Messi hótað og fjórtán byssukúlum skotið á verslun tengdaforeldranna Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2023 08:31 Skotið var í gegnum gler verslunarinnar sem tengdaforeldrar Lionels Messi eiga. Hann var sjálfur í París í gær og æfði með liði sínu PSG. AP/Getty Byssumenn skutu á verslun tengdaforeldra Lionels Messi í Rosario í Argentínu í gær. Þeir skildu eftir hótunarbréf til argentínska knattspyrnugoðsins. Þetta hefur lögreglan í Rosario staðfest. Talið er að tveir byssumenn á mótorhjólum hafi skotið samtals fjórtán skotum að Unico-matvöruverslun snemma í gærmorgun. Foreldrar Antonelu Roccuzzo, eiginkonu Messis, eiga verslunina. Engan sakaði í árásinni og ekki liggur fyrir hvers vegna byssumennirnir skutu á verslunina eða hvers vegna þeir skildu eftir hótunarbréfið til Messis. Í því stóð: „Messi, við erum að bíða eftir þér. Javkin er dópsali. Hann mun ekki passa upp á þig.“ Javkin þessi er Pablo Javkin, borgarstjóri Rosario sem er þriðja stærsta borg Argentínu. Hann ræddi við fjölmiðla eftir árásina í gær um aukið ofbeldi í borginni og þörfina fyrir að auka löggæslu. Hvorki Messi né Roccuzzo hafa tjáð sig um árásina að svo stöddu. Þau eru bæði frá Rosario og heimsækja borgina reglulega en eru búsett í Frakklandi þar sem Messi spilar fyrir Paris Saint-Germain. Hann mætti þar til æfinga í gærmorgun. Messi er fyrirliði argentínska landsliðsins sem varð heimsmeistari í desember og var á mánudaginn kjörinn besti leikmaður heims 2022. Samningur þessa 35 ára leikmanns við PSG rennur út í sumar en hann hefur átt í viðræðum við félagið um nýjan samning. Þeim möguleika hefur þó verið velt upp að ferli hans gæti lokið hjá einu af félögunum í Rosario; Newell‘s Old Boys. Argentína Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Þetta hefur lögreglan í Rosario staðfest. Talið er að tveir byssumenn á mótorhjólum hafi skotið samtals fjórtán skotum að Unico-matvöruverslun snemma í gærmorgun. Foreldrar Antonelu Roccuzzo, eiginkonu Messis, eiga verslunina. Engan sakaði í árásinni og ekki liggur fyrir hvers vegna byssumennirnir skutu á verslunina eða hvers vegna þeir skildu eftir hótunarbréfið til Messis. Í því stóð: „Messi, við erum að bíða eftir þér. Javkin er dópsali. Hann mun ekki passa upp á þig.“ Javkin þessi er Pablo Javkin, borgarstjóri Rosario sem er þriðja stærsta borg Argentínu. Hann ræddi við fjölmiðla eftir árásina í gær um aukið ofbeldi í borginni og þörfina fyrir að auka löggæslu. Hvorki Messi né Roccuzzo hafa tjáð sig um árásina að svo stöddu. Þau eru bæði frá Rosario og heimsækja borgina reglulega en eru búsett í Frakklandi þar sem Messi spilar fyrir Paris Saint-Germain. Hann mætti þar til æfinga í gærmorgun. Messi er fyrirliði argentínska landsliðsins sem varð heimsmeistari í desember og var á mánudaginn kjörinn besti leikmaður heims 2022. Samningur þessa 35 ára leikmanns við PSG rennur út í sumar en hann hefur átt í viðræðum við félagið um nýjan samning. Þeim möguleika hefur þó verið velt upp að ferli hans gæti lokið hjá einu af félögunum í Rosario; Newell‘s Old Boys.
Argentína Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira