Sitja ekki á óinnleystu tapi vegna skuldabréfa sem hafa lækkað í verði
![Viðskiptabankarnir fjórir hér á landi – Arion, Íslandsbanki, Kvika og Landsbankinn – segjast allir beita annarri aðferð en SVB-bankinn í Bandaríkjunum við að meta virði skuldabréfa í bókum sínum. Í öllum tilfellum fullyrða bankarnir að þeir séu því ekki með neitt óinnleyst tap vegna skuldabréfaeigna.](https://www.visir.is/i/218787DFF0E5FA6BE0F7647FF909CF5D84416473E2A1CE8AF8B2234BA28324D4_713x0.jpg)
Íslensku viðskiptabankarnir fjórir sitja ekki á neinu óinnleystu tapi í bókum sínum í tengslum við mörg hundruð milljarða króna eign þeirra í skuldabréfum en ólíkt því sem átti við um Silicon Valley Bank (SVB), sem varð gjaldþrota fyrir helgi, eru slík verðbréf metin á markaðsvirði í reikningum bankanna hér á landi. Margir evrópskir bankar beita hins vegar sömu aðferð og SVB þar sem skuldabréfasafn þeirra er metið á kostnaðarverði en meðal annars vegna sterkrar lausafjárstöðu er ólíklegt að bankarnir neyðist til að selja þau bréf með afföllum, samkvæmt nýrri greiningu Moody´s.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/D01B1E74AD51165671E1949B455F2DABD7F193F0499FC06FC6C28E224BB21D0B_308x200.jpg)
Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum
Gjaldþrot Silicon Valley Bank (SVB) sýnir að sú stefna sem fjármálayfirvöld hafa rekið í einn og hálfan áratug var röng. Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum. Fleiri bankar glími við samskonar vanda og SVB en það stefnir þó ekki í aðra bankakrísu, segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics.
![](https://www.visir.is/i/E9CF7441C60634D8577B90C1A74AF20E2577C46BD3FF6F74D77241CB84DEED2D_308x200.jpg)
Gjaldþrot banka í Kísildal smitast til fjármálamarkaða á Íslandi
Gjaldþrot bankans Silicon Valley Bank í Bandaríkjunum hefur leitt til verðlækkana á hlutabréfamörkuðum um allan heim og breytt spám um stýrivaxtahækkanir. Hérlendis hafa verið umtalsverðar lækkanir á hlutabréfum og krafa á óverðtryggð ríkisskuldabréf lækkaði vegna væntinga um að Seðlabankinn hækki stýrivexti minna en áður var talið.