Pride liðið, sem er gamla félag íslensku landsliðskonunnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttir, kynnti í gær nýja búning félagsins sem er með dökkar stuttbuxur.
Liðið hefur vanalega spilað í hvítum buxum en ákvað að breyta litnum til að minnka áhyggjur leikmanna þegar þær eru á blæðingum.
Ástæðan er sögð vera til að láta leikmönnum líða betur og auka sjálfstraust þeirra á tíðahringnum.
„Við verðum að losna við skömmina í tengslum við heilsufar kvenna sem og varðandi blæðingar kvenna, kynsegin íþróttafólks og kynskiptinga ef við ætlum að hámarka frammistöðu og auk aðgengi að íþróttinni,“ sagði Haley Carter, framkvæmdastjóri Orlando Pride.
„Ég er stolt að vera hluti af félagi sem gerir svona litla en gríðarlega áhrifamikla breytingu þegar kemur að bæði atvinnumönnum og yngri leikmönnum félagsins. Reynsla leikmanna, öryggistilfinning og þægindi sem leikmenn upplifa að spila fyrir Orlando Pride er alltaf í forgangi hjá okkur,“ sagði Haley.