Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Kristján Már Unnarsson skrifar 12. mars 2023 22:44 Ólafur Þór Ólafsson er sveitarstjóri Tálknafjarðar. Steingrímur Dúi Másson Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. Í fréttum Stöðvar 2 könnuðum við sameiningarhug fyrir vestan og ræddum við Ólaf Þór Ólafsson, sveitarstjóra Tálknafjarðar, og Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur, formann bæjarráðs Vesturbyggðar. Þrjátíu ár verða liðin á næsta ári frá því öll sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum nema Tálknafjörður sameinuðust í Vesturbyggð. Patreksfirðingar og Bílddælingar runnu þannig saman en með Tálknfirðinga á milli sín. Tálknfirðingar hafa tvívegis áður kosið um sameiningu en jafnan fellt. En hvað hefur breyst núna? Aðstæður á Vestfjörðum eru núna aðrar, segir sveitarstjórinn á Tálknafirði. Breytt umhverfi sé í atvinnulífi. Takast þurfi á við önnur og stór verkefni. „Mín tilfinning er sú að fólk finni að það sé betra að sveitarfélagið á sunnanverðum Vestfjörðum sé stærra og öflugra sem tekst á við þau,“ segir Ólafur Þór. Þórkatla Soffía Ólafsdóttir er formaður bæjarráðs Vesturbyggðar.Steingrímur Dúi Másson Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur einnig samþykkt að hefja formlegar sameiningarviðræður, að sögn formanns bæjarráðs. „Við teljum það vera mikilvægt að hafa eina rödd frá sunnanverðum Vestfjörðum. Við verðum sterkari á móti,“ segir Þórkatla Soffía. Alls búa núna 1.130 manns í Vesturbyggð en þar er Patreksfjörður fjölmennasta byggðin með 740 íbúa, miðað við 240 íbúa á Tálknafirði. Forystumenn sveitarfélaganna segja brýnt að sameiningu fylgi bættar samgöngur. Jarðgöng eru sérstaklega nefnd og það bæði undir Hálfdán og Mikladal. En hvað var þetta með Tálknfirðinga? Af hverju voru þeir alltaf svona á móti sameiningu? Svar sveitarstjórans má sjá hér í frétt Stöðvar 2: Tálknafjörður Vesturbyggð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Opinber störf vegna fiskeldis fari á sunnanverða Vestfirði Forystumenn á Vestfjörðum þrýsta á að rannsóknar- og eftirlitsstörf vegna fiskeldis verði staðsett í fjórðungnum enda séu vestfirsk samfélög og firðir undir. Formaður bæjarráðs Vesturbyggðar segir að til þessa hafi ekkert einasta opinbert starf vegna greinarinnar komið á sunnanverða Vestfirði. 2. mars 2023 21:42 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19 Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37 Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 könnuðum við sameiningarhug fyrir vestan og ræddum við Ólaf Þór Ólafsson, sveitarstjóra Tálknafjarðar, og Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur, formann bæjarráðs Vesturbyggðar. Þrjátíu ár verða liðin á næsta ári frá því öll sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum nema Tálknafjörður sameinuðust í Vesturbyggð. Patreksfirðingar og Bílddælingar runnu þannig saman en með Tálknfirðinga á milli sín. Tálknfirðingar hafa tvívegis áður kosið um sameiningu en jafnan fellt. En hvað hefur breyst núna? Aðstæður á Vestfjörðum eru núna aðrar, segir sveitarstjórinn á Tálknafirði. Breytt umhverfi sé í atvinnulífi. Takast þurfi á við önnur og stór verkefni. „Mín tilfinning er sú að fólk finni að það sé betra að sveitarfélagið á sunnanverðum Vestfjörðum sé stærra og öflugra sem tekst á við þau,“ segir Ólafur Þór. Þórkatla Soffía Ólafsdóttir er formaður bæjarráðs Vesturbyggðar.Steingrímur Dúi Másson Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur einnig samþykkt að hefja formlegar sameiningarviðræður, að sögn formanns bæjarráðs. „Við teljum það vera mikilvægt að hafa eina rödd frá sunnanverðum Vestfjörðum. Við verðum sterkari á móti,“ segir Þórkatla Soffía. Alls búa núna 1.130 manns í Vesturbyggð en þar er Patreksfjörður fjölmennasta byggðin með 740 íbúa, miðað við 240 íbúa á Tálknafirði. Forystumenn sveitarfélaganna segja brýnt að sameiningu fylgi bættar samgöngur. Jarðgöng eru sérstaklega nefnd og það bæði undir Hálfdán og Mikladal. En hvað var þetta með Tálknfirðinga? Af hverju voru þeir alltaf svona á móti sameiningu? Svar sveitarstjórans má sjá hér í frétt Stöðvar 2:
Tálknafjörður Vesturbyggð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Opinber störf vegna fiskeldis fari á sunnanverða Vestfirði Forystumenn á Vestfjörðum þrýsta á að rannsóknar- og eftirlitsstörf vegna fiskeldis verði staðsett í fjórðungnum enda séu vestfirsk samfélög og firðir undir. Formaður bæjarráðs Vesturbyggðar segir að til þessa hafi ekkert einasta opinbert starf vegna greinarinnar komið á sunnanverða Vestfirði. 2. mars 2023 21:42 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19 Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37 Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Opinber störf vegna fiskeldis fari á sunnanverða Vestfirði Forystumenn á Vestfjörðum þrýsta á að rannsóknar- og eftirlitsstörf vegna fiskeldis verði staðsett í fjórðungnum enda séu vestfirsk samfélög og firðir undir. Formaður bæjarráðs Vesturbyggðar segir að til þessa hafi ekkert einasta opinbert starf vegna greinarinnar komið á sunnanverða Vestfirði. 2. mars 2023 21:42
Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19
Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37
Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32