„Við tókum Krýsuvíkurleiðina að þessu“ Siggeir Ævarsson skrifar 12. mars 2023 21:48 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Snædís Bára Njarðvíkingar unnu ótrúlegan sigur á grönnum sínum úr Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld þar sem úrslitin réðust með risastórum þristi frá Raquel Laneiro. Njarðvíkingar fóru illa af ráði sínu í sókninni á undan þar sem þær köstuðu boltanum í hendurnar á Keflvíkingum og þurftu því að brjóta aftur, tveimur stigum undir. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að hann hefði ekki teiknað þetta nákvæmlega svona upp en leikmennirnir hefðu náð að útfæra lokasóknina frábærlega. „Sko. Nei. Ég ætlaði að fá þriggja stiga skot en við tókum Krýsuvíkurleiðina að þessu. Köstum boltanum frá okkur og leikurinn eiginlega farinn en áhorfendur hjálpuðu. Voru með læti í stúkunni sem setti pressu á Karinu sem klikkaði úr báðum vítunum. Frábærlega útfært hraðaupphlaup og góð sending á góðan skotmann sem setti stórt skot.“ Njarðvíkingar hittu ekki á góðan skotdag að þessu sinni, aðeins átta þristar ofan í í 31 skoti, sem gefur 25 prósent nýtingu. Rúnar sagði að hans konur gætu verið miklu agaðari í sínum sóknaraðgerðum en þegar þær náðu að búa til opin skot, þá rötuðu þau ofan í. „Mér fannst öll þriggjastigaskotin sem fóru ofan í það eru galopin skot, þar sem við erum að fara inn í teiginnn og erum að koma honum aftur út á galopna skotmenn til að grípa og skjóta. Rocky (Raquel Laneiro) var kannski með nokkra af driplinu í hraðaupphlaupum en við getum gert ennþá betur í að búa til galopin þriggjastiga skot.“ „Sóknaraðgerðirnar okkar geta verið miklu agaðari heilt yfir. Heilt yfir erum við alltof mikið að skoða og bara gera eitthvað og þá verðum við stundum svolítið ráðvilltar og erum ekki að finna réttu sendingarnar og þar fram eftir götunum. Þannig að ég er mjög ánægður með að vinna en mér finnst við eiga alveg fullt inni.“ Þetta var fyrsti sigur Njarðvíkur í vetur gegn liðinu í efstu þremur sætunum. Sendir það ekki ákveðin skilaboð til hinna liðanna að Njarðvík sé að finna fjölina sína á lokaspretti deildarinnar? „Að sjálfsögðu en ég trúi samt mest að þetta hjálpi okkur. Hjálpi sjálfstraustinu okkar að taka svona leik og hvað þá með svona skoti á lokasekúndunn, það gefur manni mikið, sætur sigur. En ég er búinn að vita það allt tímabilið að við erum alveg á pari við þessi topp þrjú lið.“ „Við erum að verða aðeins rútíneraðri í þessu sem við erum að gera. Við eigum ennþá inni þar, varnarlega líka, þar þurfum við að stoppa í nokkur göt sem voru að koma upp í þessum leik líka. En heilt yfir erum við að taka stíganda og bara frá svona fimm leikjum síðan erum við orðið betra körfuboltalið og eigum eftir að verða betra körfuboltalið, og það er akkúrat árstíminn til þess núna.“ Nú er úrslitakeppnissætið tryggt og að sama skapi komast Njarðvíkingar ekki ofar í töfluna úr þessu. Eru þær að fara að spara sig í síðustu fjórum leikjunum? „Það koma leikir núna gegn ÍR og Breiðabliki. Það eru leikir þar sem við munum klárlega rótera meira en við gerðum í kvöld, þar sem við vorum í bara sjö manna róteringu. Svo eru tvær aðrar upphitanir fyrir úrslitakeppnina gegn Haukum og Val. Við ætlum að sjálfsögðu að vera skynsöm, nýtt körfuboltamót byrjar í apríl og það ætlum við að vera með allar heilar, en þetta kemur bara í ljós, leik fyrir leik,“ sagði kampakátur Rúnar Ingi að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 75-74 | Hádramatík og montrétturinn hafnaði í Njarðvík Njarðvík og Keflavík mættust í slagnum um Reykjanesbæ í kvöld í Subway-deild kvenna þar sem Njarðvík fór að lokum með sigur af hólmi á hádramatískum lokasekúndum. 12. mars 2023 22:55 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Njarðvíkingar fóru illa af ráði sínu í sókninni á undan þar sem þær köstuðu boltanum í hendurnar á Keflvíkingum og þurftu því að brjóta aftur, tveimur stigum undir. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að hann hefði ekki teiknað þetta nákvæmlega svona upp en leikmennirnir hefðu náð að útfæra lokasóknina frábærlega. „Sko. Nei. Ég ætlaði að fá þriggja stiga skot en við tókum Krýsuvíkurleiðina að þessu. Köstum boltanum frá okkur og leikurinn eiginlega farinn en áhorfendur hjálpuðu. Voru með læti í stúkunni sem setti pressu á Karinu sem klikkaði úr báðum vítunum. Frábærlega útfært hraðaupphlaup og góð sending á góðan skotmann sem setti stórt skot.“ Njarðvíkingar hittu ekki á góðan skotdag að þessu sinni, aðeins átta þristar ofan í í 31 skoti, sem gefur 25 prósent nýtingu. Rúnar sagði að hans konur gætu verið miklu agaðari í sínum sóknaraðgerðum en þegar þær náðu að búa til opin skot, þá rötuðu þau ofan í. „Mér fannst öll þriggjastigaskotin sem fóru ofan í það eru galopin skot, þar sem við erum að fara inn í teiginnn og erum að koma honum aftur út á galopna skotmenn til að grípa og skjóta. Rocky (Raquel Laneiro) var kannski með nokkra af driplinu í hraðaupphlaupum en við getum gert ennþá betur í að búa til galopin þriggjastiga skot.“ „Sóknaraðgerðirnar okkar geta verið miklu agaðari heilt yfir. Heilt yfir erum við alltof mikið að skoða og bara gera eitthvað og þá verðum við stundum svolítið ráðvilltar og erum ekki að finna réttu sendingarnar og þar fram eftir götunum. Þannig að ég er mjög ánægður með að vinna en mér finnst við eiga alveg fullt inni.“ Þetta var fyrsti sigur Njarðvíkur í vetur gegn liðinu í efstu þremur sætunum. Sendir það ekki ákveðin skilaboð til hinna liðanna að Njarðvík sé að finna fjölina sína á lokaspretti deildarinnar? „Að sjálfsögðu en ég trúi samt mest að þetta hjálpi okkur. Hjálpi sjálfstraustinu okkar að taka svona leik og hvað þá með svona skoti á lokasekúndunn, það gefur manni mikið, sætur sigur. En ég er búinn að vita það allt tímabilið að við erum alveg á pari við þessi topp þrjú lið.“ „Við erum að verða aðeins rútíneraðri í þessu sem við erum að gera. Við eigum ennþá inni þar, varnarlega líka, þar þurfum við að stoppa í nokkur göt sem voru að koma upp í þessum leik líka. En heilt yfir erum við að taka stíganda og bara frá svona fimm leikjum síðan erum við orðið betra körfuboltalið og eigum eftir að verða betra körfuboltalið, og það er akkúrat árstíminn til þess núna.“ Nú er úrslitakeppnissætið tryggt og að sama skapi komast Njarðvíkingar ekki ofar í töfluna úr þessu. Eru þær að fara að spara sig í síðustu fjórum leikjunum? „Það koma leikir núna gegn ÍR og Breiðabliki. Það eru leikir þar sem við munum klárlega rótera meira en við gerðum í kvöld, þar sem við vorum í bara sjö manna róteringu. Svo eru tvær aðrar upphitanir fyrir úrslitakeppnina gegn Haukum og Val. Við ætlum að sjálfsögðu að vera skynsöm, nýtt körfuboltamót byrjar í apríl og það ætlum við að vera með allar heilar, en þetta kemur bara í ljós, leik fyrir leik,“ sagði kampakátur Rúnar Ingi að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 75-74 | Hádramatík og montrétturinn hafnaði í Njarðvík Njarðvík og Keflavík mættust í slagnum um Reykjanesbæ í kvöld í Subway-deild kvenna þar sem Njarðvík fór að lokum með sigur af hólmi á hádramatískum lokasekúndum. 12. mars 2023 22:55 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 75-74 | Hádramatík og montrétturinn hafnaði í Njarðvík Njarðvík og Keflavík mættust í slagnum um Reykjanesbæ í kvöld í Subway-deild kvenna þar sem Njarðvík fór að lokum með sigur af hólmi á hádramatískum lokasekúndum. 12. mars 2023 22:55
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum