Opinbert starfsfólk færist úr lokuðum skrifstofum Máni Snær Þorláksson skrifar 17. mars 2023 11:41 Karl Pétur Jónsson, upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar. Vilhelm Gunnarsson Samkvæmt viðmiðum fjármálaráðuneytis frá árinu 2019 eiga skrifstofurými hins opinbera að færast frá lokuðum skrifstofum og yfir í verkefnamiðaða vinnuaðstöðu. Upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar segir þessa aðstöðu taka allt inn í jöfnuna, líðan starfsfólks, skilvirkni og kostnað. Karl Pétur Jónsson, upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar, segir að á undanförnum árum hafi margt breyst þegar kemur að vinnuaðstöðu opinberra starfsmanna. „Fyrir tuttugu árum þá var tölvan bara tíu kílóa hlunkur sem þurfti sitt skrifborð, svo var skjárinn eins og túbusjónvarp og margir þurftu að hafa prentara á borðinu, eiginlega allir voru að vinna með mjög mikinn pappír. Að sama skapi þá voru störfin allt öðruvísi líka, það var miklu algengara að fólk væri að vinna við að gera sama hlutinn aftur og aftur. Nú er unnið miklu meira í teymum,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Viðmiðin taki til allra stofnanna Karl segir að því sé mikilvægt að vinnuaðstaða fólks sé sveigjanleg. „Að þú sért ekki bundinn við það að vera einn inni í tuttugu og fimm fermetra rými heldur getir verið með aðstöðu sem hentar því verkefni sem þú ert að fást við hverju sinni,“ segir hann. Viðmið fjármálaráðuneytisins eiga við um allar opinberar stofnanir og að sögn Karls ganga þau út á þetta, að starfsmenn séu alltaf með þá aðstöðu sem hentar hverju verkefni. „Viðmiðin taka til allra stofnana, það eru auðvitað undantekningar líka en það þarf þá að vera vel rökstutt. Ef einhver þarf einkaskrifstofu, það getur verið af persónulegum ástæðum eða í eðli starfsins, en meginreglan er sú að skrifstofufólk sem vinnur hjá hinu opinbera vinni í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem það hefur aðgang að mismunandi tegundum rýma til þess að vinna þau ólíku störf sem þarf að leysa af hendi.“ Mótmæla nýrri aðstöðu Ekki taka þó allir opinberir starfsmenn þessum breytingum með opnum armi. Arngrímur Vídalín Stefánsson, lektor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands, hóf undirskriftasöfnun til að mótmæla því að akademískt starfsfólk háskólans myndi missa einkaskrifstofur sínar. „Það er ekki hægt að bjóða háskólakennurum upp á þá húsnæðisstefnu sem stjórnvöld hafa sett sér og við munum ekki láta hana yfir okkur ganga,“ segir í undirskriftasöfnuninni sem rúmlega 460 manns hafa skrifað undir þegar þessi frétt er birt. Í viðtali við mbl.is lýsti Arngrímur svo til að mynda áhyggjum af bókunum sem hann notar til sinna rannsókna. Hann sé með átta bókahillur á skrifstofunni sinni sem séu allar fullar af bókum sem hann þarf á að halda á hverjum degi. Nóg pláss fyrir bókahillurnar Karl ræddi um þessi mótmæli í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að Arngrímur þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að bækurnar komist ekki fyrir í nýju rými. „Nú þekki ég Hús íslenskunnar örugglega betur en flestir og þar eru bara bókahillur úti um alla ganga. Það verður enginn vandi að koma þessum átta bókahillum Arngríms Vídalín fyrir í Húsi íslenskunnar.“ Hann benti þá á að ef starfsmenn þurfa næði þá geti þeir nýtt svokölluð næðisrými. Rekstur hins opinbera Háskólar Vinnustaðurinn Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Bílslys á gatnamótum við Hringbraut Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Sjá meira
Karl Pétur Jónsson, upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar, segir að á undanförnum árum hafi margt breyst þegar kemur að vinnuaðstöðu opinberra starfsmanna. „Fyrir tuttugu árum þá var tölvan bara tíu kílóa hlunkur sem þurfti sitt skrifborð, svo var skjárinn eins og túbusjónvarp og margir þurftu að hafa prentara á borðinu, eiginlega allir voru að vinna með mjög mikinn pappír. Að sama skapi þá voru störfin allt öðruvísi líka, það var miklu algengara að fólk væri að vinna við að gera sama hlutinn aftur og aftur. Nú er unnið miklu meira í teymum,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Viðmiðin taki til allra stofnanna Karl segir að því sé mikilvægt að vinnuaðstaða fólks sé sveigjanleg. „Að þú sért ekki bundinn við það að vera einn inni í tuttugu og fimm fermetra rými heldur getir verið með aðstöðu sem hentar því verkefni sem þú ert að fást við hverju sinni,“ segir hann. Viðmið fjármálaráðuneytisins eiga við um allar opinberar stofnanir og að sögn Karls ganga þau út á þetta, að starfsmenn séu alltaf með þá aðstöðu sem hentar hverju verkefni. „Viðmiðin taka til allra stofnana, það eru auðvitað undantekningar líka en það þarf þá að vera vel rökstutt. Ef einhver þarf einkaskrifstofu, það getur verið af persónulegum ástæðum eða í eðli starfsins, en meginreglan er sú að skrifstofufólk sem vinnur hjá hinu opinbera vinni í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem það hefur aðgang að mismunandi tegundum rýma til þess að vinna þau ólíku störf sem þarf að leysa af hendi.“ Mótmæla nýrri aðstöðu Ekki taka þó allir opinberir starfsmenn þessum breytingum með opnum armi. Arngrímur Vídalín Stefánsson, lektor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands, hóf undirskriftasöfnun til að mótmæla því að akademískt starfsfólk háskólans myndi missa einkaskrifstofur sínar. „Það er ekki hægt að bjóða háskólakennurum upp á þá húsnæðisstefnu sem stjórnvöld hafa sett sér og við munum ekki láta hana yfir okkur ganga,“ segir í undirskriftasöfnuninni sem rúmlega 460 manns hafa skrifað undir þegar þessi frétt er birt. Í viðtali við mbl.is lýsti Arngrímur svo til að mynda áhyggjum af bókunum sem hann notar til sinna rannsókna. Hann sé með átta bókahillur á skrifstofunni sinni sem séu allar fullar af bókum sem hann þarf á að halda á hverjum degi. Nóg pláss fyrir bókahillurnar Karl ræddi um þessi mótmæli í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að Arngrímur þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að bækurnar komist ekki fyrir í nýju rými. „Nú þekki ég Hús íslenskunnar örugglega betur en flestir og þar eru bara bókahillur úti um alla ganga. Það verður enginn vandi að koma þessum átta bókahillum Arngríms Vídalín fyrir í Húsi íslenskunnar.“ Hann benti þá á að ef starfsmenn þurfa næði þá geti þeir nýtt svokölluð næðisrými.
Rekstur hins opinbera Háskólar Vinnustaðurinn Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Bílslys á gatnamótum við Hringbraut Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Sjá meira