Nýtur sín vel í hröðum leikstíl Finnanna og segir samskiptin að mestu vera á sænsku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2023 10:01 Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram og finnska landsliðsins. vísir/hulda margrét Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, var að vonum ánægður eftir fyrsta keppnisleikinn með finnska landsliðinu. Finnar unnu þá Slóvaka, 30-27, í undankeppni EM 2024. Þorsteinn Gauti var valinn í finnska handboltalandsliðið í vetur. Hann er gjaldgengur með því í gegnum ömmu sína sem var finnsk. Þorsteinn Gauti lék með Finnum á æfingamóti í Lettlandi í janúar en fyrsti keppnisleikurinn var gegn Slóvakíu í fyrradag. Hann skoraði tvö mörk í leiknum. „Ég fór út á mánudaginn og hitti liðið á þriðjudagsmorgunn. Við vorum í æfingabúðum rétt fyrir utan Helsinki. Það voru stífar æfingar og fundir og flottur undirbúningur. Það var skrítið að hitta nokkra í liðinu í fyrsta skipti,“ sagði Þorsteinn Gauti í samtali við Vísi í gær. „Leikurinn spilaðist vel. Ég renndi svolítið blint í sjóinn en það var skemmtilegt að vinna.“ Þorsteinn Gauti tók drjúgan þátt í leiknum á fimmtudaginn. „Ég kom inn á eftir korter og spilaði út fyrri hálfleikinn og svo kom ég aðeins inn á í lokin. Þetta gekk bara vel og ég get gengið sáttur frá leiknum. Þeir eru með flotta stráka í vinstri skyttunni sem ég er vanur að spila. Það eru tveir tveggja metra gæjar, alvöru lurkar. En ég kom aðeins inn á miðjuna líka. Þeir eru frekar þunnskipaðir, eru með gott byrjunarlið en ekki mikið á bekknum og eru í uppbyggingarfasa. Það eru líka ungir strákar þarna.“ Þorsteinn Gauti segist passa vell inn í leikstíl finnska landsliðsins. „Þeir vilja spila þokkalega hratt og keyra upp þannig að þetta er ekkert svo ósvipað því sem maður er vanur.“ Eftir sigurinn á Slóvökum eru Finnar með tvö stig í riðli 2 í undankeppni EM 2024. Efstu tvö liðin í riðlunum átta komast á EM sem og fjögur af þeim átta liðum sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þegar hann er reiknaður saman eru úrslitin gegn liðunum í 4. sæti riðlanna samt ekki tekin með. Finnland og Slóvakía eigast aftur við á morgun og með hagstæðum úrslitum þar verða Þorsteinn Gauti og félagar enn í baráttunni um sæti á EM fyrir síðustu tvo leikina í undankeppninni. Þeir eru gegn Serbíu og Noregi. „Ef við vinnum á sunnudaginn erum við búnir að tryggja okkur 3. sætið og þá er eitthvað opið fyrir síðustu leikina,“ sagði Þorsteinn Gauti. Slóvakar hafa komist á nokkur stórmót undanfarin ár svo sigur Finna í fyrradag var nokkuð óvæntur. Þorsteinn Gauti segir samt að finnska liðið hafi haft trú á því að það gæti unnið Slóvakíu. „Þeir eru búnir að vera í uppbyggingarfasa og töluðu um að núna væri augnablikið til að taka skref fram á við, vinna sterkara lið en þeir hafa unnið áður, öflugt upp á framhaldið og sýna að liðið sé á leið eitthvað,“ sagði Þorsteinn Gauti. Þjálfari Finnlands er Svíinn Ola Lindgren og Þorsteinn Gauti segir að samskiptin í landsliðinu séu að mestu á sænsku. „Þeir tala allir sænsku. Ola talar við þá á sænsku og svo tala þeir ensku við mig. Inni á vellinum tala þeir bara sænsku sem er fínt. Það er auðveldara að átta sig á hvað er í gangi. Það var margt líkt með sænsku og íslensku,“ sagði Þorsteinn Gauti að lokum. EM 2024 í handbolta Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Þorsteinn Gauti var valinn í finnska handboltalandsliðið í vetur. Hann er gjaldgengur með því í gegnum ömmu sína sem var finnsk. Þorsteinn Gauti lék með Finnum á æfingamóti í Lettlandi í janúar en fyrsti keppnisleikurinn var gegn Slóvakíu í fyrradag. Hann skoraði tvö mörk í leiknum. „Ég fór út á mánudaginn og hitti liðið á þriðjudagsmorgunn. Við vorum í æfingabúðum rétt fyrir utan Helsinki. Það voru stífar æfingar og fundir og flottur undirbúningur. Það var skrítið að hitta nokkra í liðinu í fyrsta skipti,“ sagði Þorsteinn Gauti í samtali við Vísi í gær. „Leikurinn spilaðist vel. Ég renndi svolítið blint í sjóinn en það var skemmtilegt að vinna.“ Þorsteinn Gauti tók drjúgan þátt í leiknum á fimmtudaginn. „Ég kom inn á eftir korter og spilaði út fyrri hálfleikinn og svo kom ég aðeins inn á í lokin. Þetta gekk bara vel og ég get gengið sáttur frá leiknum. Þeir eru með flotta stráka í vinstri skyttunni sem ég er vanur að spila. Það eru tveir tveggja metra gæjar, alvöru lurkar. En ég kom aðeins inn á miðjuna líka. Þeir eru frekar þunnskipaðir, eru með gott byrjunarlið en ekki mikið á bekknum og eru í uppbyggingarfasa. Það eru líka ungir strákar þarna.“ Þorsteinn Gauti segist passa vell inn í leikstíl finnska landsliðsins. „Þeir vilja spila þokkalega hratt og keyra upp þannig að þetta er ekkert svo ósvipað því sem maður er vanur.“ Eftir sigurinn á Slóvökum eru Finnar með tvö stig í riðli 2 í undankeppni EM 2024. Efstu tvö liðin í riðlunum átta komast á EM sem og fjögur af þeim átta liðum sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þegar hann er reiknaður saman eru úrslitin gegn liðunum í 4. sæti riðlanna samt ekki tekin með. Finnland og Slóvakía eigast aftur við á morgun og með hagstæðum úrslitum þar verða Þorsteinn Gauti og félagar enn í baráttunni um sæti á EM fyrir síðustu tvo leikina í undankeppninni. Þeir eru gegn Serbíu og Noregi. „Ef við vinnum á sunnudaginn erum við búnir að tryggja okkur 3. sætið og þá er eitthvað opið fyrir síðustu leikina,“ sagði Þorsteinn Gauti. Slóvakar hafa komist á nokkur stórmót undanfarin ár svo sigur Finna í fyrradag var nokkuð óvæntur. Þorsteinn Gauti segir samt að finnska liðið hafi haft trú á því að það gæti unnið Slóvakíu. „Þeir eru búnir að vera í uppbyggingarfasa og töluðu um að núna væri augnablikið til að taka skref fram á við, vinna sterkara lið en þeir hafa unnið áður, öflugt upp á framhaldið og sýna að liðið sé á leið eitthvað,“ sagði Þorsteinn Gauti. Þjálfari Finnlands er Svíinn Ola Lindgren og Þorsteinn Gauti segir að samskiptin í landsliðinu séu að mestu á sænsku. „Þeir tala allir sænsku. Ola talar við þá á sænsku og svo tala þeir ensku við mig. Inni á vellinum tala þeir bara sænsku sem er fínt. Það er auðveldara að átta sig á hvað er í gangi. Það var margt líkt með sænsku og íslensku,“ sagði Þorsteinn Gauti að lokum.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti