Segir ekki satt að Elva missi starfið tapi hún kosningunum Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2023 11:39 Ragnar Þór Ingólfsson og Elva Hrönn Hjartardóttir sækjast eftir því að verða formenn VR næstu tvö árin. Grafík/Hjalti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki satt að Elvu Hrönn Hjartardóttur verði gert að segja upp hjá VR tapi hún í formannskosningum félagsins. Hún hafi sjálf tekið það skýrt fram að fyrra bragði að hún ætlaði að hætta skyldi hún tapa. Elva Hrönn var gestur í þættinum Dagmál í dag þar sem hún ræddi framboð sitt til formanns stéttarfélagsins VR. Hún fer þar á móti sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Í þættinum segir Elva að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram, sérstaklega þar sem hún sé að leggja starf sitt undir. „Ég er að vinna með frábæru samstarfsfólki. Þetta er svo margt sem ég er að missa ef ég vinn ekki kosningarnar. En það er líka margt sem ég fæ ef ég vinn. Ég fæ þennan „platform“ til að gera mitt og gefa meira af mér. Í samtali mínu við mína stjórnendur var það niðurstaðan að það yrði best að ég færi í uppsögn ef að þessu vindur ekki fram eins og ég vona,“ segir Elva. Ekki raunin í mörgum tilfellum Andrés Magnússon, stjórnandi þáttarins, spyr þá hvort það sé eðlilegt í svona baráttu að þeir sem bjóði sig fram gegn sitjandi formanni missi starfið tapi þeir kosningunni. „Ég held að í mörgum öðrum tilfellum væri þetta ekki raunin. En þegar þú ert að tala um svona ofboðslega áberandi persónur og leikendur í verkalýðshreyfingunni sem standa fyrir ákveðna hluti og fara fram með ákveðnum hætti þá er þetta niðurstaðan. Þetta veltur á því hver er í formannssætinu hverju sinni,“ segir Elva. Frambjóðendurnir tókust á í Pallborðinu á Vísi fyrr í vikunni. Klippa: Frambjóðendur til formanns VR tókust á í Pallborðinu Hugmyndin hafi verið Elvu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og mótframbjóðandi Elvu, svarar henni í færslu sem hann birti á Facebook í dag. Hann segir það ekki satt að hann hafi gert henni það ljóst að hún ætti ekki afturkvæmt til vinnu tapaði hún kosningunni. „Ekkert er fjarri sanni í þeim efnum og reyndar var það þannig að þegar hún tilkynnti mér að hún ætlaði að bjóða sig fram tók hún það skýrt fram, að fyrra bragði, að hún myndi láta af störfum fari kosningin ekki á hennar veg,“ segir Ragnar. Hann segir starf forystufólks í stéttarfélögum snúast fyrst og síðast um hagsmuni félagsfólk og kallar eftir því að fá frekari innsýn í þau málefni, lausnir og hugmyndir sem Elva hefur fram að færa. „Heldur en að dylgja um að ég eða aðrir hafi með einhverjum hætti ógnað starfsöryggi hennar persónulega, sem er fjarri sanni,“ segir Ragnar. Kjaramál Stéttarfélög Efnahagsmál Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira
Elva Hrönn var gestur í þættinum Dagmál í dag þar sem hún ræddi framboð sitt til formanns stéttarfélagsins VR. Hún fer þar á móti sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Í þættinum segir Elva að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram, sérstaklega þar sem hún sé að leggja starf sitt undir. „Ég er að vinna með frábæru samstarfsfólki. Þetta er svo margt sem ég er að missa ef ég vinn ekki kosningarnar. En það er líka margt sem ég fæ ef ég vinn. Ég fæ þennan „platform“ til að gera mitt og gefa meira af mér. Í samtali mínu við mína stjórnendur var það niðurstaðan að það yrði best að ég færi í uppsögn ef að þessu vindur ekki fram eins og ég vona,“ segir Elva. Ekki raunin í mörgum tilfellum Andrés Magnússon, stjórnandi þáttarins, spyr þá hvort það sé eðlilegt í svona baráttu að þeir sem bjóði sig fram gegn sitjandi formanni missi starfið tapi þeir kosningunni. „Ég held að í mörgum öðrum tilfellum væri þetta ekki raunin. En þegar þú ert að tala um svona ofboðslega áberandi persónur og leikendur í verkalýðshreyfingunni sem standa fyrir ákveðna hluti og fara fram með ákveðnum hætti þá er þetta niðurstaðan. Þetta veltur á því hver er í formannssætinu hverju sinni,“ segir Elva. Frambjóðendurnir tókust á í Pallborðinu á Vísi fyrr í vikunni. Klippa: Frambjóðendur til formanns VR tókust á í Pallborðinu Hugmyndin hafi verið Elvu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og mótframbjóðandi Elvu, svarar henni í færslu sem hann birti á Facebook í dag. Hann segir það ekki satt að hann hafi gert henni það ljóst að hún ætti ekki afturkvæmt til vinnu tapaði hún kosningunni. „Ekkert er fjarri sanni í þeim efnum og reyndar var það þannig að þegar hún tilkynnti mér að hún ætlaði að bjóða sig fram tók hún það skýrt fram, að fyrra bragði, að hún myndi láta af störfum fari kosningin ekki á hennar veg,“ segir Ragnar. Hann segir starf forystufólks í stéttarfélögum snúast fyrst og síðast um hagsmuni félagsfólk og kallar eftir því að fá frekari innsýn í þau málefni, lausnir og hugmyndir sem Elva hefur fram að færa. „Heldur en að dylgja um að ég eða aðrir hafi með einhverjum hætti ógnað starfsöryggi hennar persónulega, sem er fjarri sanni,“ segir Ragnar.
Kjaramál Stéttarfélög Efnahagsmál Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira