Undanþágur á reglum aðeins hugsaðar til skamms tíma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2023 19:37 Endurskoðun barnaverndarlaga er enn í gangi og reiknar ráðherra með að leggja fram frumvarp með miklum breytingum á barnaverndarlögum næsta haust. Vísir/Sigurjón Barnamálaráðherra segir að það eigi að vera undantekning en ekki regla að sveitarfélög nýti sér heimild til að víkja frá reglu um lágmarksfjölda íbúa í umdæmi hverrar barnaverndarþjónustu. Faðir stúlku sem hefur slæma reynslu af barnaverndarnefnd í litlum bæ segir lögin ekki virka sem skyldi en lögin eru sett til að tryggja faglega og óháða þjónustu við börn. Í gær sögðu feðgin, sem nú höfða skaðabótamál gegn Seltjarnarnesi vegna þáverandi barnaverndarnefndar, að lög um lágmarksíbúafjölda virkuðu ekki sem skyldi vegna undanþága frá reglunni sem hægt er að sækja um og slíkt sé til þess fallið að bitna á börnum. Þau vilja í ljósi sinnar reynslu passa að öll börn geti fengið óháða og faglega þjónustu. Sjá nánar: Krefjast breytinga og skaðabóta Í lögunum er heimild til að víkja frá skilyrðinu um sex þúsund íbúa lágmark, til dæmis vegna landfræðilegra ástæðna og ef næg fagþekking er til staðar sem og samningur um umdæmisráð. Barnamálaráðherra segir að ráðuneytið eigi í samtali við sveitarfélög um nákvæmlega þetta. „Við leggjum höfuðáherslu á að þessi stærðarmörk séu virkt. Í einhverjum tilvikum er verið að biðja um undanþágur til ákveðins tíma en við erum í samtali við einstaka sveitarfélög allt í kringum landið vegna þess að hugsunin er sú að við vinnum þetta á það stórum svæðum, með það miklum íbúafjölda að það sé dregið úr líkum á því að einhvers konar tengsl myndist. Reglan um lágmarksfjölda íbúa var sett á til að koma í veg fyrir nálægð starfsmanns og skjólstæðings og til að reyna að tryggja að ákvarðanir sem varða börn séu teknar af óháðum aðila. „Við vitum það allt í kringum landið að það eru dæmi um slíkt og það er það sem við viljum sporna við.“ Ráðherra leggur áherslu á að umræddar undanþágur séu hugsaðar til skamms tíma og til að aðstoða sveitarfélög við að innleiða lögin. „Á einstaka landsvæðum getur það verið þannig að landfræðileg staða og annað slíkt geri það að verkum að þetta sé til lengri tíma en undanþágur eiga ekki að vera almenn regla.“ Endurskoðun barnaverndarlaga er enn í gangi og reiknar ráðherra með að leggja fram frumvarp með miklum breytingum á lögunum næsta haust. Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Krefjast breytinga og skaðabóta: „Þetta eru ár sem ég fæ ekki til baka“ Ung kona sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur ásamt föður sínum höfðað skaðabótamál á hendur bænum. Þau krefjast breytinga á barnaverndarkerfinu til að koma í veg fyrir að fleiri börn „verði rænd æskunni,“ líkt og feðginin komast að orði. 16. mars 2023 19:49 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Í gær sögðu feðgin, sem nú höfða skaðabótamál gegn Seltjarnarnesi vegna þáverandi barnaverndarnefndar, að lög um lágmarksíbúafjölda virkuðu ekki sem skyldi vegna undanþága frá reglunni sem hægt er að sækja um og slíkt sé til þess fallið að bitna á börnum. Þau vilja í ljósi sinnar reynslu passa að öll börn geti fengið óháða og faglega þjónustu. Sjá nánar: Krefjast breytinga og skaðabóta Í lögunum er heimild til að víkja frá skilyrðinu um sex þúsund íbúa lágmark, til dæmis vegna landfræðilegra ástæðna og ef næg fagþekking er til staðar sem og samningur um umdæmisráð. Barnamálaráðherra segir að ráðuneytið eigi í samtali við sveitarfélög um nákvæmlega þetta. „Við leggjum höfuðáherslu á að þessi stærðarmörk séu virkt. Í einhverjum tilvikum er verið að biðja um undanþágur til ákveðins tíma en við erum í samtali við einstaka sveitarfélög allt í kringum landið vegna þess að hugsunin er sú að við vinnum þetta á það stórum svæðum, með það miklum íbúafjölda að það sé dregið úr líkum á því að einhvers konar tengsl myndist. Reglan um lágmarksfjölda íbúa var sett á til að koma í veg fyrir nálægð starfsmanns og skjólstæðings og til að reyna að tryggja að ákvarðanir sem varða börn séu teknar af óháðum aðila. „Við vitum það allt í kringum landið að það eru dæmi um slíkt og það er það sem við viljum sporna við.“ Ráðherra leggur áherslu á að umræddar undanþágur séu hugsaðar til skamms tíma og til að aðstoða sveitarfélög við að innleiða lögin. „Á einstaka landsvæðum getur það verið þannig að landfræðileg staða og annað slíkt geri það að verkum að þetta sé til lengri tíma en undanþágur eiga ekki að vera almenn regla.“ Endurskoðun barnaverndarlaga er enn í gangi og reiknar ráðherra með að leggja fram frumvarp með miklum breytingum á lögunum næsta haust.
Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Krefjast breytinga og skaðabóta: „Þetta eru ár sem ég fæ ekki til baka“ Ung kona sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur ásamt föður sínum höfðað skaðabótamál á hendur bænum. Þau krefjast breytinga á barnaverndarkerfinu til að koma í veg fyrir að fleiri börn „verði rænd æskunni,“ líkt og feðginin komast að orði. 16. mars 2023 19:49 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00
Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00
Krefjast breytinga og skaðabóta: „Þetta eru ár sem ég fæ ekki til baka“ Ung kona sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur ásamt föður sínum höfðað skaðabótamál á hendur bænum. Þau krefjast breytinga á barnaverndarkerfinu til að koma í veg fyrir að fleiri börn „verði rænd æskunni,“ líkt og feðginin komast að orði. 16. mars 2023 19:49