Bellingham: Brandari að Chelsea hafi fengið að endurtaka vítaspyrnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2023 10:30 Jude Bellingham var ekki sáttur með afskipti myndbandadómara í tapi Borussia Dortmund í gær. Getty/James Williamson Jude Bellingham, miðjumaður Borussia Dortmund, var allt annað en sáttur með kringumstæðurnar í markinu sem skaut liði hans út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. Staðan var 1-1 samanlagt í einvíginu þegar Chelsea fékk víti eftir aðstoð Varsjárinnar. Kai Havertz tók vítið en skaut í stöngina. Varsjáin var þó ekki hætt því hún lét endurtaka vítið þar sem nokkrir leikmenn Dortmund voru komnir of snemma inn í teig. Havertz's penalty re-take a 'joke', says Bellingham as Dortmund crash out https://t.co/vZVWN23nkO pic.twitter.com/jIMxunAUmp— Reuters (@Reuters) March 8, 2023 Kai Havertz tók vítið aftur og skoraði. Hann tryggði Chelsea þar með 2-0 sigur í leiknum og komst liðið því áfram 2-1 samanlagt. Vítið hafði verið dæmt á hendi á Marius Wolf. Bellingham var ósáttur með báða myndbandadómana. „Ég veit ekki hvað annað hann gæti gert með hendinni sinni,“ sagði Jude Bellingham um vítadóminn en svo var komið að því að tjá sig um endutöku vítaspyrnunnar. Jude Bellingham has had his say on the penalty that saw Chelsea knock Borussia Dortmund out of the #UCL pic.twitter.com/oYmpa4EbTX— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 7, 2023 „Það voru vonbrigði að þetta skyldi vera víti en sú staðreynd að þeir fengu að endurtaka vítið er bara brandari,“ sagði Bellingham. „Í öllum vítaspyrnum, sérstaklega þegar menn hlaupa svona hægt að boltanum, þá eru leikmenn komnir eitthvað inn í teiginn. Hann tók þessa ákvörðun og við verðum að lifa með henni,“ sagði Bellingham. „Ég vil samt ekki segja meira og koma mér í vandræði. Ég hef borgað þeim nógu mikið hingað til,“ sagði Bellingham ósáttur. 6 Borussia Dortmund s Jude Bellingham is making his sixth start in the knockout stages of the Champions League, tying Trent Alexander-Arnold for the most starts by an English teenager in the knockout stages of the #UCL. Regular. pic.twitter.com/b7KZcO4ywO— OptaFranz (@OptaFranz) March 7, 2023 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Sjá meira
Staðan var 1-1 samanlagt í einvíginu þegar Chelsea fékk víti eftir aðstoð Varsjárinnar. Kai Havertz tók vítið en skaut í stöngina. Varsjáin var þó ekki hætt því hún lét endurtaka vítið þar sem nokkrir leikmenn Dortmund voru komnir of snemma inn í teig. Havertz's penalty re-take a 'joke', says Bellingham as Dortmund crash out https://t.co/vZVWN23nkO pic.twitter.com/jIMxunAUmp— Reuters (@Reuters) March 8, 2023 Kai Havertz tók vítið aftur og skoraði. Hann tryggði Chelsea þar með 2-0 sigur í leiknum og komst liðið því áfram 2-1 samanlagt. Vítið hafði verið dæmt á hendi á Marius Wolf. Bellingham var ósáttur með báða myndbandadómana. „Ég veit ekki hvað annað hann gæti gert með hendinni sinni,“ sagði Jude Bellingham um vítadóminn en svo var komið að því að tjá sig um endutöku vítaspyrnunnar. Jude Bellingham has had his say on the penalty that saw Chelsea knock Borussia Dortmund out of the #UCL pic.twitter.com/oYmpa4EbTX— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 7, 2023 „Það voru vonbrigði að þetta skyldi vera víti en sú staðreynd að þeir fengu að endurtaka vítið er bara brandari,“ sagði Bellingham. „Í öllum vítaspyrnum, sérstaklega þegar menn hlaupa svona hægt að boltanum, þá eru leikmenn komnir eitthvað inn í teiginn. Hann tók þessa ákvörðun og við verðum að lifa með henni,“ sagði Bellingham. „Ég vil samt ekki segja meira og koma mér í vandræði. Ég hef borgað þeim nógu mikið hingað til,“ sagði Bellingham ósáttur. 6 Borussia Dortmund s Jude Bellingham is making his sixth start in the knockout stages of the Champions League, tying Trent Alexander-Arnold for the most starts by an English teenager in the knockout stages of the #UCL. Regular. pic.twitter.com/b7KZcO4ywO— OptaFranz (@OptaFranz) March 7, 2023
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Sjá meira