Fótbolti

Þrír Íslendingar í liði umferðarinnar í Danmörku

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk fyrir Lyngby um helgina.
Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk fyrir Lyngby um helgina. getty/Rene Schutze

Þrír Íslendingar eru í liði 21. umferðar í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta karla.

Þetta eru þeir Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Finnsson, leikmenn Lyngby, og Hákon Arnar Haraldsson sem spilar með FC Kaupmannahöfn.

Lyngby, sem Freyr Alexandersson stýrir, vann sinn annan leik í röð þegar liðið sigraði Midtjylland, 1-3, á útivelli. 

Sævar Atli skoraði fyrstu tvö mörk Lyngby, annað þeirra eftir sendingu frá Kolbeini. Alfreð Finnbogason lagði svo þriðja mark heimamanna upp fyrir Christian Gytkjær sem er einnig í liði 21. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar ásamt miðverðinum Lucas Boel Hey. Fjórir af ellefu í úrvalsliðinu koma því úr röðum Lyngby.

Lyngby er enn á botni dönsku úrvalsdeildarinnar, nú með fimmtán stig líkt og Álaborg.

Hákon skoraði eitt mark og lagði upp annað er FCK vann öruggan sigur á Horsens á útivelli, 1-4. Skagamaðurinn hefur alls skorað þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar í tuttugu deildarleikjum á tímabilinu.

FCK er í 2. sæti deildarinnar með 39 stig, einu stigi á eftir toppliði Nordsjælland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×