„Það þarf eitthvað til að höggva á hnútinn“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. mars 2023 19:34 Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir að viðræðurnar hafi ekki gengið nægilega vel. Vísir/Vilhelm Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambandsins og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur, að sögn formanns Rafiðnaðarsambandsins. Viðræður við önnur orkufyrirtæki gangi einnig hægt sem hægi á allri vinnu við langtímasamninga. Eitthvað þurfi til að höggva hnútinn og eru verkfallsaðgerðir ekki úr myndinni. Viðræður Rafiðnaðarsambandsins og VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur hafa staðið yfir að undanförnu þar sem þrýst hefur verið á að endurnýja samninga sem runnu út í nóvember. Í yfirlýsingu í vikunni var greindu VM og Rafiðnaðarsambandið frá því að viðræður hafi siglt í strand. „Þessar viðræður hafa ekki gengið nægilega vel að okkar mati og það lýsir sér bara í því að við erum ekki komin með kjarasamning enn þá og staðan er ekki þannig að maður sjái einhverja lausn í sjónmáli,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. Mikil vonbrigði Í grunninn vilji þau ná samningi sem sé í takt við þá sem hafa verið gerðir á almenna vinnumarkaðinum. Það hafi ekki tekist, sem sé áhyggjuefni. Viðræður við önnur orkufyrirtæki, svo sem Landsvirkjun, hafi sömuleiðis gengið hægt. Um sé að ræða skammtímasamninga sem mikilvægt sé að klára sem fyrst til að geta hafið viðræður um langtímasamning. „Meginmarkmið samningsaðila hefur verið það að hefja viðræður upp á nýtt og á meðan þetta er enn óleyst þá er það auðvitað að tefja fyrir allri slíkri vinnu. Þannig það eru auðvitað mikil vonbrigði,“ segir Kristján. Möguleiki á verkföllum Félagsfólk hefur verið boðað á fund klukkan ellefu á mánudag til þess að ræða næstu skref í viðræðunum við Orkuveituna en vonir eru bundnar við að fyrirtækið komi að samningsborðinu. Óljóst er hvað þurfi til en aðspurður um hvort komið gæti til verkfallsaðgerða segist Kristján ekki vita hvað verður. „Auðvitað er möguleiki að beita slíku en við þurfum bara að heyra það frá okkar fólki hvað það vill gera. En það er ljóst að núverandi staða mun að óbreyttu ekki ganga upp þannig það þarf eitthvað til að höggva á hnútinn,“ segir Kristján. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Viðræður Rafiðnaðarsambandsins og VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur hafa staðið yfir að undanförnu þar sem þrýst hefur verið á að endurnýja samninga sem runnu út í nóvember. Í yfirlýsingu í vikunni var greindu VM og Rafiðnaðarsambandið frá því að viðræður hafi siglt í strand. „Þessar viðræður hafa ekki gengið nægilega vel að okkar mati og það lýsir sér bara í því að við erum ekki komin með kjarasamning enn þá og staðan er ekki þannig að maður sjái einhverja lausn í sjónmáli,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. Mikil vonbrigði Í grunninn vilji þau ná samningi sem sé í takt við þá sem hafa verið gerðir á almenna vinnumarkaðinum. Það hafi ekki tekist, sem sé áhyggjuefni. Viðræður við önnur orkufyrirtæki, svo sem Landsvirkjun, hafi sömuleiðis gengið hægt. Um sé að ræða skammtímasamninga sem mikilvægt sé að klára sem fyrst til að geta hafið viðræður um langtímasamning. „Meginmarkmið samningsaðila hefur verið það að hefja viðræður upp á nýtt og á meðan þetta er enn óleyst þá er það auðvitað að tefja fyrir allri slíkri vinnu. Þannig það eru auðvitað mikil vonbrigði,“ segir Kristján. Möguleiki á verkföllum Félagsfólk hefur verið boðað á fund klukkan ellefu á mánudag til þess að ræða næstu skref í viðræðunum við Orkuveituna en vonir eru bundnar við að fyrirtækið komi að samningsborðinu. Óljóst er hvað þurfi til en aðspurður um hvort komið gæti til verkfallsaðgerða segist Kristján ekki vita hvað verður. „Auðvitað er möguleiki að beita slíku en við þurfum bara að heyra það frá okkar fólki hvað það vill gera. En það er ljóst að núverandi staða mun að óbreyttu ekki ganga upp þannig það þarf eitthvað til að höggva á hnútinn,“ segir Kristján.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira