Útgáfa Landsbankans á evrubréfum ætti að styðja við gjaldeyrismarkaðinn
Með sölu Landsbankans á evrópskum sértryggðum skuldabréfum í evrum fyrir jafnvirði um 45 milljarða íslenskra króna er búið að eyða áhyggjum fjárfesta af endurfjármögnun bankanna sem ætti að styðja við gjaldeyrismarkaðinn. Kjörin á skuldabréfum Landsbankans voru á sambærilegu vaxtaálagi borið saman við útistandandi sértryggð evrubréf Íslandsbanka á eftirmarkaði.
Tengdar fréttir
Tafir á innleiðingu gæti haft „mikil áhrif“ á seljanleika skuldabréfa bankanna
Alþingi náði ekki að afgreiða fyrir jól frumvarp um breytingar á lögum um sértryggð skuldabréf, sem er sagt geta lækkað fjármögnunarkostnað íslenskra banka á tímum þegar aðstæður á mörkuðum hafa sjaldan verið verri, en fjármálaráðherra og forsvarsmenn fjármálafyrirtækja höfðu lýst því yfir að mikilvægt væri að tryggja framgang málsins fyrir áramót. Bankarnir segja brýnt að afgreiðsla frumvarpsins verði sett í forgang ef þeir eiga að geta gefið út sértryggð skuldabréf sem teljast veðhæf hjá Evrópska seðlabankanum sem aftur hafi „mikil áhrif“ á seljanleika þeirra.