Slagurinn harðnar og bæði saka hitt um ósannindi og óhróður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2023 12:29 Það hefur heldur betur hitnað í kolunum í framboðsslagnum hjá VR. vísir/vilhelm Enn harðnar kosningabaráttan um formannsstólinn hjá VR en Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formaður hefur verið sakaður um að standa fyrir áróðursherferð gegn Höllu Gunnarsdóttur, sem býður sig fram til stjórnar. „Nú er mér allri lokið. Hvaða lygavef er nákvæmlega verið að spinna í höfuðstöðvum Ragnars Þórs Ingólfssonar um mig?!“ spyr Elva Hrönn Hjartardóttir, mótframbjóðandi Ragnars, á Facebook. Elva segir lygar, óheiðarleika og falsfréttir hafa einkennt kosningabaráttu Ragnars Þórs, sem og formannstíð hans, og að málflutningur hans og félaga hans um „VG konuna ógurlegu sem boðar bara teboð með atvinnurekendum“ sé ekkert nema hræsni. Í þessu samhengi nefnir Elva að Helga Ingólfsdóttir, stjórnarkona og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, sé einn „dyggasti þjónn“ Ragnars. Þá sé Ásta Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, „annar dyggur þjónn“. „Ragnar Þór getur greinilega eftir allt saman unnið með öllum, þvert á flokkakerfið og sama hvort um launafólk eða atvinnurekendur er að ræða. Svo lengi sem viðkomandi tilheyra JÁ-kórnum og koma ekki "beint úr VG" auðvitað. Öll þrjú eiga þau það sameiginlegt að hafa gagngert beitt sér gegn mér með skrifum fullum af ósannindum og lýðskrumi, allt til að staðfesta lygarnar frá Ragnari Þór,“ segir Elva á Facebook. Stuðningsmenn Ragnars sakaðir um herferð gegn Höllu Elva deilir Facebook-færslu Guðbjargar Magnúsdóttur, sem segir frá því að hafa fengið símtal í gær þar sem hún var hvött til að kjósa ekki fyrrverandi aðstoðarmann ráðherra; Höllu Gunnarsdóttur. „Helsta ástæðan var að það væri ekki gott að fólk úr pólítkinni hefði eitthvað með stéttarbaráttuna að gera. Með mikilli vinsemd benti ég hringjaranum á að í framboði til stjórnar væru tvær konur sem væru flokksbundnar í Sjálfstæðisflokknum, önnur þeirra, Helga Ingólfsdóttir, Ragnars kona, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðimanna í Hafnarfirði! Hringjarinn kom ofan af fjölllum, hafði ekki hugmynd um það, þrátt fyrir að vera sjálf flokksbundin í Sjálfstæðisflokknum sem kom síðar fram í samtalinu!“ segir Guðbjörg. Sjálfur svaraði Ragnar Þór á Facebook nú fyrir stundu. Segir hann Elvu ítrekað hafa sakað sig um ósannindi og um að vera „klassískt dæmi um valdamikinn mann sem notfærir sér þekkingarleysi annarra til að bera út ósannindi og grafa undan lýðræðinu.“ Ragnar segist hafa lesið „ótrúlega ósanngjarna og illkvittna“ hluti um sig og sína persónu í kosningabaráttunni, frá stuðningsfólki Elvu. Hins vegar finni hann fyrir miklum stuðningi. „Ég hef kappkostað að láta kosningabaráttuna snúast um málefnin, verkefnin framundan og lausnir. Þau sem mig þekkja vita að ég hef ávalt unnið að heilindum og af mikilli ástríðu fyrir fólkið okkar í VR og samfélagið allt, og mun gera það áfram njóti ég stuðnings til þess. En það sem ég mun ekki gera er að láta draga mig niður á það plan sem mótframbjóðandi minn og stuðningsfólk hennar er komið á og hefur ítrekað reynt að beina umræðunni á þann stað sem það vill helst vera.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira
„Nú er mér allri lokið. Hvaða lygavef er nákvæmlega verið að spinna í höfuðstöðvum Ragnars Þórs Ingólfssonar um mig?!“ spyr Elva Hrönn Hjartardóttir, mótframbjóðandi Ragnars, á Facebook. Elva segir lygar, óheiðarleika og falsfréttir hafa einkennt kosningabaráttu Ragnars Þórs, sem og formannstíð hans, og að málflutningur hans og félaga hans um „VG konuna ógurlegu sem boðar bara teboð með atvinnurekendum“ sé ekkert nema hræsni. Í þessu samhengi nefnir Elva að Helga Ingólfsdóttir, stjórnarkona og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, sé einn „dyggasti þjónn“ Ragnars. Þá sé Ásta Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, „annar dyggur þjónn“. „Ragnar Þór getur greinilega eftir allt saman unnið með öllum, þvert á flokkakerfið og sama hvort um launafólk eða atvinnurekendur er að ræða. Svo lengi sem viðkomandi tilheyra JÁ-kórnum og koma ekki "beint úr VG" auðvitað. Öll þrjú eiga þau það sameiginlegt að hafa gagngert beitt sér gegn mér með skrifum fullum af ósannindum og lýðskrumi, allt til að staðfesta lygarnar frá Ragnari Þór,“ segir Elva á Facebook. Stuðningsmenn Ragnars sakaðir um herferð gegn Höllu Elva deilir Facebook-færslu Guðbjargar Magnúsdóttur, sem segir frá því að hafa fengið símtal í gær þar sem hún var hvött til að kjósa ekki fyrrverandi aðstoðarmann ráðherra; Höllu Gunnarsdóttur. „Helsta ástæðan var að það væri ekki gott að fólk úr pólítkinni hefði eitthvað með stéttarbaráttuna að gera. Með mikilli vinsemd benti ég hringjaranum á að í framboði til stjórnar væru tvær konur sem væru flokksbundnar í Sjálfstæðisflokknum, önnur þeirra, Helga Ingólfsdóttir, Ragnars kona, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðimanna í Hafnarfirði! Hringjarinn kom ofan af fjölllum, hafði ekki hugmynd um það, þrátt fyrir að vera sjálf flokksbundin í Sjálfstæðisflokknum sem kom síðar fram í samtalinu!“ segir Guðbjörg. Sjálfur svaraði Ragnar Þór á Facebook nú fyrir stundu. Segir hann Elvu ítrekað hafa sakað sig um ósannindi og um að vera „klassískt dæmi um valdamikinn mann sem notfærir sér þekkingarleysi annarra til að bera út ósannindi og grafa undan lýðræðinu.“ Ragnar segist hafa lesið „ótrúlega ósanngjarna og illkvittna“ hluti um sig og sína persónu í kosningabaráttunni, frá stuðningsfólki Elvu. Hins vegar finni hann fyrir miklum stuðningi. „Ég hef kappkostað að láta kosningabaráttuna snúast um málefnin, verkefnin framundan og lausnir. Þau sem mig þekkja vita að ég hef ávalt unnið að heilindum og af mikilli ástríðu fyrir fólkið okkar í VR og samfélagið allt, og mun gera það áfram njóti ég stuðnings til þess. En það sem ég mun ekki gera er að láta draga mig niður á það plan sem mótframbjóðandi minn og stuðningsfólk hennar er komið á og hefur ítrekað reynt að beina umræðunni á þann stað sem það vill helst vera.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira