Hálft prósent færeysku þjóðarinnar strandaglópar á Seyðisfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 21. mars 2023 14:45 Hafnarstjórinn segir Seyðfirðinga vera afar gestrisna. Vísir/Vilhelm Um það bil þrjú hundruð Færeyingar ásamt fleiri farþegum ferjunnar Norrænu eru nú strandaglópar á Seyðisfirði vegna óveðurs á Fjarðarheiði. Ferjan siglir aftur úr höfn annað kvöld. Ferjan kom frá Færeyjum í dag með um það bil fimm hundruð farþega um borð. Þegar fréttastofa náði tali af Rúnari Gunnarssyni, hafnarverði í Seyðisfjarðarhöfn, var verið að klára að tæma skipið. Hann segir að veðrið sé ekki gott á Seyðisfirði þessa stundina en ekkert miðað við það sem er á seyði á Fjarðarheiði. Vegagerðin er nú að skoða hvort hægt sé að fara fylgdarakstur seinni partinn með plóg. „Mikið af þessum farþegum sem eru strand hjá okkur eru í svona „mini-cruise“. Farþegar sem að koma um borð hjá okkur í Danmörku eða Færeyjum og eru í svona hringferð. Þetta eru einhverjir þrjú hundruð Færeyingar og hundrað Þjóðverjar í þetta skiptið. Þeir eru með rútur með sér og yfirleitt fara þeir hring hérna, upp á Skriðuklaustur og á smá rúnt,“ segir Rúnar. Norræna siglir frá Danmörku til Færeyja og þaðan til Seyðisfjarðar.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þrjú hundruð Færeyingar kann að hljóma ekki ýkja mikið. Íbúar landsins eru þó einungis 54 þúsund talsins samkvæmt tölum frá júnímánuði í fyrra og því eru þrjú hundruð manns 0,556 prósent af íbúum landsins. Samkvæmt tölum frá Byggðastofnun eru íbúar Seyðisfjarðar 669 talsins. Sé þrjú hundruð Færeyingum og hundrað Þjóðverjum bætt við þá tölu og þeir að gamni gerðir að íbúum bæjarins má reikna að Færeyingarnir geri 28 prósent af íbúum þar og Þjóðverjarnir níu prósent. Seyðfirðingar taka vel á móti strandaglópunum og er til að mynda verið að ryðja húsbílastæði í bænum svo eigendur húsbíla komist í rafmagn. „Seyðfirðingar eru afskaplega gestrisnir og við tökum vel á móti fólki sama hvort það kemst í burtu eða ekki. En þetta sýnir kannski þörfina á því að bora gat í gegnum fjallið. Það er það fyrst og fremst sem er okkur til trafala. Ef það væri hægt að fara hér undir fjallið væri enginn strandaglópur,“ segir Rúnar. Múlaþing Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Norræna Færeyjar Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Ferjan kom frá Færeyjum í dag með um það bil fimm hundruð farþega um borð. Þegar fréttastofa náði tali af Rúnari Gunnarssyni, hafnarverði í Seyðisfjarðarhöfn, var verið að klára að tæma skipið. Hann segir að veðrið sé ekki gott á Seyðisfirði þessa stundina en ekkert miðað við það sem er á seyði á Fjarðarheiði. Vegagerðin er nú að skoða hvort hægt sé að fara fylgdarakstur seinni partinn með plóg. „Mikið af þessum farþegum sem eru strand hjá okkur eru í svona „mini-cruise“. Farþegar sem að koma um borð hjá okkur í Danmörku eða Færeyjum og eru í svona hringferð. Þetta eru einhverjir þrjú hundruð Færeyingar og hundrað Þjóðverjar í þetta skiptið. Þeir eru með rútur með sér og yfirleitt fara þeir hring hérna, upp á Skriðuklaustur og á smá rúnt,“ segir Rúnar. Norræna siglir frá Danmörku til Færeyja og þaðan til Seyðisfjarðar.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þrjú hundruð Færeyingar kann að hljóma ekki ýkja mikið. Íbúar landsins eru þó einungis 54 þúsund talsins samkvæmt tölum frá júnímánuði í fyrra og því eru þrjú hundruð manns 0,556 prósent af íbúum landsins. Samkvæmt tölum frá Byggðastofnun eru íbúar Seyðisfjarðar 669 talsins. Sé þrjú hundruð Færeyingum og hundrað Þjóðverjum bætt við þá tölu og þeir að gamni gerðir að íbúum bæjarins má reikna að Færeyingarnir geri 28 prósent af íbúum þar og Þjóðverjarnir níu prósent. Seyðfirðingar taka vel á móti strandaglópunum og er til að mynda verið að ryðja húsbílastæði í bænum svo eigendur húsbíla komist í rafmagn. „Seyðfirðingar eru afskaplega gestrisnir og við tökum vel á móti fólki sama hvort það kemst í burtu eða ekki. En þetta sýnir kannski þörfina á því að bora gat í gegnum fjallið. Það er það fyrst og fremst sem er okkur til trafala. Ef það væri hægt að fara hér undir fjallið væri enginn strandaglópur,“ segir Rúnar.
Múlaþing Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Norræna Færeyjar Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira