Nýtur sín vel í hröðum leikstíl Finnanna og segir samskiptin að mestu vera á sænsku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2023 10:01 Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram og finnska landsliðsins. vísir/hulda margrét Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, var að vonum ánægður eftir fyrsta keppnisleikinn með finnska landsliðinu. Finnar unnu þá Slóvaka, 30-27, í undankeppni EM 2024. Þorsteinn Gauti var valinn í finnska handboltalandsliðið í vetur. Hann er gjaldgengur með því í gegnum ömmu sína sem var finnsk. Þorsteinn Gauti lék með Finnum á æfingamóti í Lettlandi í janúar en fyrsti keppnisleikurinn var gegn Slóvakíu í fyrradag. Hann skoraði tvö mörk í leiknum. „Ég fór út á mánudaginn og hitti liðið á þriðjudagsmorgunn. Við vorum í æfingabúðum rétt fyrir utan Helsinki. Það voru stífar æfingar og fundir og flottur undirbúningur. Það var skrítið að hitta nokkra í liðinu í fyrsta skipti,“ sagði Þorsteinn Gauti í samtali við Vísi í gær. „Leikurinn spilaðist vel. Ég renndi svolítið blint í sjóinn en það var skemmtilegt að vinna.“ Þorsteinn Gauti tók drjúgan þátt í leiknum á fimmtudaginn. „Ég kom inn á eftir korter og spilaði út fyrri hálfleikinn og svo kom ég aðeins inn á í lokin. Þetta gekk bara vel og ég get gengið sáttur frá leiknum. Þeir eru með flotta stráka í vinstri skyttunni sem ég er vanur að spila. Það eru tveir tveggja metra gæjar, alvöru lurkar. En ég kom aðeins inn á miðjuna líka. Þeir eru frekar þunnskipaðir, eru með gott byrjunarlið en ekki mikið á bekknum og eru í uppbyggingarfasa. Það eru líka ungir strákar þarna.“ Þorsteinn Gauti segist passa vell inn í leikstíl finnska landsliðsins. „Þeir vilja spila þokkalega hratt og keyra upp þannig að þetta er ekkert svo ósvipað því sem maður er vanur.“ Eftir sigurinn á Slóvökum eru Finnar með tvö stig í riðli 2 í undankeppni EM 2024. Efstu tvö liðin í riðlunum átta komast á EM sem og fjögur af þeim átta liðum sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þegar hann er reiknaður saman eru úrslitin gegn liðunum í 4. sæti riðlanna samt ekki tekin með. Finnland og Slóvakía eigast aftur við á morgun og með hagstæðum úrslitum þar verða Þorsteinn Gauti og félagar enn í baráttunni um sæti á EM fyrir síðustu tvo leikina í undankeppninni. Þeir eru gegn Serbíu og Noregi. „Ef við vinnum á sunnudaginn erum við búnir að tryggja okkur 3. sætið og þá er eitthvað opið fyrir síðustu leikina,“ sagði Þorsteinn Gauti. Slóvakar hafa komist á nokkur stórmót undanfarin ár svo sigur Finna í fyrradag var nokkuð óvæntur. Þorsteinn Gauti segir samt að finnska liðið hafi haft trú á því að það gæti unnið Slóvakíu. „Þeir eru búnir að vera í uppbyggingarfasa og töluðu um að núna væri augnablikið til að taka skref fram á við, vinna sterkara lið en þeir hafa unnið áður, öflugt upp á framhaldið og sýna að liðið sé á leið eitthvað,“ sagði Þorsteinn Gauti. Þjálfari Finnlands er Svíinn Ola Lindgren og Þorsteinn Gauti segir að samskiptin í landsliðinu séu að mestu á sænsku. „Þeir tala allir sænsku. Ola talar við þá á sænsku og svo tala þeir ensku við mig. Inni á vellinum tala þeir bara sænsku sem er fínt. Það er auðveldara að átta sig á hvað er í gangi. Það var margt líkt með sænsku og íslensku,“ sagði Þorsteinn Gauti að lokum. EM 2024 í handbolta Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Þorsteinn Gauti var valinn í finnska handboltalandsliðið í vetur. Hann er gjaldgengur með því í gegnum ömmu sína sem var finnsk. Þorsteinn Gauti lék með Finnum á æfingamóti í Lettlandi í janúar en fyrsti keppnisleikurinn var gegn Slóvakíu í fyrradag. Hann skoraði tvö mörk í leiknum. „Ég fór út á mánudaginn og hitti liðið á þriðjudagsmorgunn. Við vorum í æfingabúðum rétt fyrir utan Helsinki. Það voru stífar æfingar og fundir og flottur undirbúningur. Það var skrítið að hitta nokkra í liðinu í fyrsta skipti,“ sagði Þorsteinn Gauti í samtali við Vísi í gær. „Leikurinn spilaðist vel. Ég renndi svolítið blint í sjóinn en það var skemmtilegt að vinna.“ Þorsteinn Gauti tók drjúgan þátt í leiknum á fimmtudaginn. „Ég kom inn á eftir korter og spilaði út fyrri hálfleikinn og svo kom ég aðeins inn á í lokin. Þetta gekk bara vel og ég get gengið sáttur frá leiknum. Þeir eru með flotta stráka í vinstri skyttunni sem ég er vanur að spila. Það eru tveir tveggja metra gæjar, alvöru lurkar. En ég kom aðeins inn á miðjuna líka. Þeir eru frekar þunnskipaðir, eru með gott byrjunarlið en ekki mikið á bekknum og eru í uppbyggingarfasa. Það eru líka ungir strákar þarna.“ Þorsteinn Gauti segist passa vell inn í leikstíl finnska landsliðsins. „Þeir vilja spila þokkalega hratt og keyra upp þannig að þetta er ekkert svo ósvipað því sem maður er vanur.“ Eftir sigurinn á Slóvökum eru Finnar með tvö stig í riðli 2 í undankeppni EM 2024. Efstu tvö liðin í riðlunum átta komast á EM sem og fjögur af þeim átta liðum sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þegar hann er reiknaður saman eru úrslitin gegn liðunum í 4. sæti riðlanna samt ekki tekin með. Finnland og Slóvakía eigast aftur við á morgun og með hagstæðum úrslitum þar verða Þorsteinn Gauti og félagar enn í baráttunni um sæti á EM fyrir síðustu tvo leikina í undankeppninni. Þeir eru gegn Serbíu og Noregi. „Ef við vinnum á sunnudaginn erum við búnir að tryggja okkur 3. sætið og þá er eitthvað opið fyrir síðustu leikina,“ sagði Þorsteinn Gauti. Slóvakar hafa komist á nokkur stórmót undanfarin ár svo sigur Finna í fyrradag var nokkuð óvæntur. Þorsteinn Gauti segir samt að finnska liðið hafi haft trú á því að það gæti unnið Slóvakíu. „Þeir eru búnir að vera í uppbyggingarfasa og töluðu um að núna væri augnablikið til að taka skref fram á við, vinna sterkara lið en þeir hafa unnið áður, öflugt upp á framhaldið og sýna að liðið sé á leið eitthvað,“ sagði Þorsteinn Gauti. Þjálfari Finnlands er Svíinn Ola Lindgren og Þorsteinn Gauti segir að samskiptin í landsliðinu séu að mestu á sænsku. „Þeir tala allir sænsku. Ola talar við þá á sænsku og svo tala þeir ensku við mig. Inni á vellinum tala þeir bara sænsku sem er fínt. Það er auðveldara að átta sig á hvað er í gangi. Það var margt líkt með sænsku og íslensku,“ sagði Þorsteinn Gauti að lokum.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn