Ekki útséð með áhrif verkfalla á hótelin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2023 21:44 Hildur Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri Berjaya. Vísir Þrátt fyrir að starfsemi hótela sem verkföll Eflingar hafa beinst að sé nú komin á skrið gætir áhrifa þeirra enn. Framkvæmdastjóri Berjaya-hótela segir mest um vert að geta opnað fyrir bókanir að nýju, en lokað var fyrir þær þegar ljóst varð að stefndi í verkfall. Starfsfólk Berjaya Hotels sem er í Eflingu sneri aftur til vinnu í dag eftir að verkfallsaðgerðum var frestað í kjölfar þess að Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, setti fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hildur Ómarsdóttir er framkvæmdastjóri Berjaya. Hún ræddi við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, þar sem hún sagði að búið væri að opna öll hótel fyrirtækisins. „En það sem mest um vert er að við náðum að opna fyrir bókanir aftur. Þannig að við erum byrjuð að selja aftur og það skiptir auðvitað mestu máli fyrir okkur að koma starfseminni í gang, sem og sölunni,“ sagði Hildur. Reyna nú að fylla það sem áður þurfti að tæma Þá sagði hún verkfallsaðgerðir hafa haft mikil áhrif, og benti því til stuðnings á að þremur hótelum hefði verið lokað. Það voru Hilton, Natura og Marina. „Þar með stoppuðum við tekjuflæðið alfarið inn í okkar rekstur. Við lokuðum fyrir bókanir fyrir febrúar og mars þann 8. febrúar, þegar verkfallsboðum barst. Eðli málsins samkvæmt hefur það mjög mikil áhrif. Ekki bara á þeim vikum sem hafa liðið meðan á verkfalli stóð, heldur einnig aðeins áfram því við erum að selja einn til þrjá mánuði fram í tímann, má segja.“ Hildur sagði þá að áhrifa verkfallsaðgerða kunni að gæta áfram, þrátt fyrir að starfsfólk sé snúið aftur til vinnu. „Það er ekkert útséð með hvert tapið er fyrr en við getum hafið starfsemi að fullu og erum búin að fylla okkar bækur aftur, sem við lögðum markvissa vinnu í að tæma.“ Það væri gleðiefni að fá Eflingarfólk aftur til vinnu. „Það er gaman að segja frá því að okkar starfsfólk var himinlifandi að komast aftur til starfa og hér var vel tekið á móti þeim, eins og alltaf. Þannig viljum við hafa það og þannig ætlum við að hafa það áfram.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Starfsfólk Berjaya Hotels sem er í Eflingu sneri aftur til vinnu í dag eftir að verkfallsaðgerðum var frestað í kjölfar þess að Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, setti fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hildur Ómarsdóttir er framkvæmdastjóri Berjaya. Hún ræddi við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, þar sem hún sagði að búið væri að opna öll hótel fyrirtækisins. „En það sem mest um vert er að við náðum að opna fyrir bókanir aftur. Þannig að við erum byrjuð að selja aftur og það skiptir auðvitað mestu máli fyrir okkur að koma starfseminni í gang, sem og sölunni,“ sagði Hildur. Reyna nú að fylla það sem áður þurfti að tæma Þá sagði hún verkfallsaðgerðir hafa haft mikil áhrif, og benti því til stuðnings á að þremur hótelum hefði verið lokað. Það voru Hilton, Natura og Marina. „Þar með stoppuðum við tekjuflæðið alfarið inn í okkar rekstur. Við lokuðum fyrir bókanir fyrir febrúar og mars þann 8. febrúar, þegar verkfallsboðum barst. Eðli málsins samkvæmt hefur það mjög mikil áhrif. Ekki bara á þeim vikum sem hafa liðið meðan á verkfalli stóð, heldur einnig aðeins áfram því við erum að selja einn til þrjá mánuði fram í tímann, má segja.“ Hildur sagði þá að áhrifa verkfallsaðgerða kunni að gæta áfram, þrátt fyrir að starfsfólk sé snúið aftur til vinnu. „Það er ekkert útséð með hvert tapið er fyrr en við getum hafið starfsemi að fullu og erum búin að fylla okkar bækur aftur, sem við lögðum markvissa vinnu í að tæma.“ Það væri gleðiefni að fá Eflingarfólk aftur til vinnu. „Það er gaman að segja frá því að okkar starfsfólk var himinlifandi að komast aftur til starfa og hér var vel tekið á móti þeim, eins og alltaf. Þannig viljum við hafa það og þannig ætlum við að hafa það áfram.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira