Fótbolti

Mikael og félagar tryggðu sér sæti í efri hlutanum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mikael Neville Anderson og félagar hans í AGF unnu góðan sigur í kvöld.
Mikael Neville Anderson og félagar hans í AGF unnu góðan sigur í kvöld. Jonathan Moscrop/Getty Images

Mikael Neville Anderson og félagar hans í AGF tryggðu sér í kvöld sæti í efri hluta dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er liðið vann góðan 2-1 útisigur gegn Randers.

Líkt og Besta-deildin hér á Íslandi skiptist danska deildin í tvo hluta þegar tvöföld umferð hefur verið leikin, efri og neðri hluta.

AGF og Randers voru bæði í hörkubaráttu um sæti í efri hlutanum fyrir leik kvöldsins og ljóst að sigur hefði nægt báðum liðum til að tryggja sæti sitt.

Mikael var í byrjunarliði AGF og lék allar mínútur venjulegs leiktíma, en var tekinn af velli á þriðju mínútu uppbótartíma.

AGF hafði að lokum betur, 2-1, og liðið situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 32 stig þegar ein umferð er eftir áður en deildinni er skipt upp. Randers situr hins vegar í sjötta sæti með 29 stig og þarf sigur gegn Álaborg í lokaumferðinni til að tryggja sér sæti í efri hlutanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×