Samtök atvinnulífsins höfðu áður frestað boðuðu verkbanni sem upphaflega átti að hefjast á morgun eftir að Ástráður boðaði til samningafundar á mánudagskvöld. Sá fundur stóð frá klukkan átta fram yfir miðnætti án efnislegrar niðurstöðu.
Í gær hélt settur ríkissáttasemjari síðan áfram óformlegum viðræðum deiluaðila í sitt hvoru lagi. Þær viðræður virðast hafa leitt hann til einhverrar niðurstöðu sem hann kynnti á fréttamannafundinum.
Að neðan má sjá fundinn í heild sinni.
Við fylgdumst með fundi setts sáttasemjara í vaktinni fyrir neðan. Fréttin var uppfærð klukkan 11.