„Það er ekkert hlustað“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. mars 2023 20:19 Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Voga. Vísir/Egill Bæjarstjóri Voga er ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins varðandi lagningu Suðurnesjalínu tvö. Hann átti fund með innviðarráðherra í dag um málið. Ferlið við að koma á annarri flutningsleið raforku á Suðurnesin hefur verið í gangi í um tvo áratugi. Það hefur verið langt og strembið og hefur strandað á afstöðu Voga til línunnar. Öll hin sveitarfélögin sem koma að málinu, Reykjanesbær, Grindavík og Hafnarfjörður hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Gjörbreyttar forsendur Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga, segir forsendur fyrir lagningu línunnar hafa gjörbreyst í kjölfar eldsumbrotahrinu á Reykjanesi. „Það eru afdráttarlausar ábendingar frá jarðvísindamönnum að það sé ekki skynsamlegt, með tilliti til afhendingar og öryggis raforku, að leggja aðra línu á sömu lagnaleið og sú eldri. Enda komi til eldsumbrota er ljóst að ekki bara önnur línan fari heldur mun hin hljóta sömu örlög,“ segir Gunnar Axel í samtali við Vísi. Gunnar Axel átti fund með Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra í dag þar sem Suðurnesjalína 2 var til umræðu. Gunnar Axel segir ástæðu fundarins hafa veirð sú að ráðherra fengi fyrrgreindar upplýsingar vísindamanna milliliðalaust frá sveitarfélaginu. Ekki hlustað á ábendingar vísindamanna „Í rauninni var engin niðurstaða á þessum fundi. Hann [Sigurður Ingi] er auðvitað búinn að gefa það út að málið sé ekki á hans borði. Sigurður Ingi fundaði með Gunnari Axel í dag.Vísir/Vilhelm Málefni Landsnets eru á borði umhverfisráðuneytis en Gunnar Axel segir að í ljósi frumvarps Sigurðar Inga um breytingar á raforkuflutningi sé málefnið á borði beggja ráðherra. Hann segist þó ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins. „Miðað við hvernig umræðan er þá er ég ekki bjartýnn á að Landsnet muni skipta um skoðun. Landsnet hefur verið mjög ákveðið með að fara sína leið, allt frá upphafi, og hefur aldrei hlustað á sjónarmið hlutaðeigandi sveitarfélaga. Að því leytinu kemur mér ekkert á óvart ef Landsnet hlusti ekki heldur á ábendingar vísindamanna,“ segir Gunnar Axel. „Þetta kjarnar málið. Það er ekkert hlustað“ Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Tengdar fréttir Tími til að tengja? Í rúm 17 ár hefur staðið til að bæta afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi með lagningu Suðurnesjalínu 2. Allt frá fyrsta degi hafa hlutaðeigandi sveitarfélög lagt áherslu á að nýjar háspennulínur verði lagðar í jörð enda óumdeilt að sú leið feli í sér minnst áhrif á landslag og ásýnd svæðisins. Svæðis 8. mars 2023 14:30 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Ferlið við að koma á annarri flutningsleið raforku á Suðurnesin hefur verið í gangi í um tvo áratugi. Það hefur verið langt og strembið og hefur strandað á afstöðu Voga til línunnar. Öll hin sveitarfélögin sem koma að málinu, Reykjanesbær, Grindavík og Hafnarfjörður hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Gjörbreyttar forsendur Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga, segir forsendur fyrir lagningu línunnar hafa gjörbreyst í kjölfar eldsumbrotahrinu á Reykjanesi. „Það eru afdráttarlausar ábendingar frá jarðvísindamönnum að það sé ekki skynsamlegt, með tilliti til afhendingar og öryggis raforku, að leggja aðra línu á sömu lagnaleið og sú eldri. Enda komi til eldsumbrota er ljóst að ekki bara önnur línan fari heldur mun hin hljóta sömu örlög,“ segir Gunnar Axel í samtali við Vísi. Gunnar Axel átti fund með Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra í dag þar sem Suðurnesjalína 2 var til umræðu. Gunnar Axel segir ástæðu fundarins hafa veirð sú að ráðherra fengi fyrrgreindar upplýsingar vísindamanna milliliðalaust frá sveitarfélaginu. Ekki hlustað á ábendingar vísindamanna „Í rauninni var engin niðurstaða á þessum fundi. Hann [Sigurður Ingi] er auðvitað búinn að gefa það út að málið sé ekki á hans borði. Sigurður Ingi fundaði með Gunnari Axel í dag.Vísir/Vilhelm Málefni Landsnets eru á borði umhverfisráðuneytis en Gunnar Axel segir að í ljósi frumvarps Sigurðar Inga um breytingar á raforkuflutningi sé málefnið á borði beggja ráðherra. Hann segist þó ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins. „Miðað við hvernig umræðan er þá er ég ekki bjartýnn á að Landsnet muni skipta um skoðun. Landsnet hefur verið mjög ákveðið með að fara sína leið, allt frá upphafi, og hefur aldrei hlustað á sjónarmið hlutaðeigandi sveitarfélaga. Að því leytinu kemur mér ekkert á óvart ef Landsnet hlusti ekki heldur á ábendingar vísindamanna,“ segir Gunnar Axel. „Þetta kjarnar málið. Það er ekkert hlustað“
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Tengdar fréttir Tími til að tengja? Í rúm 17 ár hefur staðið til að bæta afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi með lagningu Suðurnesjalínu 2. Allt frá fyrsta degi hafa hlutaðeigandi sveitarfélög lagt áherslu á að nýjar háspennulínur verði lagðar í jörð enda óumdeilt að sú leið feli í sér minnst áhrif á landslag og ásýnd svæðisins. Svæðis 8. mars 2023 14:30 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Tími til að tengja? Í rúm 17 ár hefur staðið til að bæta afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi með lagningu Suðurnesjalínu 2. Allt frá fyrsta degi hafa hlutaðeigandi sveitarfélög lagt áherslu á að nýjar háspennulínur verði lagðar í jörð enda óumdeilt að sú leið feli í sér minnst áhrif á landslag og ásýnd svæðisins. Svæðis 8. mars 2023 14:30