Ágæt en fyrirsjáanleg niðurstaða Bjarki Sigurðsson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 8. mars 2023 11:46 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, stuttu eftir að niðurstaðan var kynnt í dag. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það vera ágætt að komin sé niðurstaða í kjaradeilu samtakanna við Eflingu. Hann segir deilan sanna það að verkföll borgi sig ekki. Miðlunartillagan sem settur sáttasemjari, Ástráður Haraldsson, lagði fram í deilu Eflingar og SA var samþykkt í vikunni. Greint var frá niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag en tillagan öðlast strax gildi kjarasamnings. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki vænt mikilla vendinga í málinu en þó hafi það verið ánægjulegt að fá þessa niðurstöðu í málið. Hún hafi þó verið fyrirsjáanleg. „Ég held að það sé ágætt að það sé komin niðurstaða í þetta mál. Miðlunartillaga er mjög lýsandi orð. Hér er verið að greiða atkvæði um tillögu frá ríkissáttasemjara. Þegar upp er staðið held ég að þetta sé ágætlega farsæl lausn. Ég hef hins vegar gert mjög alvarlegar athugasemdir við fulla afturvirkni sem er tryggð í þessari miðlunartillögu. Ég tel að það sé röng niðurstaða og lagði fast að ríkissáttasemjara að draga einhverja afturvirkni til baka til þess að senda þau skilaboð inn í framtíðina að verkföll borga sig ekki eins og sannaðist í þessu dæmi,“ segir Halldór Benjamín. Klippa: Ágætlega farsæl lausn Hann segir að ef hann væri sjálfur meðlimur Eflingar myndi hann reyna að fá svör frá stéttarfélaginu hverju þeirra barátta skilaði í þessari deilu. „Miðlunartillagan er eins og hún er, það sem er mest um vert er það að krafist var Eflingarsamnings fyrir Eflingarfólk. Niðurstaðan er SGS-samningur fyrir SGS-félögin hringinn í kringum landið. Það er besta niðurstaðan og sú niðurstaða sem við væntum frá upphafi,“ segir Halldór Benjamín. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segir í samtali við fréttastofu að hann muni ekki veita viðtöl vegna málsins heldur snúa sér strax að öðrum málum. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, vegna niðurstöðunnar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Miðlunartillagan sem settur sáttasemjari, Ástráður Haraldsson, lagði fram í deilu Eflingar og SA var samþykkt í vikunni. Greint var frá niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag en tillagan öðlast strax gildi kjarasamnings. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki vænt mikilla vendinga í málinu en þó hafi það verið ánægjulegt að fá þessa niðurstöðu í málið. Hún hafi þó verið fyrirsjáanleg. „Ég held að það sé ágætt að það sé komin niðurstaða í þetta mál. Miðlunartillaga er mjög lýsandi orð. Hér er verið að greiða atkvæði um tillögu frá ríkissáttasemjara. Þegar upp er staðið held ég að þetta sé ágætlega farsæl lausn. Ég hef hins vegar gert mjög alvarlegar athugasemdir við fulla afturvirkni sem er tryggð í þessari miðlunartillögu. Ég tel að það sé röng niðurstaða og lagði fast að ríkissáttasemjara að draga einhverja afturvirkni til baka til þess að senda þau skilaboð inn í framtíðina að verkföll borga sig ekki eins og sannaðist í þessu dæmi,“ segir Halldór Benjamín. Klippa: Ágætlega farsæl lausn Hann segir að ef hann væri sjálfur meðlimur Eflingar myndi hann reyna að fá svör frá stéttarfélaginu hverju þeirra barátta skilaði í þessari deilu. „Miðlunartillagan er eins og hún er, það sem er mest um vert er það að krafist var Eflingarsamnings fyrir Eflingarfólk. Niðurstaðan er SGS-samningur fyrir SGS-félögin hringinn í kringum landið. Það er besta niðurstaðan og sú niðurstaða sem við væntum frá upphafi,“ segir Halldór Benjamín. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segir í samtali við fréttastofu að hann muni ekki veita viðtöl vegna málsins heldur snúa sér strax að öðrum málum. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, vegna niðurstöðunnar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira