Dramað heldur áfram og Diacre látin fjúka Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2023 13:54 Corinne Diacre var í dag rekin úr starfi landsliðsþjálfara Frakklands. Getty Nú þegar aðeins fjórir mánuðir eru í að HM kvenna í fótbolta hefjist í Eyjaálfu hefur Corinne Diacre verið rekin úr starfi landsliðsþjálfara Frakka, eftir mikla óánægju nokkurra leikmanna með hennar störf. Á meðal lykilmanna sem hafa yfirgefið landsliðið vegna Diacre er fyrirliðinn Wendie Renard sem lýsti því yfir fyrir hálfum mánuði að hún væri hætt að spila fyrir Frakkland. Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani hættu einnig en ekki er ljóst nákvæmlega af hverju óánægja leikmannanna stafar, þó að ljóst sé að hún beinist gegn Diacre. Diacre sagði í gær að hún ætlaði sér ekki að hætta með landsliðið og að hún væri í áfalli yfir því ofbeldi og óheiðarleika sem hún hefði mátt þola af völdum þeirra sem vildu koma henni í burtu. Í dag lýsti franska knattspyrnusambandið því hins vegar yfir að Diacre hefði verið látin fara. Í yfirlýsingu franska sambandsins segir að upp hafi verið komin alvarleg staða sem ekki hafi verið hægt að bæta úr og því hefði þjálfarinn orðið að víkja. Þó var tekið fram að óviðunandi væri að leikmenn létu óánægju sína í ljós með þeim hætti sem þeir hefðu gert. Diacre tók við franska landsliðinu árið 2017 en þessi 48 ára gamli þjálfari er fyrrverandi landsliðskona Frakka og spilaði 121 leik fyrir sína þjóð. Franska sambandið hefur nú hafið leit að nýjum þjálfara sem mun því stýra Frakklandi á HM í sumar. Frakkland er þar í riðli með Brasilíu, Jamaíka og Panama og spilar sinn fyrsta leik 23. júlí gegn Jamaíka. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Á meðal lykilmanna sem hafa yfirgefið landsliðið vegna Diacre er fyrirliðinn Wendie Renard sem lýsti því yfir fyrir hálfum mánuði að hún væri hætt að spila fyrir Frakkland. Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani hættu einnig en ekki er ljóst nákvæmlega af hverju óánægja leikmannanna stafar, þó að ljóst sé að hún beinist gegn Diacre. Diacre sagði í gær að hún ætlaði sér ekki að hætta með landsliðið og að hún væri í áfalli yfir því ofbeldi og óheiðarleika sem hún hefði mátt þola af völdum þeirra sem vildu koma henni í burtu. Í dag lýsti franska knattspyrnusambandið því hins vegar yfir að Diacre hefði verið látin fara. Í yfirlýsingu franska sambandsins segir að upp hafi verið komin alvarleg staða sem ekki hafi verið hægt að bæta úr og því hefði þjálfarinn orðið að víkja. Þó var tekið fram að óviðunandi væri að leikmenn létu óánægju sína í ljós með þeim hætti sem þeir hefðu gert. Diacre tók við franska landsliðinu árið 2017 en þessi 48 ára gamli þjálfari er fyrrverandi landsliðskona Frakka og spilaði 121 leik fyrir sína þjóð. Franska sambandið hefur nú hafið leit að nýjum þjálfara sem mun því stýra Frakklandi á HM í sumar. Frakkland er þar í riðli með Brasilíu, Jamaíka og Panama og spilar sinn fyrsta leik 23. júlí gegn Jamaíka.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira