FIFPRO pressar á FIFA: „Sama vinna og sami árangur ætti að fá sömu verðlaun“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2023 10:31 Bandarísku landsliðskonurnar fagna sigri á HM 2019 en Bandaríkin fékk fjóra milljón dollara fyrir sigurinn á meðan karlalið Argentínu fékk 42 milljónir dollara fyrir sigurinn á HM 2022. Getty/Mikoaj Barbanell Alþjóða leikmannasamtökin FIFPRO, kalla nú formlega eftir því að Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, jafni aðstöðu og almennan hlut kvenna á heimsmeistaramótum miðað við hvað karlpeningurinn fær að njóta á samskonar mótum. FIFPRO vakti athygli á þeirri staðreynd að konur á HM 2019 fengu aðeins sjö prósent af því sem karlarnir fengu á HM 2022. Nú hafa leikmannasamtökin skrifað bréf til FIFA þar sem kallað er eftir jafnrétti varðandi aðstöðu, aðbúnað og verðlaunafé á HM kvenna og HM karla í fótbolta. FIFPro wants equal pay for equal work (so do we, OFC). The union proposed that FIFA set an equal framework of regulations and conditions for both WCs including travel, facilities and delegation size and pay out equal prize money for the competitions. pic.twitter.com/WwrHYQeyeI— The GIST USA (@thegistusa) March 15, 2023 ESPN fékk að sjá bréfið sem var sent beint til Gianni Infantino, forseta FIFA, í október síðastliðnum eða rétt fyrir heimsmeistaramót karla í Katar. The Wall Street Journal fjallaði fyrst um málið en fjórir mánuðir eru í að HM kvenna hefjist sem fer að þessu sinni fram í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Leikmannasamtökin segja meðal annars að mun lægra verðlaunafé hafi það meðal annars í för með sér að þjóðir munu setja karlalandsliðið í forgang yfir kvennalandsliðið. Um leið er litið á kvennafótbolta sem útgjaldalið en ekki að hann sé að leggja eitthvað fram til íþróttarinnar. „Sama vinna og sami árangur ætti að fá sömu verðlaun,“ segir meðal annars í bréfinu. ESPN fékk líka yfirlýsingu frá FIFPRO og þar segir meðal annars að leikmenn frá 150 kvennalandsliðum í heimi hafi skrifað undir bréfið sem var sent til Infantino og FIFA í október á síðasta ári. FIFPro have sent a letter to FIFA - signed by 150 women's national team players - calling for equal World Cup prize money.https://t.co/AvJCkqbDdK— Anthony Joseph (@AnthonyRJoseph) March 15, 2023 Verðlaunaféð á HM í Katar var alls upp á 440 milljónir dollara, 63 milljarðar, þar af fengu heimsmeistarar Argentínu 42 milljónir dollara, sex milljarða króna. Árið 2019 var heildarupphæð verðlaunafés á HM kvenna 30 milljónir dollara, 4,2 milljarðar króna þar af fengu heimsmeistarar Bandaríkjanna fjórar milljónir dollara eða 572 milljónir íslenskra króna. Fótboltakonur heimsins vilja skilja við íþróttina sína í betri stöðu en þegar þær komu inn í hana þannig að næsta kynslóð knattspyrnukvenna geti notið betri aðstöðu og betri tækifæra en þær. HM 2022 í Katar FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira
FIFPRO vakti athygli á þeirri staðreynd að konur á HM 2019 fengu aðeins sjö prósent af því sem karlarnir fengu á HM 2022. Nú hafa leikmannasamtökin skrifað bréf til FIFA þar sem kallað er eftir jafnrétti varðandi aðstöðu, aðbúnað og verðlaunafé á HM kvenna og HM karla í fótbolta. FIFPro wants equal pay for equal work (so do we, OFC). The union proposed that FIFA set an equal framework of regulations and conditions for both WCs including travel, facilities and delegation size and pay out equal prize money for the competitions. pic.twitter.com/WwrHYQeyeI— The GIST USA (@thegistusa) March 15, 2023 ESPN fékk að sjá bréfið sem var sent beint til Gianni Infantino, forseta FIFA, í október síðastliðnum eða rétt fyrir heimsmeistaramót karla í Katar. The Wall Street Journal fjallaði fyrst um málið en fjórir mánuðir eru í að HM kvenna hefjist sem fer að þessu sinni fram í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Leikmannasamtökin segja meðal annars að mun lægra verðlaunafé hafi það meðal annars í för með sér að þjóðir munu setja karlalandsliðið í forgang yfir kvennalandsliðið. Um leið er litið á kvennafótbolta sem útgjaldalið en ekki að hann sé að leggja eitthvað fram til íþróttarinnar. „Sama vinna og sami árangur ætti að fá sömu verðlaun,“ segir meðal annars í bréfinu. ESPN fékk líka yfirlýsingu frá FIFPRO og þar segir meðal annars að leikmenn frá 150 kvennalandsliðum í heimi hafi skrifað undir bréfið sem var sent til Infantino og FIFA í október á síðasta ári. FIFPro have sent a letter to FIFA - signed by 150 women's national team players - calling for equal World Cup prize money.https://t.co/AvJCkqbDdK— Anthony Joseph (@AnthonyRJoseph) March 15, 2023 Verðlaunaféð á HM í Katar var alls upp á 440 milljónir dollara, 63 milljarðar, þar af fengu heimsmeistarar Argentínu 42 milljónir dollara, sex milljarða króna. Árið 2019 var heildarupphæð verðlaunafés á HM kvenna 30 milljónir dollara, 4,2 milljarðar króna þar af fengu heimsmeistarar Bandaríkjanna fjórar milljónir dollara eða 572 milljónir íslenskra króna. Fótboltakonur heimsins vilja skilja við íþróttina sína í betri stöðu en þegar þær komu inn í hana þannig að næsta kynslóð knattspyrnukvenna geti notið betri aðstöðu og betri tækifæra en þær.
HM 2022 í Katar FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira