heldur upp á tuttugu ára afmæli EVE á þessu ári.
Leikjavísir Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Sjá meira