Undanúrslitin klár: Man City fær B-deildarlið og Man United mætir Brighton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2023 23:00 Brighton hefur átt góðu gengi að fagna gegn Man United að undanförnu. EPA-EFE/Peter Powell Búið er að draga í undanúrslit FA-bikarkeppninnar á Englandi. Mancester City mætir B-deildarliði Sheffield United á meðan Brighton & Hove Albion mætir Manchester United. Enn er möguleiki á Manchester-slag í úrslitum þar sem tvö stærstu liðin drógust ekki á móti hvort öðru í dag. Eflaust hefðu bæði Sheffield United og Brighton & Hove Albion viljað mætast í undanúrslitum en til að upplifa drauminn þurfa þau að slá út bæði Manchester-liðin. Manchester City kemur á fleygiferð inn í undanúrslitin eftir ótrúlegan 6-0 sigur gegn Burnley á laugardag. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar eru á toppi ensku B-deildarinnar en næsti mótherji Man City verður liðið sem er í 2. sæti þeirrar deildar. Stóra spurningin er því í raun: Hversu mörg mörk mun Erling Braut Håland skora í leiknum? Sheffield komst hins vegar í undanúrslitin eftir heldur betur dramatískan sigur á Blackburn Rovers sem leikur einnig í B-deildinni. Lokatölur 3-2 og liðið úr Stálborginni á leiðinni á Wembley að spila við Englandsmeistarana. Brighton & Hove Albion flaug einnig inn í undanúrslitin en liðið mætti Grimsby Town fyrr í dag. Það verður seint sagt að D-deildarlið Grimsby hafi verið mikil fyrirstaða en staðan var þó aðeins 1-0 Brighton í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í þeim síðari sýndi úrvalsdeildarliðið klærnar og vann á endanum sannfærandi 5-0 sigur. Síðasta liðið inn í undanúrslitin var Manchester United. Liðið vann vægast sagt dramatískan 3-1 endurkomu sigur á Fulham þar sem markaskorari liðsins - Aleksandar Mitrović, Willian og Marco Silva - þjálfari liðsins, fengu allir rautt spjald á rúmlega 30 sekúndna kafla sem sneri leiknum Man United í hag. Báðir leikirnir fara fram á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga, og báðir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Sjá meira
Enn er möguleiki á Manchester-slag í úrslitum þar sem tvö stærstu liðin drógust ekki á móti hvort öðru í dag. Eflaust hefðu bæði Sheffield United og Brighton & Hove Albion viljað mætast í undanúrslitum en til að upplifa drauminn þurfa þau að slá út bæði Manchester-liðin. Manchester City kemur á fleygiferð inn í undanúrslitin eftir ótrúlegan 6-0 sigur gegn Burnley á laugardag. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar eru á toppi ensku B-deildarinnar en næsti mótherji Man City verður liðið sem er í 2. sæti þeirrar deildar. Stóra spurningin er því í raun: Hversu mörg mörk mun Erling Braut Håland skora í leiknum? Sheffield komst hins vegar í undanúrslitin eftir heldur betur dramatískan sigur á Blackburn Rovers sem leikur einnig í B-deildinni. Lokatölur 3-2 og liðið úr Stálborginni á leiðinni á Wembley að spila við Englandsmeistarana. Brighton & Hove Albion flaug einnig inn í undanúrslitin en liðið mætti Grimsby Town fyrr í dag. Það verður seint sagt að D-deildarlið Grimsby hafi verið mikil fyrirstaða en staðan var þó aðeins 1-0 Brighton í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í þeim síðari sýndi úrvalsdeildarliðið klærnar og vann á endanum sannfærandi 5-0 sigur. Síðasta liðið inn í undanúrslitin var Manchester United. Liðið vann vægast sagt dramatískan 3-1 endurkomu sigur á Fulham þar sem markaskorari liðsins - Aleksandar Mitrović, Willian og Marco Silva - þjálfari liðsins, fengu allir rautt spjald á rúmlega 30 sekúndna kafla sem sneri leiknum Man United í hag. Báðir leikirnir fara fram á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga, og báðir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Sjá meira