Ósáttur við fulla afturvirkni Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2023 10:50 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, er ágætlega ánægður með tillöguna. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni. Á fréttamannafundi í dag tilkynnti Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilu Eflingar og SA, að hann hafi lagt fram miðlunartillögu í deilunni. Atkvæðagreiðsla um tillöguna hefst á föstudaginn og lýkur á miðvikudaginn í næstu viku. Í samtali við fréttastofu segist Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, vera ágætlega ánægður með tillöguna. Deilan hafi verið komin í algjöran hnút. „Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að við gerum ráð fyrir því að báðir aðilar muni mæla með þessari miðlunartillögu sem er í öllum aðalatriðum sama miðilunartillaga og Aðalsteinn Leifsson lagði hér fram. Að því leitinu til getum við ekki annað en verið ágætlega ánægð með þessa framlagningu, jafnvel þó að við hefðum gert athugasemd og barist gegn því að full afturvirkni yrði tryggð í þessari miðlunartillögu,“ segir Halldór. Klippa: Báðir aðilar hafi skynjað að ábyrgð þeirra væri mikil Honum finnst það ekki rétt að verðlauna stéttarfélög sem framkvæma verkföll á umbjóðendur SA og því sé hann ósáttur með afturvirknina. Þó sé það alltaf þannig að allir þurfa að gefa einhvern afslátt á sína nálgun á lífið og tilveruna. „Ég get sagt að í þessari kjaradeilu hefur orðræðan verið með þeim hætti að það hefur gjörsamlega gengið fram af sjálfum mér. Ég ætla að lýsa því yfir hér. Margir þættir sem áttu sér stað í samtali hérna, annars vegar á síðustu dögum og ekki síður í samtölum á milli aðila í gegnum ríkissáttasemjara, vil ég trú að við séum búin að leggja einhver drög af brú til framtíðar sem vonandi við getum treyst á komandi mánuðum í aðdraganda langtímasamnings,“ segir Halldór. Deilunni sé að öllum líkindum lokið Hann metur það sem svo að nú sé kjaradeilunni að öllum líkindum lokið. Þá sé búið að leggja línuna fyrir það sem koma skal á opinbera vinnumarkaðnum en brátt ganga samninganefndir ríkisins og sveitarfélaga til samningaborðsins. „Línan hefur verið mörkuð á almenna vinnumarkaðnum og það er mín skoðun að almenni vinnumarkaðurinn eigi að fara með ferðinni þegar kemur að þessu,“ segir Halldór. Hann kallar eftir því að vinnulöggjöfin verði tekin til gagngerðar endurskoðunar. Það blasi við að löggjöfin veiti ekki þau verkfæri og tól sem talið var að hún gerði undanfarin ár. Mun mæla með tillögunni Aðspurður segist Halldór ætla að mælast til þess við félagsmenn SA að taka þátt og styðja miðlunartillöguna. „Ég vænti þess að þegar forystumenn ákveða að fara tiltekna leið að þeir tali þá fyrir þeirri leið sem þeir hafa markað. Ég ætla ekkert að spá hver niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verður en ég get lýst því yfir að ég muni mælast til þess við félagsmenn SA að þeir taki þátt og styðji þessa miðlunartillögu,“ segir Halldór. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Á fréttamannafundi í dag tilkynnti Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilu Eflingar og SA, að hann hafi lagt fram miðlunartillögu í deilunni. Atkvæðagreiðsla um tillöguna hefst á föstudaginn og lýkur á miðvikudaginn í næstu viku. Í samtali við fréttastofu segist Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, vera ágætlega ánægður með tillöguna. Deilan hafi verið komin í algjöran hnút. „Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að við gerum ráð fyrir því að báðir aðilar muni mæla með þessari miðlunartillögu sem er í öllum aðalatriðum sama miðilunartillaga og Aðalsteinn Leifsson lagði hér fram. Að því leitinu til getum við ekki annað en verið ágætlega ánægð með þessa framlagningu, jafnvel þó að við hefðum gert athugasemd og barist gegn því að full afturvirkni yrði tryggð í þessari miðlunartillögu,“ segir Halldór. Klippa: Báðir aðilar hafi skynjað að ábyrgð þeirra væri mikil Honum finnst það ekki rétt að verðlauna stéttarfélög sem framkvæma verkföll á umbjóðendur SA og því sé hann ósáttur með afturvirknina. Þó sé það alltaf þannig að allir þurfa að gefa einhvern afslátt á sína nálgun á lífið og tilveruna. „Ég get sagt að í þessari kjaradeilu hefur orðræðan verið með þeim hætti að það hefur gjörsamlega gengið fram af sjálfum mér. Ég ætla að lýsa því yfir hér. Margir þættir sem áttu sér stað í samtali hérna, annars vegar á síðustu dögum og ekki síður í samtölum á milli aðila í gegnum ríkissáttasemjara, vil ég trú að við séum búin að leggja einhver drög af brú til framtíðar sem vonandi við getum treyst á komandi mánuðum í aðdraganda langtímasamnings,“ segir Halldór. Deilunni sé að öllum líkindum lokið Hann metur það sem svo að nú sé kjaradeilunni að öllum líkindum lokið. Þá sé búið að leggja línuna fyrir það sem koma skal á opinbera vinnumarkaðnum en brátt ganga samninganefndir ríkisins og sveitarfélaga til samningaborðsins. „Línan hefur verið mörkuð á almenna vinnumarkaðnum og það er mín skoðun að almenni vinnumarkaðurinn eigi að fara með ferðinni þegar kemur að þessu,“ segir Halldór. Hann kallar eftir því að vinnulöggjöfin verði tekin til gagngerðar endurskoðunar. Það blasi við að löggjöfin veiti ekki þau verkfæri og tól sem talið var að hún gerði undanfarin ár. Mun mæla með tillögunni Aðspurður segist Halldór ætla að mælast til þess við félagsmenn SA að taka þátt og styðja miðlunartillöguna. „Ég vænti þess að þegar forystumenn ákveða að fara tiltekna leið að þeir tali þá fyrir þeirri leið sem þeir hafa markað. Ég ætla ekkert að spá hver niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verður en ég get lýst því yfir að ég muni mælast til þess við félagsmenn SA að þeir taki þátt og styðji þessa miðlunartillögu,“ segir Halldór.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira