„Ég ímyndaði mér alltaf að ég ætti aðra fjölskyldu“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 16. mars 2023 10:35 Leikarinn og tónlistarmaðurinn Björn Stefánsson, eða Bjössi í Mínus, er gestur Einkalífsins að þessu sinni. Vísir/Vilhelm „Ég veit að þetta hljómar rosalega rangt en svona var barnsheilinn minn, því að ég upplifði svo sterkt að þetta ætti ekki að vera svona,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson. Hann segir algengt að börn sem upplifi aftengingu í æsku, eigi það til að fantasera um uppruna sinn. Ljúfi og reiði rokkarinn Björn, eða Bjössi í Mínus eins og hann er iðulega kallaður, er gestur í nýjasta þætti Einkalífsins þar sem hann tjáir sig einlægt um lífið og tilveruna. Hann skaust fyrst upp á sjónarsviðið 18 ára gamall sem reiði og óttalausi tommuleikari hljómsveitarinnar Mínus en þaðan dregur hann viðurnefni sitt sem hefur fylgt honum æ síðan. Húðirnar lamdi hann af svo miklum eldmóð og ástríðu að eftir því var tekið en árið 2006 var hann valinn fjórði besti trommari sögunnar af hinu virta tónlistartímariti Metalhammer. Það var einhver ólga í manni. Ég var rosalega reiður og Mínus var svakalegur leikvöllur fyrir þessa reiði. Þrátt fyrir harða rokkaraímynd út á við á þessum tíma var Bjössi alltaf þekktur fyrir að vera einstaklega ljúfur og glaðlyndur sem varð til þess að á yngri árum var hann oft kallaður Bjössi the Kid sem nokkurs konar vísun í barnslega einlægni hans. Vissi snemma að eitthvað var að Í dag er Bjössi þriggja barna faðir, fastráðinn sem leikari hjá Borgarleikhúsinu og fær nú útrás fyrir tilfinningar sínar og sköpunargleði einnig í leiklistinni. Frá því að hann man eftir sér segist Bjössi hafa skynjað að hlutirnir voru ekki eins og þeir áttu að vera og fljótt byrjað að upplifa mikinn kvíða. „Minningin mín er svona eins og óveður í hausnum á mér,“ en æskuárin segir hann hafa einkennst af miklum alkóhólisma á heimilinu og þeirri óreiðu og óöryggi sem þeim sjúkdómi getur fylgt. Ég upplifði mjög snemma að það eru þessi röngu skilaboð og ég fer einhvern veginn með þetta veganesti að það má stundum ljúga, ekki svara í símann og þetta allt... þessi hvíta lygi sem er oft tengd þessum alkóhólisma. Foreldrar Bjössa skilja þegar hann er þriggja ára en faðir hans var trommuleikarinn Stefán Jóhannsson eða Stebbi í Dátum eins og hann var best þekktur. Ég átti þessar pabbahelgar og þá upplifði ég mikið öryggi því að pabbi var mjög hæglátur og rólegur. Rosalega mikill húmoristi en ég finn rosalega mikið af mér í honum. Fann fljótt fyrir sátt Bjössi talar umbúðalaust og heiðarlega um erfiðleikana og áföllin í uppeldinu en á sama tíma með mikilli virðingu og hlýju í garð móður sinnar og fósturföður. Aðspurður segist hann fljótt hafa tekið þennan tíma í sátt og í dag sé samband hans við móður sína mjög gott. Sjálfur hafi hann markvisst unnið að því að öðlast skilning á aðstæðum hennar og sögu foreldra sinna sem hafi hjálpað honum mikið á sinni vegferð. Mamma var bara að gera sitt besta. Hún vann tvær vinnur og alveg harðdugleg kona en að díla við þennan alkóhólisma hjá fósturföður mínum, sem var auðvitað líka að gera sitt besta. En þetta var bara fólk sem var bara að reyna að troða marvaða. Saga beggja foreldra Bjössa er á margt merkileg og hefur hann undanfarin ár leitað mikið í það að afla sér upplýsinga um fjölskyldusögu sína og meðal annars skrásett og tekið viðtöl bæði við föðurömmu sína og móður sína. Í viðtalinu sem nálgast má í heild sinni hér að ofan talar Bjössi meðal annars um ævintýrið með Mínus, fjölskyldusöguna sem á hug hans allan, fantasíuheiminn og kynni sín af Pierce nokkrum Brosnan svo eitthvað sé nefnt. Einkalífið Leikhús Tónlist Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Ljúfi og reiði rokkarinn Björn, eða Bjössi í Mínus eins og hann er iðulega kallaður, er gestur í nýjasta þætti Einkalífsins þar sem hann tjáir sig einlægt um lífið og tilveruna. Hann skaust fyrst upp á sjónarsviðið 18 ára gamall sem reiði og óttalausi tommuleikari hljómsveitarinnar Mínus en þaðan dregur hann viðurnefni sitt sem hefur fylgt honum æ síðan. Húðirnar lamdi hann af svo miklum eldmóð og ástríðu að eftir því var tekið en árið 2006 var hann valinn fjórði besti trommari sögunnar af hinu virta tónlistartímariti Metalhammer. Það var einhver ólga í manni. Ég var rosalega reiður og Mínus var svakalegur leikvöllur fyrir þessa reiði. Þrátt fyrir harða rokkaraímynd út á við á þessum tíma var Bjössi alltaf þekktur fyrir að vera einstaklega ljúfur og glaðlyndur sem varð til þess að á yngri árum var hann oft kallaður Bjössi the Kid sem nokkurs konar vísun í barnslega einlægni hans. Vissi snemma að eitthvað var að Í dag er Bjössi þriggja barna faðir, fastráðinn sem leikari hjá Borgarleikhúsinu og fær nú útrás fyrir tilfinningar sínar og sköpunargleði einnig í leiklistinni. Frá því að hann man eftir sér segist Bjössi hafa skynjað að hlutirnir voru ekki eins og þeir áttu að vera og fljótt byrjað að upplifa mikinn kvíða. „Minningin mín er svona eins og óveður í hausnum á mér,“ en æskuárin segir hann hafa einkennst af miklum alkóhólisma á heimilinu og þeirri óreiðu og óöryggi sem þeim sjúkdómi getur fylgt. Ég upplifði mjög snemma að það eru þessi röngu skilaboð og ég fer einhvern veginn með þetta veganesti að það má stundum ljúga, ekki svara í símann og þetta allt... þessi hvíta lygi sem er oft tengd þessum alkóhólisma. Foreldrar Bjössa skilja þegar hann er þriggja ára en faðir hans var trommuleikarinn Stefán Jóhannsson eða Stebbi í Dátum eins og hann var best þekktur. Ég átti þessar pabbahelgar og þá upplifði ég mikið öryggi því að pabbi var mjög hæglátur og rólegur. Rosalega mikill húmoristi en ég finn rosalega mikið af mér í honum. Fann fljótt fyrir sátt Bjössi talar umbúðalaust og heiðarlega um erfiðleikana og áföllin í uppeldinu en á sama tíma með mikilli virðingu og hlýju í garð móður sinnar og fósturföður. Aðspurður segist hann fljótt hafa tekið þennan tíma í sátt og í dag sé samband hans við móður sína mjög gott. Sjálfur hafi hann markvisst unnið að því að öðlast skilning á aðstæðum hennar og sögu foreldra sinna sem hafi hjálpað honum mikið á sinni vegferð. Mamma var bara að gera sitt besta. Hún vann tvær vinnur og alveg harðdugleg kona en að díla við þennan alkóhólisma hjá fósturföður mínum, sem var auðvitað líka að gera sitt besta. En þetta var bara fólk sem var bara að reyna að troða marvaða. Saga beggja foreldra Bjössa er á margt merkileg og hefur hann undanfarin ár leitað mikið í það að afla sér upplýsinga um fjölskyldusögu sína og meðal annars skrásett og tekið viðtöl bæði við föðurömmu sína og móður sína. Í viðtalinu sem nálgast má í heild sinni hér að ofan talar Bjössi meðal annars um ævintýrið með Mínus, fjölskyldusöguna sem á hug hans allan, fantasíuheiminn og kynni sín af Pierce nokkrum Brosnan svo eitthvað sé nefnt.
Einkalífið Leikhús Tónlist Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira