Gagnrýna skort á konum í valnefndum Eddunnar Árni Sæberg skrifar 20. mars 2023 21:37 María Lea Ævarsdóttir er formaður Wift – Félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi. Bylgjan Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi segir að jafnrétti kynjanna hafi á engan hátt verið haft að leiðarljósi þegar skipað var í valnefndir Eddunnar 2023, en þær voru gerðar opinberar í dag. Í opnu bréfi Wift – Félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi til Íslensku kvikmynda og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, og fagráðs Eddunnar segir að félagið lýsi yfir miklum vonbrigðum með það sem virðist vera alger skortur á jafnréttissjónarmiðum þegar kemur að því að stilla upp í valnefndir Eddunnar. Þar segir að í valnefndum hafi í heildina verið 38 manns, þrettán konur og 25 karlmenn. „Sérstaklega ber að nefna að í valnefndum fagverðlauna voru 4 konur og 13 karlar. Það er alls kostar óásættanlegt að í valnefndum fyrir hljóð og tónlist, klippingu og kvikmyndatöku og handrit og leikstjórn sitji engin kona. Ekki ein. Ekki ein einasta,“ segir í bréfinu. Félagið spyr hvernig standi á því árið 2023, að undangenginni mikilli vinnu við það að jafna hlut kynja í kvikmyndagerð, sé staðan þessi. Varpi skugga á alla hátíðina Wift á Íslandi fer fram á að stjórn ÍKSA taki til gagngerrar endurskoðunar hvernig skipað er í valnefndir og að tryggt verði með þar til gerðum reglum að jafnréttisviðhorf verði höfð að leiðarljósi. „Mikilvægt er að valnefndir á fagverðlaunum íslenskrar kvikmyndagerðar, endurspegli samfélagið eins vel og kostur gefst og styðji við fjölbreytileika en ýti ekki undir mismunum. Vinnubrögð af þessu tagi eru ekki aðeins óboðleg heldur rýra þau trúverðugleika tilnefninga og þar með verðlauna og varpa fyrir vikið skugga á alla Edduhátíðina í ár,“ segir í bréfinu. Þá segir að skaðinn sé þegar skeður og að það sé í senn hryggjandi og svekkjandi að hin mikla og óeigingjarna jafnréttisbarátta sem hefur átt sér stað í faginu sé að engu höfð í sjónvarps -og kvikmyndaakademíunni. „Stjórn Wift á Íslandi setur fram afdráttarlausa kröfu um að nú verði meitluð í stein ófrávíkjanleg regla ÍKSA um að gætt sé að fjölbreytni og kynjahlutföllum við skipun í valnefndir,“ segir að lokum í bréfinu. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Jafnréttismál Edduverðlaunin Tengdar fréttir Sigurvegarar Eddunnar 2023: Verbúðin sópaði til sín verðlaunum Edduverðlaunin, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, voru afhent í Háskólabíói í kvöld. Sjónvarpsþættirnir Verbúðin sópaði til sín verðlaunum en þættirnir voru einnig tilnefndir til flestra verðlauna í kvöld. 19. mars 2023 22:14 Mest lesið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira
Í opnu bréfi Wift – Félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi til Íslensku kvikmynda og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, og fagráðs Eddunnar segir að félagið lýsi yfir miklum vonbrigðum með það sem virðist vera alger skortur á jafnréttissjónarmiðum þegar kemur að því að stilla upp í valnefndir Eddunnar. Þar segir að í valnefndum hafi í heildina verið 38 manns, þrettán konur og 25 karlmenn. „Sérstaklega ber að nefna að í valnefndum fagverðlauna voru 4 konur og 13 karlar. Það er alls kostar óásættanlegt að í valnefndum fyrir hljóð og tónlist, klippingu og kvikmyndatöku og handrit og leikstjórn sitji engin kona. Ekki ein. Ekki ein einasta,“ segir í bréfinu. Félagið spyr hvernig standi á því árið 2023, að undangenginni mikilli vinnu við það að jafna hlut kynja í kvikmyndagerð, sé staðan þessi. Varpi skugga á alla hátíðina Wift á Íslandi fer fram á að stjórn ÍKSA taki til gagngerrar endurskoðunar hvernig skipað er í valnefndir og að tryggt verði með þar til gerðum reglum að jafnréttisviðhorf verði höfð að leiðarljósi. „Mikilvægt er að valnefndir á fagverðlaunum íslenskrar kvikmyndagerðar, endurspegli samfélagið eins vel og kostur gefst og styðji við fjölbreytileika en ýti ekki undir mismunum. Vinnubrögð af þessu tagi eru ekki aðeins óboðleg heldur rýra þau trúverðugleika tilnefninga og þar með verðlauna og varpa fyrir vikið skugga á alla Edduhátíðina í ár,“ segir í bréfinu. Þá segir að skaðinn sé þegar skeður og að það sé í senn hryggjandi og svekkjandi að hin mikla og óeigingjarna jafnréttisbarátta sem hefur átt sér stað í faginu sé að engu höfð í sjónvarps -og kvikmyndaakademíunni. „Stjórn Wift á Íslandi setur fram afdráttarlausa kröfu um að nú verði meitluð í stein ófrávíkjanleg regla ÍKSA um að gætt sé að fjölbreytni og kynjahlutföllum við skipun í valnefndir,“ segir að lokum í bréfinu.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Jafnréttismál Edduverðlaunin Tengdar fréttir Sigurvegarar Eddunnar 2023: Verbúðin sópaði til sín verðlaunum Edduverðlaunin, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, voru afhent í Háskólabíói í kvöld. Sjónvarpsþættirnir Verbúðin sópaði til sín verðlaunum en þættirnir voru einnig tilnefndir til flestra verðlauna í kvöld. 19. mars 2023 22:14 Mest lesið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira
Sigurvegarar Eddunnar 2023: Verbúðin sópaði til sín verðlaunum Edduverðlaunin, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, voru afhent í Háskólabíói í kvöld. Sjónvarpsþættirnir Verbúðin sópaði til sín verðlaunum en þættirnir voru einnig tilnefndir til flestra verðlauna í kvöld. 19. mars 2023 22:14