„Það munaði á markvörslunni“ Hinrik Wöhler skrifar 2. mars 2023 20:48 Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var svekktur eftir leik. Vísir/Hulda Margrét FH og ÍBV mættust í mikilvægum leik um annað sætið í Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld og voru það Hafnfirðingar sem tóku stigin tvö. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var vitanlega svekktur með þriggja marka ósigur. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af, en eftir um það bil tuttugu mínútna leik snerist leikurinn heimamönnum í hag. „Tilfinningin er blendin, sumt var gott og annað var slæmt en við áttum í miklum erfiðleikum í dag. Sérstaklega með að skora,“ sagði Erlingur Richardsson eftir leik. Mikill munur var á markvörslu í leiknum, Phil Döhler markvörður FH varði eins og berserkur á meðan markverðir Eyjamanna fundu ekki taktinn. „Það munaði á markvörslunni, ég held að það séu einhver sautján eða átján skot varin hjá FH á móti þremur skotum hjá okkur. Samt förum við bara með mínus þrjú mörk út af vellinum. Þar liggur stærsti munurinn og annað fannst mér vera nokkuð svipað. Þeir voru í vandræðum sóknarlega, eins og við,“ bætti Erlingur við. Arnór Viðarsson átti stórgóðan leik í sókn Eyjamanna, skoraði níu mörk og skapaði mörg færi fyrir liðsfélagana. „Það voru ekki margar árásir frá öðrum leikmönnum en í sjálfum sér settum við upp þannig stöður fyrir hann. Hann fékk líka nokkur færi sem hann hefði geta nýtt líka, en vissulega hefði verið gott að fá framlag frá fleirum,“ sagði Erlingur þegar hann spurður hvort hann vildi fá framlag frá fleirum í sókninni. Næstu tveir leikir ÍBV eru á móti tveimur neðstu liðunum, ÍR á þriðjudaginn og Herði á Ísafirði þann 16. mars. „Það er eins og hver annar leikur, enn og aftur kemur smá hlé núna þannig þetta verða þrír leikir á um það bil þremur mánuðum, sem er ekkert svakalega mikið. Það getur verið erfitt að halda taktinn og átta sig á hvernig andstæðingurinn er að leika. Þetta er smá skrýtið mót en við þurfum bara að vera klárir. Þetta eru allt hörkuleikir.“ Það var tilkynnt í vikunni að aðstoðarþjálfari liðsins, Magnús Stefánsson, muni taka við keflinu af Erlingi næsta tímabil. Áður hafði verið tilkynnt að Erlingur hyggst ekki halda áfram með liðið. „Mér líst mjög vel á það og ég er sammála þessari stefnu að við séum líka að búa til þjálfara eins og við erum að búa til leikmenn. Við getum látið þetta rúlla innan frá, það er vænlegast til árangurs held ég. Sýnir einnig hversu gott starfið er í Eyjum,“ sagði Erlingur í lokin. FH situr í öðru sæti Olís-deildar karla eftir sigurinn í kvöld. Þó að munurinn á milli ÍBV og FH sé kominn í fjögur stig eiga Eyjamenn enn góðan möguleika á að lyfta sér upp fyrir FH þar sem þeir eiga tvo leiki til góða, á móti ÍR og Herði. Olís-deild karla ÍBV FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - ÍBV 27-24 | FH-ingar styrktu stöðu sína í öðru sæti FH vann gríðarlega mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í baráttunni um annað sæti Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 27-24 og FH-ingar eru nú með fjögurra stiga forskot á Eyjamenn í öðru sætinu. 2. mars 2023 19:37 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Í beinni: Víkingur - Panathinaikos | Söguleg stund í Helsinki Fótbolti Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Fleiri fréttir Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Sjá meira
„Tilfinningin er blendin, sumt var gott og annað var slæmt en við áttum í miklum erfiðleikum í dag. Sérstaklega með að skora,“ sagði Erlingur Richardsson eftir leik. Mikill munur var á markvörslu í leiknum, Phil Döhler markvörður FH varði eins og berserkur á meðan markverðir Eyjamanna fundu ekki taktinn. „Það munaði á markvörslunni, ég held að það séu einhver sautján eða átján skot varin hjá FH á móti þremur skotum hjá okkur. Samt förum við bara með mínus þrjú mörk út af vellinum. Þar liggur stærsti munurinn og annað fannst mér vera nokkuð svipað. Þeir voru í vandræðum sóknarlega, eins og við,“ bætti Erlingur við. Arnór Viðarsson átti stórgóðan leik í sókn Eyjamanna, skoraði níu mörk og skapaði mörg færi fyrir liðsfélagana. „Það voru ekki margar árásir frá öðrum leikmönnum en í sjálfum sér settum við upp þannig stöður fyrir hann. Hann fékk líka nokkur færi sem hann hefði geta nýtt líka, en vissulega hefði verið gott að fá framlag frá fleirum,“ sagði Erlingur þegar hann spurður hvort hann vildi fá framlag frá fleirum í sókninni. Næstu tveir leikir ÍBV eru á móti tveimur neðstu liðunum, ÍR á þriðjudaginn og Herði á Ísafirði þann 16. mars. „Það er eins og hver annar leikur, enn og aftur kemur smá hlé núna þannig þetta verða þrír leikir á um það bil þremur mánuðum, sem er ekkert svakalega mikið. Það getur verið erfitt að halda taktinn og átta sig á hvernig andstæðingurinn er að leika. Þetta er smá skrýtið mót en við þurfum bara að vera klárir. Þetta eru allt hörkuleikir.“ Það var tilkynnt í vikunni að aðstoðarþjálfari liðsins, Magnús Stefánsson, muni taka við keflinu af Erlingi næsta tímabil. Áður hafði verið tilkynnt að Erlingur hyggst ekki halda áfram með liðið. „Mér líst mjög vel á það og ég er sammála þessari stefnu að við séum líka að búa til þjálfara eins og við erum að búa til leikmenn. Við getum látið þetta rúlla innan frá, það er vænlegast til árangurs held ég. Sýnir einnig hversu gott starfið er í Eyjum,“ sagði Erlingur í lokin. FH situr í öðru sæti Olís-deildar karla eftir sigurinn í kvöld. Þó að munurinn á milli ÍBV og FH sé kominn í fjögur stig eiga Eyjamenn enn góðan möguleika á að lyfta sér upp fyrir FH þar sem þeir eiga tvo leiki til góða, á móti ÍR og Herði.
Olís-deild karla ÍBV FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - ÍBV 27-24 | FH-ingar styrktu stöðu sína í öðru sæti FH vann gríðarlega mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í baráttunni um annað sæti Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 27-24 og FH-ingar eru nú með fjögurra stiga forskot á Eyjamenn í öðru sætinu. 2. mars 2023 19:37 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Í beinni: Víkingur - Panathinaikos | Söguleg stund í Helsinki Fótbolti Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Fleiri fréttir Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Sjá meira
Leik lokið: FH - ÍBV 27-24 | FH-ingar styrktu stöðu sína í öðru sæti FH vann gríðarlega mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í baráttunni um annað sæti Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 27-24 og FH-ingar eru nú með fjögurra stiga forskot á Eyjamenn í öðru sætinu. 2. mars 2023 19:37