Í viðbragðsstöðu með bóluefni gegn fuglaflensu Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2023 10:05 Nýtt afbrigði H5N1-veiru herjar nú á fugla víða um heim. Afar fátítt er að veiran berist í menn. Vísir/EPA Lyfjafyrirtæki telja sig geta framleitt hundruð milljóna skammta af bóluefni gegn fuglaflensu fyrir menn á nokkrum mánuðum ef nýtt afbrigði kemur fram sem getur borist á milli manna. Heilbrigðisyfirvöld telja líkurnar á því enn litlar. Metfjöldi fugla og dýra hefur drepist í nýjasta faraldri fuglaflensu í heiminum. Afar fátítt er þó að veiran berist í menn. Þrír af helstu framleiðendum flensubóluefnis í heiminum, GSK, Moderna og CSL Seqirus, segja Reuters-fréttastofunni að þeir vinni nú þegar að þróun bóluefnis fyrir menn til að verjast mögulegum faraldri. Rannsóknir á virkni séu í þann veg að hefjast. Vinna við þróun bóluefnis fyrir fugla gegn veirunni er einnig í gangi. Ríkar þjóðir eiga hins vegar kauprétt á meirihluta mögulegra bóluefnaskammta gegn fuglaflensu. Richard Hatchett, forstjóri CEPI, stofnunar sem tekur þátt í fjármögnun þróunar bóluefna, segist óttast enn frekari misskiptingu bóluefna en þá sem var í kórónuveiruheimsfaraldrinum, „Við gætum hugsanlega lent í mun verri vandamálum með hamstur á bóluefnum og bóluefnaþjóðernishyggju í fuglaflensufaraldri en við sáum í Covid,“ segir hann. Þannig bólusettu ríkar þjóðir stóran hluta borgara sinna áður en þær huguðu að því að deila efnunum með snauðari þjóðum þrátt fyrir að viðbragðsáætlanir þeirra gerðu ráð fyrir að bóluefnin færu til þeirra sem væru í viðkvæmustu stöðu ef efnin væru af skornum skammti. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að nærri því tuttugu bóluefni gegn svonefndu H5-afbrigði flensunnar séu með markaðsleyfi í heiminum. Núverandi meðferð fyrir fólk sem hefur smitast af fuglaflensunni geti einnig hjálpað ef til faraldurs kemur. Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00 Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Metfjöldi fugla og dýra hefur drepist í nýjasta faraldri fuglaflensu í heiminum. Afar fátítt er þó að veiran berist í menn. Þrír af helstu framleiðendum flensubóluefnis í heiminum, GSK, Moderna og CSL Seqirus, segja Reuters-fréttastofunni að þeir vinni nú þegar að þróun bóluefnis fyrir menn til að verjast mögulegum faraldri. Rannsóknir á virkni séu í þann veg að hefjast. Vinna við þróun bóluefnis fyrir fugla gegn veirunni er einnig í gangi. Ríkar þjóðir eiga hins vegar kauprétt á meirihluta mögulegra bóluefnaskammta gegn fuglaflensu. Richard Hatchett, forstjóri CEPI, stofnunar sem tekur þátt í fjármögnun þróunar bóluefna, segist óttast enn frekari misskiptingu bóluefna en þá sem var í kórónuveiruheimsfaraldrinum, „Við gætum hugsanlega lent í mun verri vandamálum með hamstur á bóluefnum og bóluefnaþjóðernishyggju í fuglaflensufaraldri en við sáum í Covid,“ segir hann. Þannig bólusettu ríkar þjóðir stóran hluta borgara sinna áður en þær huguðu að því að deila efnunum með snauðari þjóðum þrátt fyrir að viðbragðsáætlanir þeirra gerðu ráð fyrir að bóluefnin færu til þeirra sem væru í viðkvæmustu stöðu ef efnin væru af skornum skammti. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að nærri því tuttugu bóluefni gegn svonefndu H5-afbrigði flensunnar séu með markaðsleyfi í heiminum. Núverandi meðferð fyrir fólk sem hefur smitast af fuglaflensunni geti einnig hjálpað ef til faraldurs kemur.
Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00 Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00
Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29