Nú hægt að einbeita sér að því sem skiptir máli Bjarki Sigurðsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 15. mars 2023 14:59 Ragnar Þór Ingólfsson var endurkjörinn formaður VR í dag. Vísir/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson, nýendurkjörinn formaður stéttarfélagsins VR, segist vera sáttur við niðurstöðuna í formannskosningunum. Hann telur hópinn sem kemur nýr í stjórn félagsins vera mjög öflugan. Tilkynnt var í dag að Ragnar Þór Ingólfsson hafi verið endurkjörinn formaður VR með 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu Hrannar Hjartardóttur sem bauð sig fram á móti honum. Í samtali við fréttastofu segist Ragnar vera sáttur með niðurstöðuna og les í hana að hann sé með mikinn stuðning innan félagsins. „Við erum með stórt og mikið félag, það er mikil breidd. Við erum með alla tekjuhópa, allt menntastig og þar fram eftir götunum. Þannig að það er mikil áskorun að setja saman kröfugerð og ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir alla. það er oft líklegra að það séu allir jafn óánægðir en jafn ánægðir. Í ljósi þess að ég er eini formaðurinn sem hefur staðið af sér mótframboð þá er ég ótrúlega sáttur við niðurstöðuna,“ segir Ragnar. Klippa: Krefjandi tímar framundan Tímarnir framundan hjá VR eru mjög krefjandi að mati Ragnars og því sé það mikilvægt að vera samheldin og þétt. Framundan eru kjarasamningar í rúmlega tíu prósent verðbólga og segir hann leigumarkaðinn vera vígvöll. Honum þykir það gott að þessari baráttu sé lokið svo hægt sé að einbeita sér að því sem skiptir máli. Halla Gunnarsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson, Jennifer Schröder og Vala Ólöf Kristjánsdóttir koma öll ný inn í stjórn VR og missa Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Helga Ingólfsdóttir sæti sín. Þær buðu sig báðar aftur fram. „Ég get unnið með öllum og ég held að þessi hópur sem er að koma inn í stjórnina sé bara mjög öflugur. Það sem við þurfum á að halda í verkefnunum fram undan. Ég hef engar áhyggjur af öðru en að stjórn muni snúa bökum saman og vinna fyrir félagsfólk og fólkið í landinu inn í næstu kjaraviðræður,“ segir Ragnar. Stéttarfélög Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Tilkynnt var í dag að Ragnar Þór Ingólfsson hafi verið endurkjörinn formaður VR með 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu Hrannar Hjartardóttur sem bauð sig fram á móti honum. Í samtali við fréttastofu segist Ragnar vera sáttur með niðurstöðuna og les í hana að hann sé með mikinn stuðning innan félagsins. „Við erum með stórt og mikið félag, það er mikil breidd. Við erum með alla tekjuhópa, allt menntastig og þar fram eftir götunum. Þannig að það er mikil áskorun að setja saman kröfugerð og ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir alla. það er oft líklegra að það séu allir jafn óánægðir en jafn ánægðir. Í ljósi þess að ég er eini formaðurinn sem hefur staðið af sér mótframboð þá er ég ótrúlega sáttur við niðurstöðuna,“ segir Ragnar. Klippa: Krefjandi tímar framundan Tímarnir framundan hjá VR eru mjög krefjandi að mati Ragnars og því sé það mikilvægt að vera samheldin og þétt. Framundan eru kjarasamningar í rúmlega tíu prósent verðbólga og segir hann leigumarkaðinn vera vígvöll. Honum þykir það gott að þessari baráttu sé lokið svo hægt sé að einbeita sér að því sem skiptir máli. Halla Gunnarsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson, Jennifer Schröder og Vala Ólöf Kristjánsdóttir koma öll ný inn í stjórn VR og missa Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Helga Ingólfsdóttir sæti sín. Þær buðu sig báðar aftur fram. „Ég get unnið með öllum og ég held að þessi hópur sem er að koma inn í stjórnina sé bara mjög öflugur. Það sem við þurfum á að halda í verkefnunum fram undan. Ég hef engar áhyggjur af öðru en að stjórn muni snúa bökum saman og vinna fyrir félagsfólk og fólkið í landinu inn í næstu kjaraviðræður,“ segir Ragnar.
Stéttarfélög Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira