Tapið skelfilega eini heili leikur Casemiro á tíu leikja tímabili Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2023 15:30 David de Gea reynir að hughreysta Casemiro eftir rauða spjaldið gegn Southampton. EPA-EFE/Adam Vaughan Manchester United þarf að spjara sig án brasilíska miðjumannsins Casemiro í fjórum leikjum til viðbótar eftir að hann fékk sitt annað rauða spjald á rúmum mánuði í gær, í jafnteflinu við Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta eru ansi slæmar fréttir fyrir United því Casemiro hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu á sinni fyrstu leiktíð eftir komuna frá Real Madrid. Tölfræðin sýnir að liðinu gengur mun betur með hann innanborðs og er United með 76% sigurhlutfall í leikjum Casemiro en aðeins 43% í leikjunum sjö án hans, ef horft er til allra keppna. Manchester United with and without Casemiro this season... pic.twitter.com/VRpfo3QnuU— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 13, 2023 Casemiro fékk einnig rautt spjald gegn Crystal Palace í febrúar. Þessi rauðu spjöld, og alls sjö leikja bann sem þeim fylgir, þýða að á tíu leikja tímabili United í ensku úrvalsdeildinni er eini heili leikurinn hjá Casemiro 7-0 tapið gegn Liverpool. Fyrsti leikurinn í þeirri törn er leikur þar sem að Casemiro tók út bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda, í tveimur leikjum fékk hann rautt spjald og rauðu spjöldin halda honum frá keppni í samtals sex deildarleikjum. Casemiro's 10-match league span: Suspended Sent off Suspended Suspended Suspended Lost 7-0 Sent off Suspended Suspended Suspended pic.twitter.com/Iil8AvLjEf— WhoScored.com (@WhoScored) March 13, 2023 Casemiro verður ekki bara í banni í deildarleikjum því hann byrjar á að taka út einn leik í banni um næstu helgi þegar United mætir Fulham í ensku bikarkeppninni. Hann missir svo af leikjum gegn Newcastle, Brentford og Everton í deildinni, og gæti næst spilað deildarleik 15. apríl gegn Nottingham Forest. Bannið hefur þó ekki áhrif á Evrópudeildina og þar getur Casemiro spilað á fimmtudaginn í seinni leiknum gegn Real Betis á Spáni. Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Þetta eru ansi slæmar fréttir fyrir United því Casemiro hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu á sinni fyrstu leiktíð eftir komuna frá Real Madrid. Tölfræðin sýnir að liðinu gengur mun betur með hann innanborðs og er United með 76% sigurhlutfall í leikjum Casemiro en aðeins 43% í leikjunum sjö án hans, ef horft er til allra keppna. Manchester United with and without Casemiro this season... pic.twitter.com/VRpfo3QnuU— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 13, 2023 Casemiro fékk einnig rautt spjald gegn Crystal Palace í febrúar. Þessi rauðu spjöld, og alls sjö leikja bann sem þeim fylgir, þýða að á tíu leikja tímabili United í ensku úrvalsdeildinni er eini heili leikurinn hjá Casemiro 7-0 tapið gegn Liverpool. Fyrsti leikurinn í þeirri törn er leikur þar sem að Casemiro tók út bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda, í tveimur leikjum fékk hann rautt spjald og rauðu spjöldin halda honum frá keppni í samtals sex deildarleikjum. Casemiro's 10-match league span: Suspended Sent off Suspended Suspended Suspended Lost 7-0 Sent off Suspended Suspended Suspended pic.twitter.com/Iil8AvLjEf— WhoScored.com (@WhoScored) March 13, 2023 Casemiro verður ekki bara í banni í deildarleikjum því hann byrjar á að taka út einn leik í banni um næstu helgi þegar United mætir Fulham í ensku bikarkeppninni. Hann missir svo af leikjum gegn Newcastle, Brentford og Everton í deildinni, og gæti næst spilað deildarleik 15. apríl gegn Nottingham Forest. Bannið hefur þó ekki áhrif á Evrópudeildina og þar getur Casemiro spilað á fimmtudaginn í seinni leiknum gegn Real Betis á Spáni.
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira